Sauðburður og sólskin

Veðrið leikur aldeilis við okkur þessa dagana. Í gær fórum við Selma norður í Húnavatnssýslu, nánar tiltekið hún að Akri til Jóhönnu og ég á fund á Blönduósi um matvælafrumvarpið svokallað. Selma fór að sjálfsögðu í fjárhúsin með Helgu og var harla ánægð með heimsóknina, hlýjar móttökur eins og alltaf á Akri. Hún sá fullt af lömbum og skellti sér í morgunn i skólann í peysunni með kindalyktinni Cool.

Fundurinn á Blönduósi var afar vel sóttur svona um hábjargræðistímann hjá sauðfjárbændum, um 40 manns. Það er alltaf gaman að fara í svona ferðir og ræða mál sem varða miklu. Það er grundvallarbreyting ef leyfa á innflutning á fersku kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk og t.d. ostum úr ógerilsneyddri mjólk, til Íslands. Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur flutti fróðlegt erindi um sjúkdómastöðu og þá áhættu sem slíkum innflutningi getur fylgt og nefndi dæmi um tjón sem hlotist hefur af þegar skæðir búfjársjúkdómar hafa komið upp í nágrannalöndunum í tengslum við hrámeti. Eitt svona slys gæti t.d. gert útaf við íslenska geitastofninn.

En góða veðrið "lemur" ákaft á gluggann núna - ég held að það endi með hesthúsferð seinnipartinn Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband