Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Breytt starfsumhverfi

Allt kapp er lagt á að fyrirhugaður ráðherrafundur í vikunni 21.-26. júlí skili árangri. Falconer sagði á aðalfundi IFAP í Varsjá að flest sem eftir væri að ná samkomulagi um í landbúnaðarhluta viðræðnanna yrði að leysa á ráðherrafundi. Viðræðurnar snúast síðan einnig um NAMA - Non-agriculturala-market-access. Aðildarþjóðir reyna hver um sig að ná ásættanlegu jafnvægi í öllum þáttum viðræðnanna áður en samningum lýkur. Viðbúið er að staðan í Bandaríkjunum sé ekki fallin til að liðka fyrir lyktum samninga nú. Bæði juku Bandarísk stjórnvöld stuðning sinn við búvöruframleiðendur í vor og síðan eru forsetakosningar í haust.

Engu að síður er búið að liggja fyrir síðan í júli 2004 að hverju stefndi. Enginn vafi er á að nýt samkomulag innan WTO mun kalla á umtalsverðar breytingar ár rekstrarumhverfi landbúnaðarins hér á landi.


mbl.is Tollar lækki um 66-75%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt vín...

Tölurnar um verðmun milli landa í skýrslu Samkeppniseftirlitsins birtust í fréttum fyrir ári síðan og voru þá til umfjöllunar. Verðlag á Íslandi er 64% hærra en að meðaltali í 27 ESB löndum, 42% hærra en í ESB 15 (aðildarþjóðum fyrir austurstækkunina). Samt eyða Íslendingar lægra hlutfalli af útgjöldum sínum til kaupa á matvöru en margar V-Evrópu þjóðir t.d. Ítalir og Frakkar. Þeir fá líka hærri laun en launafólk í flestum löndum OECD. Munurinn á Íslandi og Danmörku var 12,7% 2003 en 15,5% 2006, nb. áður en vsk á mat var lækkaður. Það væri glæsilegur árangur að ná matvöruverði hér niður á svipað stig og í Danmörku en óvíst hvort það væri raunhæft, þar sem margt virkar til hærra vöruverðs hér en þar s.s. smæð markaðarins, fjarlægð frá öðrum mörkuðum sjá t.d. verðmun á brauði og kornvörum, og fákeppni hér. Matvælaverð í Finnlandi lækkaði um 11% við ESB aðild. Að gefa til kynna verðlag hér sé 60-70% hærra en eðlilegt megi teljast og gæti fengist með ESB aðild eru ósvífnar blekkingar.


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er ágætt -

þrátt fyrir allt, er titill á "blogggrein" aftan á 24 stundum í dag. Greinarhöfundur heldur því fram að allir sitji við sama borð þegar eitthvað bjátar á s.s. alvarleg veikindi. Því miður er þetta bara alls ekkert svona. Fólk sem býr úti á landi og þarf til sérfræðinga syðra fær takmarkaða styrki vegna kostnaðar sem af slikum ferðum leiðir. Ekki eru allir sérfræðilæknar með gilda samninga við Tryggingastofnun s.s. bæklunarlæknar. Ef venjulegur íslendingur þar að láta taka nagla úr löpp eftir fótbrot kostar slíkt á þriðja tug þúsunda að mér skilst. Ég ætla ekki að hætta mér út í að telja upp fleiri dæmi af þessu tagi en þau eru til. Greinarhöfundur segir að sig hrylli við þeirri tilhugsun að jöfnuður ríki ekki að þessu leyti. Líklega er hann svo heppinn að vera heilsuhraustur og þurfa sjaldan til læknis og hafa ekki kynnt sér málið betur. Angry

Ríkir neyðarástand í Reykjavík...?

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég horft héðan úr pólitíska örygginu í Mýrinni á "ófriðinn" í nágrannasveitarfélaginu. Ef ég byggi í þessum hreppi held ég að mér myndi finnast tæpast nokkur stjórn ríkja, peningar renna í kofaþyrpingu við Laugaveg og síðasta útspili nýja borgarstjórans, samkvæmt Sigmund í Mogganum í dag, er að borga konum fyrir að fara heim og passa börnin sín... Shocking eða misskildi ég eitthvað. Umræður á kaffistofunni í hesthúsinu í gær urðu til þess að ég fletti upp í sveitarsjórnarlögum. Þar segir svo: 

26. gr. Sveitarstjórn óstarfhæf vegna neyðarástands.
Nú verður sveitarstjórn óstarfhæf tímabundið vegna neyðarástands í sveitarfélaginu, svo sem af völdum náttúruhamfara, og getur þá ráðuneytið að beiðni sveitarstjórnarinnar falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný.

Tja.... neyðarástand er eflaust skilgreiningaratriði og kannske er það langsótt að þeir félagar Ólafur F. og Villti Villi gangi á fund Jóhönnu Sigurðardóttur með svona erindiTounge, en sú tilhugsun að í næstu alþingiskosningum verði Reykjavík orðin "Kópavogur norður" finnst mér nú frekar kátleg....Sideways


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband