Færsluflokkur: Bloggar
6.5.2008 | 15:29
Tími prófa og útskrifta...
Nú eru nemendur að uppskera í skólum, taka próf og útskrifast. Geisli litli hefur verið duglegur í skólanum í vetur og útskriftarveislan verður núna næstu daga. Hann tók lokaprófið á mánudaginn, fór einn í reiðtúr með Hrafnhildi og auðvitað var það ekkert mál. Hvort sem verður rigningarsumar eða ekki á ég að minnsta kosti einn Sólar-Geisla alltaf á sínum stað .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 20:13
Bólgumóri bítur...
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2008 er 300,3 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 3,4% frá fyrra mánuði.
Svona hófst fréttatilkynning Hagstofu Íslands þann 28. apríl sl. um breytingu á vísitölu neysluverðs. Vísitalan stendur nú í 300,3 stigum og gildir til verðtryggingar í júní n.k. Hvað þýðir þetta? Þegar þú lesandi góður vaknar mánudaginn 1. júní n.k. hefur hver milljón sem þú skuldar hækkað um 34.000 krónur. Ef þú skuldar 10 milljónir er talan 340.000 krónur. Veljið ykkur svo tölu! Þetta er hinn blákaldi veruleiki.
Þessi verðhækkun í lágvöruverðsverslunum er meiri en vísitala neysluverðs hækkaði. Svo er okkur almúganum bent á að vera ekki að eyða í vitleysu, kaupa ekki of mikið bensín benti föðurlegur forsætisráðherrann okkur á núna síðast. Satt að segja er bleiki sparigrísinn minn hálfhoraður þessa dagana.
![]() |
Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 11:45
"Geldingurinn" snýst á fullu...
Vorið bankar á fullu á gluggana hjá mér þessa dagana. Langþráð verð ég að segja. En því fylgir að hitastigið á skrifstofunni minni hækkar hratt. Í fyrra leitaði ég á náðir fjármálastjórans hér um að grípa til aðgerða til að kæla kontórinn. Hans fyrstu viðbrögð voru að bjóða mér gelding sem veifaði strútsfjöðrum til að kæla mig. Þetta reyndist þó full kostnaðarsamt þegar búið var að gera fjárhagsúttekt á tillögunni og í staðinn var keypt forláta stálvifta í Elko. Hún snýst núna á fullu en sama gagn og geldingur með strútsfjaðrir gerir hún örugglega ekki, amk myndi það vekja meiri athygli...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 17:31
Stakkhamarsfjörur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 15:16
Við vitum ekki hvað við höfum það gott...
Nú er til umfjöllunar á alþingi frumvarp til laga sem heimilar innflutning á hráu kjöti til Íslands. Við erum búin að kosta miklu til í gegnum árin við að viðhalda heilbrigði búfjár og til útrýmingar búfjársjúkdóma. Sérstaða okkar er sambærileg og t.d. Nýja-Sjálands sem í engu kvikar frá banni við innflutningi á hrávöru og heldur m.a. uppi öflugu eftirliti á flugvöllum meðal ferðamanna. Gin- og klaufaveiki skýtur öðru hverju upp kollinum í Evrópu. Síðast þegar það gerðist var sett útflutningsbann á kjöt frá Evrópu til Ameríku sem stóð í nokkrar vikur. Slíkt bann ef til kæmi myndi hafa áhrif á útflutning okkar á kjöti til þriðja lands eins og t.d. lambakjötsútflutning til Bandaríkjanna. Ekki er hægt að útiloka að gin og klaufaveiki geti borist til íslands með hráuum matvælum.
Það skýtur skökku við að frumvarp sem er ætlað til að auka matvælaöryggi neytanda gerir það í raun ekki þar sem kastað verður fyrir róða áralangri baráttu við salmonellu og camphylobacter í alifuglaeldi hér á landi.
![]() |
22 börn látin í faraldri í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 15:10
Mannréttindi brotin...
![]() |
Konum í Malasíu verði meinað að fara einar til útlanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 15:05
Athyglisvert...
![]() |
Gagnrýnir forystu SA og ASÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 20:53
Ofanúr Hólmsheiði...
Í dag var fyrstu fundur ættarmótsnefndar afkomenda Laufeyjar Valgeirsdóttur og Bjarna Jónssonar sem bjuggu í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi en þangað fluttu þau 1951 frá Asparvík á Ströndum. Nefndin hittist í Laufrimanum hjá Rúnu en í henni eru auk mín Kristinn Hjálmarsson, Hulda í Bjarnarhöfn og Björg kennslukona á Laugarvatni. Töluvert var skrafað og skeggrætt og hver veit... allavega helgin 8-10. ágúst er hér með frátekin, munið það öll.
Eftir að hafa raðað í mig kökum og kaffi hjá Rúnu tók ég "sprettinn" upp í hesthús. Þá var hætt að rigna og brostin á þessi bongó blíða. Við tríóið EB, Spori og Herra Þytur fórum upp í Hólmsheiði að skoða aðstæður. Þar er búið að leggja veg yfir reiðstíg sem þar var í fyrra ég var nú ekkert yfir mig hrifin af því en svona er nú það. Við fórum því aðra leið til baka og þar var búið að gera uppbyggðan reiðstíg þar sem áður var moldargata. Ekkert nema gott um það að segja, þarna er mikil umferð og komin fínasta leið. Heldur spillti þó að þurfa að ríða gamalt malbik til að komast aftur á reiðstíginn niður í Almannadal og Fjárborg. Spori sá þó við þessu með því að fara þessa leið í sem fæstum skrefum... lesist: Hann greip til yfirferðartölts og stökks svo þessu lyki sem fyrst og hann gæti gætt sér á hefðbundnum verðlaunum eftir reiðtúr...
. Og eins og alltaf... mér líður bara eins og sextánára þegar hann er í þessum fíling
. Við flýttum okkur meira að segja svo mikið að pískurinn sem ég var með með mér varð eftir á litla sinubalanum sem við stoppuðum á. Það er því erindi aftur upp í heiði á morgun að sækja hann og vonandi fara eitthvað lengra áleiðis upp að Hafravatni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 15:04
Hvað með...

![]() |
Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 21:38
Til hamingju með daginn launafólk
Sérstakar hamingjuóskir til Aðalsteins og félaga á Húsavík með nýja stéttarfélagið þar. Öflug stéttarfélög á landsbyggðinni eru gríðarlega mikilvæg í baráttu landsbyggðarinnar fyrir halda í störf og fólk. Það er líka gott að heyra og lesa um góða mætingu á fundinn á Húsavík sem og í Reykjavík. Framundan er gríðarlegt verkefni við að verja kjör launafólks, hemja Bólgumóra og halda ríkisstjórninni að verki. Hún virðist loksins hafa tekið eftir tilboði verkalýðshreyfingarinnar og fleiri hagsmunaaðilia um að efnt verði til þjóðarsáttar við að verja kjör fólksins í landinu. Að því þurfa margir að koma.
Ég játa að ég lét mig vanta á Ingólfstorg í dag, ég fór nefnilega vestur að Stakkhamri með kaupakonu til Laufeyjar systur. Þar bíða mikil vorverk við að brjóta tún og sá korni í flög. Því var þörf á liðsauka í mjaltabásinn og sjálfsagt mun Selma líka taka að sér að liðka Snerru og jafnvel Snældu meðan hún stoppar. Reyndar tók hún líka brynfákinn sinn með sér og getur hjólað á honum milli húss og bæja með afa sínum sem geysist um á nýja rafmagnshjólinu sínu. Takið eftir 75 ára bóndi keypti sér rafmagnshjól til að spara sér sporin og velja um leið umhverfisvænan ferðamáta. Hvernig væri að ríkisstjórnin tæki sér þetta sem fordæmi og keypti rafmagnsbíla undir þoturassana
Við skruppum að sjálfsögðu í reiðtúr og ég prófaði Smára gæja sem nú er kominn úr vistinni í Hallkelsstaðahlíð. Hann hefur margt lært. Umsögn Selmu var að hann væri sá flottasti í reiðtúrnum og mamma hann er svo taumléttur. Já það sést nefnilega svo greinilega það þarf bara rétt að nikka í hann og þá rennur hann á tölti. Það þarf bara að passa að hita hann varlega upp því hann er enn stífur á hægri hliðina og Sigrún var búin að benda mér á að ef upphitun væri ekki nógu góð gæti hann fundi fyrir stífleikanum og orðið kvíðinn og þá byrjar gamla sagan....
Eldri erfinginn situr hins vegar og keppist við að lesa undir stúdentspróf í félagsfræði. Nóg að gera í prófum og upplestri næstu 3 vikur hjá henni.
![]() |
Fjölmenni á 1. maí hátíð á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.5.2008 kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)