Færsluflokkur: Bloggar

Geimflaug eða gengisvísitala...

Já það er einmitt það, ég hélt að þetta væri stillingaratriði á nýju gleraugunum mínum. En þetta er sem sagt satt, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir eðlilega gengisvísitölu krónunnar 150-190. Segi bara ef þetta er rétt: You ain't seen nothing yet!!!
mbl.is Spákaupmenn sitja á 800 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrsaðir selshreifar...

Selveiðar voru stundaðar á Stakkhamri til ársins 1977. Kristjana systir og bloggvinkona skrifaði nýlega færslu á síðuna sína um það. En þessari starfsemi foreldra okkar fylgdi nokkur búhnykkur fyrir okkur systur. Þannig var nefnilega að áður fyrr var selurinn gernýttur til matar, m.a. hreifarnir. Við systur fengum hreifana, gefins, og fengum að svíða þá og síðan voru þeir frystir þannig. Síðan fórum við með þá á fund Geirs Björnssonar þá Hótelstjóra í Borgarnesi sem keypti þá fyrir nokkurn skilding sem við höfðum susmé í arð fyrir vinnu okkar. Gasið fengum við reyndar ókeypis hjá pabba og mömmu Joyful  en þetta voru fyrstu kynni okkar af sjálfstæðum atvinnurekstri. Geir súrsaði síðan hreifana og hafði á boðstólum á þorrablótum sem haldin voru á hótelinu. Mig rámar í að hafa smakkað súrsaða selshreifa en heldur þótti mér lítill matur í þeim.

Lítil hestavísa...

Kvika litla kná hún er,

kostir margir prýða.

Á henni frábært finndist mér

Fjörurnar að ríða.

Breytt 16. apríl smá nostur ....Cool

 

Kná hún litla Kvika er

Kostir margir prýða

Á henni frábært fyndist mér

fjörurnar að ríða


Meira af endurbættri stuðlasetningu...

Á góðum degi geysumst við

Galvösk fögnum vori.

Gæfan með mér gekk í lið.

Já glaður töltir Spori. 


Úps...

..veit ekki hvort ég á að ljóstra upp hvað mér datt í hug undir þessari fyrirsögn...FootinMouth
mbl.is Harðir á strippinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurbætt stuðlasetning...

Snör ég Smára fjörtök finn

Fimi, rýmd og huga

Með mjúkan flipa og makkan sinn

til margs má klárinn duga.

 


Ekki frétt...?

Hvað annað á fólk að gera. Eru ekki allir að draga úr einkaneyslu eins og þeir geta þegar afborganir lána hækka og hækka mánuð eftir mánuð en laun og greiðslur frá ríki og lífeyrissjóðum standa óbreytt. Ég þarf enga sérfræðinga frá Glitni til að segja mér þetta í fréttum Angry
mbl.is Dregur úr greiðslukortaveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á alvöru gæðing...

Fjörtök Smára snör ég finn

Fimi, rýmd og huga.

Með mjúkan flipa og makkann sinn

Til margs má klárinn duga

 


Hvað varð um hökuskeggið?

Hann Spori minn er í miklu uppáhaldi hjá EmmErringnum. En hún rak upp stór augu fyrir nokkrum dögum því hið mikla hökuskegg sem prýðir drenginn einkum á veturna var horfið! Ja, hvað hafði eiginlega gerst. En nú er skýringin fundin. Í gærmorgun mætti Sigþór Spora inni á snyrtingu í hesthúsinu, hann var að koma frá því að raka sig!! Gekk hiklaust fram hjá öllu heyinu í hlöðunni (sem aðrir hestar hefðu aldrei gert) og inn á snyrtingu. Þar er þessi fíni spegill sem hann getur speglað sig í við raksturinn.

 

Ég er henni Önnu Bryndísi vinkonu minni varanlega þakklát fyrir að ætla mér að eignast þennan hest. Hann er mikill gleðigjafi.

 

Á góðum degi geysumst við

Galvösk fögnum vori.

Gæfan gekk með mér í lið

Já glaður töltir Spori


Ódýrt ei meir...

Þriðjudaginn 18. desember birtist í Bændablaðinu grein eftir mig sem var að megin efni þýdd og endursögð umfjöllun úr The Economist sem á forsíðu birti fyrirsögnina "Cheap no more". Síðan þá hef ég sagt frá hækkandi matvælaverði á markaðssíðu bændablaðsins í nær hverju einasta blaði. Þessi þróun hófst af fullum þunga á síðasta ári en samfellda hækkun á kornverði má rekja lengra aftur í tímann. Ástandið er í raun skelfilegt fyrir fátækustu íbúa jarðarinnar og kemur þungt niður á fátækum löndum sem eru háð innflutningi á matvælum sem mörg þeirra eru.
mbl.is Fjármálaráðherrar „í áfalli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband