Hákarlaverkun

Í morgun var mér bent á skemmtilega frásögn af upphafi hákarlaverkunar hér á landi, sjá hér . Það er því líklega ekki tilviljun að einn frægasti hákarlabóndi samtímans Hildibrandur í Bjarnarhöfn er fæddur og sleit barnsskónum í Asparvík ásamt 8 öðrum systkinum sínum. Það tíunda og yngsta fæddist eftir að fjölskyldan flutti að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi.

Frá því ég man eftir mér hefur hákarl verið hluti af matarmenningu þessarar fjölskyldu. Það var alltaf viðburður þegar hákarl kom heim að Stakkhamri frá afa og Hidda í Bjarnarhöfn. Auðvitað hefur verið reynt að venja erfingjana á þessar krásir, og árangurinn er 50%. Sá eldri smjattar á þessu góðgæti en sá yngri fitjar upp á trýnið.

Hákarlinn er stórmerkileg skepna og ekki að undra að fulltrúi valdstjórnarinnar í Strandasýslu og hans slekti færu betri menn á líkama heim til sín eftir að hafa rutt í sig hákarli í boði bóndans í Asparvík. Hákarlinn fæðir t.d. lifandi unga og fær ekki krabbamein. Margt fleira má segja um þessa "óvætt" en skemmtilegast er að fá fróðleikinn beint hjá heimafólkinu í Bjarnarhöfn með heimsókn í safnið sem þar hefur verið byggt upp á síðustu árum og er nú orðið vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

 


Verðhækkanir...

Var Finnur ekki að boða verðhækkanir á matvörum um daginn í mörgum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi... FootinMouth . Hann ætti að fara á námskeið með ónefndum borgarstjóra til að læra að kannast við það sem hann segir....
mbl.is Vísa gagnrýni Haga á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími prófa og útskrifta...

 Nú eru nemendur að uppskera í skólum, taka próf og útskrifast. Geisli litli hefur verið duglegur í skólanum í vetur og útskriftarveislan verður núna næstu daga. Hann tók lokaprófið á mánudaginn, fór einn í reiðtúr með Hrafnhildi og auðvitað var það ekkert mál. Hvort sem verður rigningarsumar eða ekki á ég að minnsta kosti einn Sólar-Geisla alltaf á sínum stað Smile.

geisli_a_Hrafnkelsstöðum


Bólgumóri bítur...

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2008 er 300,3 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 3,4% frá fyrra mánuði.

Svona hófst fréttatilkynning Hagstofu Íslands þann 28. apríl sl. um breytingu á vísitölu neysluverðs. Vísitalan stendur nú í 300,3 stigum og gildir til verðtryggingar í júní n.k. Hvað þýðir þetta? Þegar þú lesandi góður vaknar mánudaginn 1. júní n.k. hefur hver milljón sem þú skuldar hækkað um 34.000 krónur. Ef þú skuldar 10 milljónir er talan 340.000 krónur. Veljið ykkur svo tölu! Þetta er hinn blákaldi veruleiki.

Þessi verðhækkun í lágvöruverðsverslunum er meiri en vísitala neysluverðs hækkaði. Svo er okkur almúganum bent á að vera ekki að eyða í vitleysu, kaupa ekki of mikið bensín benti föðurlegur forsætisráðherrann okkur á núna síðast. Satt að segja er bleiki sparigrísinn minn hálfhoraður þessa dagana.


mbl.is Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Geldingurinn" snýst á fullu...

Vorið bankar á fullu á gluggana hjá mér þessa dagana. Langþráð verð ég að segja. En því fylgir að hitastigið á skrifstofunni minni hækkar hratt. Í fyrra leitaði ég á náðir fjármálastjórans hér um að grípa til aðgerða til að kæla kontórinn. Hans fyrstu viðbrögð voru að bjóða mér gelding sem veifaði strútsfjöðrum til að kæla mig. Þetta reyndist þó full kostnaðarsamt þegar búið var að gera fjárhagsúttekt á tillögunni og í staðinn var keypt forláta stálvifta í Elko. Hún snýst núna á fullu en sama gagn og geldingur með strútsfjaðrir gerir hún örugglega ekki, amk myndi það vekja meiri athygli...Grin


Þjóðargjöfin...

Það er skemmtilegt framtak hjá bókaútgefendum að færa okkur 30% afslátt á bókakaupum fyrir 3000 kr á þessum árstíma. Upplagt að birgja sig upp af góðu lesefni fyrir sumarfríið. Ég fór í dag með gamla inneignarnótu í Mál og menningu og verslaði eftirfarandi neon bækur.

Kona fer til læknis eftir Ray Kluun -  hún fer fyrst á náttborðið

Eftir skjálftann eftir Haruki Murakami - Japananskur eðalrithöfundur - mæli eindregið með honum

Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd - ja, tek hana í Póllandsferðinni í byrjun júní.

Nafnabókin eftir Amélie Nothomb, Linda mælir mikið með þessari, nú er komið að mér að lesa hana.

Barndómur eftir J.M. Coetzee - gerist í Suður-Afríku verður tekin með ferðalag í sumar.

Ef einhver sem les þetta hefur lesið Ristavélina þætti mér gaman að fá komment á hvort hún sé áhugaverð lesning.

Svo bendi ég ykkur á tónlistarmanninn Stevie Ray Vaughan, alger snillingur á gítar. Því miður lést hann af slysförum langt um aldur fram.


Stakkhamarsfjörur

Ég hrúgaði hér inn slatta af myndum sem teknar voru á Stakkhamarsfjörum og á leiðinni vestur með sjó í fyrra. Við fengum ægifallegt veður í báðum þessum reiðtúrum eins og sjá má. Vona að einhver hafi gaman af. Seinni myndirnar sem teknar eru á leiðinni vestur með sjó voru teknar á 16 ára afmælisdegi Lindu, 17. júlí 2007.

Við vitum ekki hvað við höfum það gott...

Nú er til umfjöllunar á alþingi frumvarp til laga sem heimilar innflutning á hráu kjöti til Íslands. Við erum búin að kosta miklu til í gegnum árin við að viðhalda heilbrigði búfjár og til útrýmingar búfjársjúkdóma. Sérstaða okkar er sambærileg og t.d. Nýja-Sjálands sem í engu kvikar frá banni við innflutningi á hrávöru og heldur m.a. uppi öflugu eftirliti á flugvöllum meðal ferðamanna. Gin- og klaufaveiki skýtur öðru hverju upp kollinum í Evrópu. Síðast þegar það gerðist var sett útflutningsbann á kjöt frá Evrópu til Ameríku sem stóð í nokkrar vikur. Slíkt bann ef til kæmi myndi hafa áhrif á útflutning okkar á kjöti til þriðja lands eins og t.d. lambakjötsútflutning til Bandaríkjanna. Ekki er hægt að útiloka að gin og klaufaveiki geti borist til íslands með hráuum matvælum.

Það skýtur skökku við að frumvarp sem er ætlað til að auka matvælaöryggi neytanda gerir það í raun ekki þar sem kastað verður fyrir róða áralangri baráttu við salmonellu og camphylobacter í alifuglaeldi hér á landi.


mbl.is 22 börn látin í faraldri í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi brotin...

Þetta er að sjálfsögðu gróft mannréttindabrot en í mörgum löndum þrífst kúgun kvenna svo með ólíkindum er. Hvað geta alþjóðastofnanir á borð við SÞ gert í málum af þessu tagi. Er Ísland ekki að seilast til frekari áhrifa á þessum vettvangi. Sendir Ísland eða önnur vestræn ríki sem hafa stjórnmálasamband við Malasíu formleg mótmæli við áformum af þessu tagi. Er íslenski utanríkisráðherran ekki kona sem hóf sinn frama í stjórnmálum undir merkjum Kvennalistans. Hvað hefur hún um þetta mál að segja??
mbl.is Konum í Malasíu verði meinað að fara einar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert...

Ég er eiginlega ekki hissa á að Egill sé undrandi á þessu frumhlaupi þeirra félaga. Þessir menn Hannes og Grétar verða í eldlínunni á næstu vikum verði stofnað til samráðs ríkisins, atvinnulífsins og launþega um að kveða Bólgumóra niður.
mbl.is Gagnrýnir forystu SA og ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband