Saga frá Lapplandi....

Ég er svo heppin að vera í skemmtilegu starfi sem hefur gefið mörg tækifæri til að ferðast sérstaklega til Norðurlandanna. Ég hef komið til Svíþjóðar, norður í Lofoten í Noregi, til Rovaniemi  þar sem jólasveinninn í Finnlandi á heima Errm og Hróarskeldu í Danmörku svo dæmi séu nefnd. Margar skemmtilegar sögur hafa verið sagðar í matarboðum sem fylgja þessum ferðum og hér kemur saga frá Lapplandi.

 Eins og flestir vita eru Lappar með eindæmum hraustir og duglegir. Sagan segir frá ungu Lappa pari sem innsiglaði ást sína með því að ganga í hjónaband. Ungi Lappinn lét ekki sitt eftir liggja og naut ásta með konu sinni nóttina fyrstu, annan daginn, aðra nótt, þriðja daginn og þriðju nóttina. Þá tóku þau sér hvíld til að nærast og neyta drykkjar. Að því búnu snýr ungi Lappinn sér að konu sinni og segir: Ja nú sérðu mig ekki næstu þrjá daga ástin mín. Brúðurin unga varð hálf hvumsa, hafði hún ekki staðið sig, ætlaði brúðguminn að yfirgefa hana?? Nei elskan mín, nú gerum við það "baks om"Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur þó ekki verið Landbúnaðarmálaráðherra Finnlands Kalituni og konan hans....og hún kannski kynfræðingur og heitir Nartaitillana

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband