6.2.2008 | 18:31
Áfram dagar ólmir æða...
ekkert á því lát.
Vill einhver bonta?
Jæja það er nóg að gera í Mýrinni og Höllinni þessa dagana. Þó það hafi ekki verið ætlun mín að minnast á vinnuna hér á blogginu hafa gríðarlegar hækkanir á áburði og á heimsmarkaðsverði kornvara tekið hug minn hálfan upp á síðkastið, (ekki sjens að það verði meira). Meira um það á www.bondi.is
En af hestunum er það að frétta að Smári er farinn í vist að Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal. Skúli bóndi kennir honum vonandi háttprýði og siðsemi svo það verði á allra færi að njóta hæfileika hans á eftir. Nógur er gangurinn og hæfileikarnir. Í staðinn er herra Þytur kominn til dvalar í Fjárborg. Það gullu við húrrahróp í Mýrinni þegar það fréttist og svo er aldrei að vita nema hann nýtist til reiðkennslu síðar meir. Pabbi var svo elskulegur að ferja strákana fyrir mig í dag og svo átti Kvika litla að fá að fara aftur heim að Stakkhamri frá Hlíð en þar er hún búin að vera í tvo mánuði, orðin dugleg og veraldarvön.
Vonandi verður Þytur járnaður í kvöld og þá verður nú aldeilis hægt að hafa gaman af útreiðum ef veður leyfir næstu daga.
Athugasemdir
Það er þá von til þess að Smári skilji orðið var-lega,það er nú ekki töffaraskapur að vera skipt út og sendur í sveit.(gott að Breiðavík er ekki lengur rekið í þeirri mynd sem var)en vonandi verður Smári betri til reiða eftir sveitaferðina
Smávegis úr orðabókinni
Ger legur----notaðar á persónur
Sængur-legur ---á ekki við í dag.það eru engar sængur lengur
Yfir-lega -------------fyrir námsmenn og nörda
Höfuð-lega ----getur átt við kodda
Og ekki má gleyma Lag-legur á við t.d um mig og yfirbloggarann ,
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 19:38
Nú er ég forvitin hvaða botni þú lumar á. Ég smíðaði tvo, var ekki ánægð með þann fyrri svo ég bar gerði annan, finnst sá seinni betri:
Áfram dagar ólmir æðaekkert á því lát.
Sólargeislar snjóinn bræða
við skulum vera kát Áfram dagar ólmir æða
ekkert á því lát.
Njóta viljum vorra gæða
á völtum lífsins bát.
Kristjana Bjarnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:10
Þetta er ömurlegt forrit. Ruglar öllum línum. fer alveg með fegurðarskynið mitt. ´Hér kemur þetta aftur
Áfram dagar ólmir æða
ekkert á því lát.´
Sólargeislar snjóinn bræða
við skulum vera kát.
Áfram dagar ólmir æða
ekkert á því lát.
Njóta viljum vorra gæða
á völtum lífsins bát.
Kristjana Bjarnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:12
Enn er þetta ömurlegt reyni enn einu sinni.
Áfram dagar ólmir æða
ekkert á því lát.´
Sólargeislar snjóinn bræða
við skulum vera kát.
Áfram dagar ólmir æða
ekkert á því lát.
Njóta viljum vorra gæða
á völtum lífsins bát.
Kristjana Bjarnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:14
Gefst upp
Kristjana Bjarnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:14
Heyrðu þetta er fínt hjá þér systir góð. Ég var ekki með neitt í huga en seinni botninn þinn er mitt val.
Heyrðu Galdrakall - hvað er með rúm-lega..........er það lega í rúm eða lega sem er of stór
eða lega í rúminu,,,,
ég verð bara að finna þessa orðabók aftur .......
Erna Bjarnadóttir, 6.2.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.