Færsluflokkur: Bloggar
14.4.2008 | 15:45
Segðu...

![]() |
Vonbrigði á brúðkaupsnóttinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2008 | 16:39
Á hverju byggir þessi ályktun...
Ég er búin að lesa þann hluta skýrslunnar sem fjallar um matvælaverð. Þetta er samantekt á niðurstöðum og tilvitnunum í aðrar skýrslur verð ég að segja að víða er nokkuð vaðið á súðum. Ég sé enga eigin útreikninga skýrsluhöfunda að baka þessari niðurstöðu heldur er þessari tölu 25% slegið fram eftir að búið er að fjalla um niðurstöður annarra. Það sem vitað er er að matvælaverð í Finnlandi lækkaði um 11% við aðild. Samkeppni á matvörumarkaði þar tel ég líklega meiri en hér einfaldlega vegna stærðar markaðarins. Hver áhrifin yrðu hér á landi er afar flókið mál að mínu mati og verður ekki leyst úr þeirri gátu með röksemdafærslu af því tagi sem er að finna í þessari skýrslu.
![]() |
Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 15:55
Aflóga ullarhattur...
Í gær sá ég ullarhatt þegar ég leit í spegilinn heima . Ekki á annað að bregða en að drífa sig til Biddu í rúning...
. Árangurinn lét ekki á sér standa frekar en fyrri daginn, strákarnir virðast heldur hálslengri hér á göngunum við að horfa á eftir mér með nýju hárgreiðsluna og stelpurnar hæla okkur Biddu í hástert...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2008 | 15:12
Rekst þar hvað á annars horn...

![]() |
Segir Seðlabankann kominn út í horn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 11:11
Kjarabót...
![]() |
Farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 09:50
Örugg matvæli...
Gríðarlegar kröfur eru gerðar til íslenskra kjúklingabænda í þessu efni, miklu meiri en gerist í ESB með etv. undantekningu í Svíþjóð. Samkvæmt frumvarpi til laga um innleiðingu matvælalöggjafar ESB munu vörur sem ekki eru gerðar sömu kröfur til hvað kamphylobakter varðar eiga leið inn á íslenskan markað. Það skýtur skökku við eins og sóttvarnalæknir segir ef fara á að gefa eftir í þessu.
![]() |
Dregið stórlega úr kamfýlóbaktersýkingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2008 | 09:21
Þetta er alvöru vandamál...
...og ekki uppgötvað í síðustu viku. Birgðir af korni og mjólkurvörum eru þær minnstu í áraraðir. Þegar farið er að nota mat í stórum stil til að keyra bíla á lætur eitthvað undan.
![]() |
Hækkandi matarverð er alþjóðlegur vandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 16:08
hvað varð um...

![]() |
Samið við norræna seðlabanka? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2008 | 11:51
Útflutningstollar í stað innflutningshindrana
Æ fleiri ríki í heiminum grípa nú til þess ráðs að setja á útflutningstolla á matvæli til að halda niðri verði til neytenda innanlands. Síðustu tvær vikur hafa Kambódía, Indonesía, Kazakstan, Rússland, Argentína, Úkraína og Taíland tekið skrefið og innleitt útfluntingstolla eða aðrar útflutningstakmarkanir s.s. kvóta fyrir fjölmargar landbúnaðarafurðir til að bæta birgðastöðu innanlands og halda aftur af verðhækkunum gagnvart neytendum. Einnig má nefna Kína, Indland og Pakistan. Þessar aðgerðir verða hins vegar til þess að halda niðri verði til bænda og spurningin er því sú hvort afleiðingar aðgerða af þessu tagi til lengri tíma verða þær að bændur auka ekki framleiðslu sína og endirinn verði sá að þegar upp er staðið fáist minna af því sem maður vill fá meira af, þ.e.a.s. matvælum.
Mótmæli við hækkandi matvælaverði hafa blossað upp víða um heim nú síðast bárust fréttir um það frá hinu bláfátæka Haiti. Af öðrum löndum má nefna Mexíkó, Indonesíu og Burkína Faso.
Á sama tíma og útflutningslönd leggja tolla og aðrar takmarkanir á útflutning matvæla leitast þjóðir sem eru háðar innflutningi, við að byggja upp birgðir af matvælum. Dæmi um það eru Kína, Tyrkland og Íran. Báðar þessar aðgerðir eru síðan fallnar til þess að ýta undir hækkanir á heimsmarkaðsverði búvara.
Sem dæmi má nefna að verð á hrísgrjónum í Asíu náði methæðum í lok mars. Í janúar var verð á tonni af hrísgrjónum $380 en í lok mars var það $760/tonnið. Þrjátíu og fjögur ár eru síðan verð á hrísgrjónum var síðast sambærilega hátt. Meðalverð á hrísgrjónum árið 2007 var $334/tonn.
Í nýrri samantekt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Riding a wave sem nálgast má á www.imf.org, er fjallað um hækkað heimsmarkaðsverð á ýmsum hráefnum s.s. olíu og málmum, og matvælum. Ljóst er að hátt olíuverð hefur áhrif á matvælaverð þar sem allt að 20-50% af uppskeru maís og repjufræja er breytt í lífeldsneyti í sumum löndum. Þetta hefur hins vegar engin áhrif á bensínmarkaðinn því lífeldsneyti er aðeins um 1,5% af eldsneyti sem notað er á farartæki í sömu löndum.
![]() |
Óeirðir vegna hungurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 20:45
Grasmótoragengið - taka tvö!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)