Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.7.2008 | 10:26
Breytt starfsumhverfi
Allt kapp er lagt á að fyrirhugaður ráðherrafundur í vikunni 21.-26. júlí skili árangri. Falconer sagði á aðalfundi IFAP í Varsjá að flest sem eftir væri að ná samkomulagi um í landbúnaðarhluta viðræðnanna yrði að leysa á ráðherrafundi. Viðræðurnar snúast síðan einnig um NAMA - Non-agriculturala-market-access. Aðildarþjóðir reyna hver um sig að ná ásættanlegu jafnvægi í öllum þáttum viðræðnanna áður en samningum lýkur. Viðbúið er að staðan í Bandaríkjunum sé ekki fallin til að liðka fyrir lyktum samninga nú. Bæði juku Bandarísk stjórnvöld stuðning sinn við búvöruframleiðendur í vor og síðan eru forsetakosningar í haust.
Engu að síður er búið að liggja fyrir síðan í júli 2004 að hverju stefndi. Enginn vafi er á að nýt samkomulag innan WTO mun kalla á umtalsverðar breytingar ár rekstrarumhverfi landbúnaðarins hér á landi.
Tollar lækki um 66-75% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2008 | 16:11
Gamalt vín...
Tölurnar um verðmun milli landa í skýrslu Samkeppniseftirlitsins birtust í fréttum fyrir ári síðan og voru þá til umfjöllunar. Verðlag á Íslandi er 64% hærra en að meðaltali í 27 ESB löndum, 42% hærra en í ESB 15 (aðildarþjóðum fyrir austurstækkunina). Samt eyða Íslendingar lægra hlutfalli af útgjöldum sínum til kaupa á matvöru en margar V-Evrópu þjóðir t.d. Ítalir og Frakkar. Þeir fá líka hærri laun en launafólk í flestum löndum OECD. Munurinn á Íslandi og Danmörku var 12,7% 2003 en 15,5% 2006, nb. áður en vsk á mat var lækkaður. Það væri glæsilegur árangur að ná matvöruverði hér niður á svipað stig og í Danmörku en óvíst hvort það væri raunhæft, þar sem margt virkar til hærra vöruverðs hér en þar s.s. smæð markaðarins, fjarlægð frá öðrum mörkuðum sjá t.d. verðmun á brauði og kornvörum, og fákeppni hér. Matvælaverð í Finnlandi lækkaði um 11% við ESB aðild. Að gefa til kynna verðlag hér sé 60-70% hærra en eðlilegt megi teljast og gæti fengist með ESB aðild eru ósvífnar blekkingar.
Verð á mat 64% hærra en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 22:27
Ísland er ágætt -
8.3.2008 | 21:40
Ríkir neyðarástand í Reykjavík...?
Undanfarnar vikur og mánuði hef ég horft héðan úr pólitíska örygginu í Mýrinni á "ófriðinn" í nágrannasveitarfélaginu. Ef ég byggi í þessum hreppi held ég að mér myndi finnast tæpast nokkur stjórn ríkja, peningar renna í kofaþyrpingu við Laugaveg og síðasta útspili nýja borgarstjórans, samkvæmt Sigmund í Mogganum í dag, er að borga konum fyrir að fara heim og passa börnin sín... eða misskildi ég eitthvað. Umræður á kaffistofunni í hesthúsinu í gær urðu til þess að ég fletti upp í sveitarsjórnarlögum. Þar segir svo:
26. gr. Sveitarstjórn óstarfhæf vegna neyðarástands.
Nú verður sveitarstjórn óstarfhæf tímabundið vegna neyðarástands í sveitarfélaginu, svo sem af völdum náttúruhamfara, og getur þá ráðuneytið að beiðni sveitarstjórnarinnar falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný.
Tja.... neyðarástand er eflaust skilgreiningaratriði og kannske er það langsótt að þeir félagar Ólafur F. og Villti Villi gangi á fund Jóhönnu Sigurðardóttur með svona erindi, en sú tilhugsun að í næstu alþingiskosningum verði Reykjavík orðin "Kópavogur norður" finnst mér nú frekar kátleg....