Færsluflokkur: Bloggar

Kemur ekki beint á óvart...

og engin von um vaxtalækkun á næstunni...Blush Maður verður líklega að reyna að fá lán í Óláni næst...


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég og strákarnir...

Þetta er búið að vera ljúf helgi. Í gær fór ég með þremur strákum í reiðtúr. Herra Þytur var í reiðkennslunni og sýndi knapanum hvernig góður hestur geysist á yfirferðartölti. Við skötuhjúin, ég og Spori, sátum eftir í jóreyknum Cool . Í dag fór ég ein með þá félaga, Þyt og Spora, í reiðtúr kringum Rauðavatnið. Þvílíkur vordagur, sól og blíða. Geisli var tekinn í lónseringu og allir fegnu verðlaun. Á eftir var bíllinn þrifinn. Við félagarnir í hesthúsinu höfum fengið þá hugmynd að skella okkur í "sleppitúr" á Stakkhamar um mánaðamótin maí/júní og kanna fjörurnar. Ja, það gæti nú bara orðið gaman. Þarf að finna nokkrar myndir og stinga hér inn á bloggið svo fólkið fái hugmyd um hvað það er að fara út í....Smile

Kartöflukonfekt ... tær snilld

Á miðvikudaginn var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera boðin í smá boð hjá einni af frægustu sveitastelpum Íslands. Uppistöðuhráefnið í veitingunum var kartöflur þar á meðal kartöflukonfekt!  Eitt það frumlegasta sem ég hef smakkað úr kartöflum og bragðaðist afar vel Wink


Fjárborg í herkví?

"Mamma! Það var eins gott að við fórum  ekki í hesthúsið í dag." Þetta sagði yngri erfinginn eftir að við horfðum á kvöldfréttir og Kastljósið. "Hestarnir hefðu orðið hræddir!". Já hestunum hefði eflaust brugðið í brún ef við hefðum farið nálægt þessum atburðum. Við erum óvön svona sjón hér í okkar litla friðsæla landi, enn ein áminning um hve gott við yfir höfuð höfum það hér á Fróni. Við munum rannsaka ummerkin eftir eggjakastið á morgun. Eitthvað fór úrskeiðis í morgun. Lögreglan þarf að hafa sín mál á hreinu en mótmæli verða líka að lúta tilteknum reglum.
mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litli Rauðhausinn minn...

Gæludýr geta verið ótrúlega elsk að eigendum sínum. Ég hélt að hundar væru í sérflokki hvað þetta varðar en er búin að komast að því að kettir geta verið mjög sérstakir líka. Fröken Skotta hér í næsta húsi varð skyndilega draghölt þegar eigandinn fór á hækjur eftir fótbrot um daginn. Ekkert amaði að kisu hins vegar. Sjálf ligg ég í bólinu í dag í kvefi og hita. Rauðhausinn minn er "fárveikur" með mér, hann er búinn að liggja við hliðina á mér og steinsofa síðan átta í morgun. Þetta kallar maður að sýna samkennd í verki...Happy

Sammála Þráni Bertelssyni...

Ég les oft skrif Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu og sleppi aldrei bakþönkunum hans. Í gær tók hann fyrir ummæli Geirs Haarde á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. "Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif". Eigum við sauðsvartur almúginn semsagt bara að sitja heima og horfa á sápuóperur í sjónvarpinu og bíða eftir að ráðamönnum þóknist að stíga út úr glerhúsum sínum og dreifa einhverjum dúsum og molum af borðum höfðingjanna til okkar. Nei þetta er ósköp einfaldlega hluti af því að búa í lýðræðisþjóðfélagi að opinber umræða um hver þau mál sem efst eru á baugi, getur farið fram. Vill einhver skipta????Pinch  

Vorvindar glaðir...

glettnir og hraðir...

Þannig byrjar skemmtilegt vorkvæði sem börnum er kennt í leikskólum. Einstaklega glaðlegt og fullt af litríkum orðum. Nú er þessi árstími einmitt að renna upp. Við ég og erfingjarnir höfum stundað hestamennskuna af meira en áður enda Kári og Stormur loksins hættir að ráða ríkjum í Hólmsheiðinni, það er frekar að Blær og Gola séu þar á ferðinni. Lóa litla og hrossagaukurinn eru farin að sýna sig í heiðinni, hjartað tók aukahopp um daginn þegar ég heyrði þytinn í gauknum í fyrsta skipti á þessu vori.

Síðast í kvöld skutlaði ég erfingjunum uppeftir og þær skelltu sér í reiðtúr á herra Þyt og Spora. Sjálf hef ég verið að skrölta við að halda áfram að temja Geisla litla, en sleptti reiðrúr í kvöld út af kvefi. Hrafnhildur hefur unnið gott verk með strákinn. Hún byggir á tamnigar sínar aðferð Mounty Roberts, "Af frjálsum vilja". Mikilvægur hluti er að bera virðingu fyrir þjálfaranum. Ég rokprófaði hann á fimmtudaginn og hann stóðst það með prýði. Í gær fór hann í fyrsta skipti niður i Víðidal og jújú ekki málið að fara á undan lífsreyndari hestum á refilstigum þar. Svo óð hann í fyrsta skipti yfir Hólmsánna, jú mamma ekki málið fyrst þú biður svona fallega! Semsagt, góður strákur hann Geisli.

Núna er hins vegar kominn annar góður strákur í bólið mitt, litli rauðhausinn er mættur til að þiggja knús og klapp. Eins gott að nýta færið meðan "Stóri-Moli" er hvergi nálægur...FootinMouth


Er þetta ekki...

besta mál?


mbl.is Íbúðalánasjóður lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal við sjálfa mig...

Frumvarp til laga um innleiðingu matvælalöggafar ESB og breytingar á undanþágum Íslands frá Viðauka I við EES samninginn liggur nú fyrir alþingi. Á www.bbl.is er nú að finna stutt viðtal við mig þar sem afstaða BÍ er reifuð. Afstaða almennings virðist eindregnari en margir áttu von á. Aftan á 24 stundum í dag er t.d. að finna eindregna afstöðu með íslenskum landbúnaði. Heilbrigði matvæla á Íslandi hefur nefnilega algera sérstöðu. Þjóðir í kringum okkur hafa sumarhverjar t.d. gefist upp í baráttunni við campylobacter í alifuglum. Við höfum hins vegar kostað til mikilli fyrirhöfn og fjármunum og náð einstæðum árangri. Samkvæmt frumvarpinu virðist síðan sem síðan megi ekki einu sinni vara almenning við ef slíkar vörur eru fluttar til landsins. Þetta er í algerri andstöðu við markmið frumvarpsins um að auka matvælaöryggi. FootinMouth

Púðrum nefið...

Við dömurnar þurfum þá ekki lengur að stressa okkur við að púðra nefið á kvennasnyrtingunni...Wink
mbl.is Pissuskálar í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband