Færsluflokkur: Bloggar

Bólgumóri er brjálaður...

Höff.... Alli gamli Greenspan leggur örugglega blessun sína yfir þetta. Á meðan leikur Bólgumjóri lausum hala hér á Fróni. Vextir hér á landi eru meira en SJÖFALDIR á við Bandaríkin. Næðingurinn um tómar buddur landsmanna er skelfilegur, Norðannæðingurinn er eins og Sunnan Þeyr í samanburði. Einstæðar mæður skammta spaghetti með smjöri á disk erfingjanna og reyna að skrapa saman hverri afgangskrónu til að borga niður skuldir eins og Ásgeir frændi minn ráðleggur okkur óbreyttum launþegum í Fréttablaðinu í gær. Ég hef ekki húmor fyrir þessu... Shocking . Venjulegt fólk á engan afgang til að borga niður skuldir eða leggja fyrir. Við eigum nóg með að reka heimilin við þessar kringumstæaður.  Nú hækkar allt samtímis, lánin, bensínið, nefndu það ja nema ef vera skyldi launin. Ég heimta Ameríska vexti og að Bólgumóri verði tjóðraður inni í grafhvelfinu Seðlabankans í eitt skipti fyrir öll.
mbl.is Bandarískir vextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... en var þeim ekki alvara allan tímann?

Þetta er undarleg yfirlýsing frá settum forstjóra. Var einhver ástæða til að ætla að fólkninu væri ekki alvara. Það er alvörumál að reka hátæknisjúkrahús, þjálfun hæfs starfsfólks hlýtur að taka tíma og kosta fé og nýtt fólk er ekki gripið upp. Ég er bara áhorfandi að þessum atburðum og svo heppin að þurfa ekki í dag á þessari þjónustu að halda. Það þýðir ekki bara að vona að eitthvað gerist ekki eins og forsætisráðherrann okkar lýsti yfir á forsíðu Fréttablaðsins í gær, þegar hann vonaði að verðbólgan minnkaði fljótt! Þeir sem eru í forstjórastólum eða ráðherrastólum bera ábyrgð og þurfa þar af leiðandi að AÐHAFAST!!
mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sögðu...

frúrnar í bænum um þetta.... ?Shocking  voru þessir kallar ekki best geymdir við að spila myllu úti á bæjartorginu...
mbl.is Eldri borgarar fá frítt viagra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er úti norðanvindur...

...og ég heimta að Bólgumóri verði tjóðraður inni í Seðlabankanum í þessu veðri. Nógur er næðingurinn samt!!!

Félagsmálin...

Dagurinn í dag hefur verið annasamur. Ég tel mig ekki beint félagsmálafrömuð en alltaf blundar þó í manni að taka þátt í slíku starfi. Þetta byrjaði í Íþróttafélagi Miklaholtshrepps í gamla daga. Þar tók ég við starfi ritara af Ellu heitinni í Miklaholti einhverntíma á unglingsárum. Þá var Guðbjartur frændi á Hjarðarfelli (þá enn laus og liðugur FootinMouth ) formaður og því minn fyrsti eiginlegi félagsmálakennari. Næsti félagsmálakennari og kennari til ökuréttinda var Níels Árni Lund. Í dag gegni ég ábyrgðarstörfum í tveimur félögum. Annað þeirra er Félag norrænna búvísindamanna - NJF. Þar er ég gjaldkeri. Dagurinn í dag fór í að berja saman reikninga félagsins því á morgun er aðalfundur. Þó reikningarnir hafi enn ekki hlotið blessun endurskoðanda er óhætt að greina frá því að hvaða ríkissjóður sem er gæti verið stoltur af þeim rekstri sem er á þessu félagi.... Wink . Ég ætla bara rétt að vona að Bólgumóri nái svo ekki í mína sjóði ...

Ekkert...

...blávatn þessir...Tounge
mbl.is Gas! Hringitónn slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

118 ....

auðvelt að muna, verður þetta næst neyðarnúmerið 112....prómill verðbólga -
mbl.is Verðbólgan „skelfileg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já en það sem hækkaði mest var...

Nýr bíll og varahlutir um 10,61% og innfluttar mat- og drykkjarvörur um 9,15%. Þær hækka meira en eldsneyti t.d. og meira en landbúnaðarvörur....

Þetta eru skelfilegar verbólgutölur.


mbl.is „Verðbólgutölur skelfilegar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki beint á óvart...

og engin von um vaxtalækkun á næstunni...Blush Maður verður líklega að reyna að fá lán í Óláni næst...


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég og strákarnir...

Þetta er búið að vera ljúf helgi. Í gær fór ég með þremur strákum í reiðtúr. Herra Þytur var í reiðkennslunni og sýndi knapanum hvernig góður hestur geysist á yfirferðartölti. Við skötuhjúin, ég og Spori, sátum eftir í jóreyknum Cool . Í dag fór ég ein með þá félaga, Þyt og Spora, í reiðtúr kringum Rauðavatnið. Þvílíkur vordagur, sól og blíða. Geisli var tekinn í lónseringu og allir fegnu verðlaun. Á eftir var bíllinn þrifinn. Við félagarnir í hesthúsinu höfum fengið þá hugmynd að skella okkur í "sleppitúr" á Stakkhamar um mánaðamótin maí/júní og kanna fjörurnar. Ja, það gæti nú bara orðið gaman. Þarf að finna nokkrar myndir og stinga hér inn á bloggið svo fólkið fái hugmyd um hvað það er að fara út í....Smile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband