Ríkir neyðarástand í Reykjavík...?

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég horft héðan úr pólitíska örygginu í Mýrinni á "ófriðinn" í nágrannasveitarfélaginu. Ef ég byggi í þessum hreppi held ég að mér myndi finnast tæpast nokkur stjórn ríkja, peningar renna í kofaþyrpingu við Laugaveg og síðasta útspili nýja borgarstjórans, samkvæmt Sigmund í Mogganum í dag, er að borga konum fyrir að fara heim og passa börnin sín... Shocking eða misskildi ég eitthvað. Umræður á kaffistofunni í hesthúsinu í gær urðu til þess að ég fletti upp í sveitarsjórnarlögum. Þar segir svo: 

26. gr. Sveitarstjórn óstarfhæf vegna neyðarástands.
Nú verður sveitarstjórn óstarfhæf tímabundið vegna neyðarástands í sveitarfélaginu, svo sem af völdum náttúruhamfara, og getur þá ráðuneytið að beiðni sveitarstjórnarinnar falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný.

Tja.... neyðarástand er eflaust skilgreiningaratriði og kannske er það langsótt að þeir félagar Ólafur F. og Villti Villi gangi á fund Jóhönnu Sigurðardóttur með svona erindiTounge, en sú tilhugsun að í næstu alþingiskosningum verði Reykjavík orðin "Kópavogur norður" finnst mér nú frekar kátleg....Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort það ríkir neyðarástand í Reykjavík skal ég ekki dæma um enda ekki í Borgarstjórn......en Samfylkingin heldur það og VG segja það.... að svo sé.....

Er ekki best úr því sem komið er að gefa fólkinu vinnufrið og sjá hvað setur.Þetta er nú ekki fyrsta uppákoman í þessum Sirkus hvort eð er.Borgarbúar fara að vera vanir þessu. 

En að öðru hjá þér Erna....alltaf finnst mér nú svolítið skrítið þegar foreldrar segjast vera heima að passa börnin sín......hver á að passa þau?Og ef þetta er svona leiðinlegt að vera heima hjá sínum eigin börnum afhverju er fólk þá að eiga þau.Fyrir leikskólana? Sjálfur er eg alinn upp á heimili þar sem móðir mín var heima þar til við vorum komin yfir fermingu og erum við 4 á sitthvoru árinu........hefði ekki getað hugsað mér betra heimili og þakklátara starf en  það mæður okkar reiddu af hendi hér í den enda var ekki þessi upplausn á heimilum þá eins og er í dag.Húsmóðurstarfið er göfugasta starf sem til er,kannski vanþakklátt og litils metið en það er má segja að mörgu leit Rauðsokkum og kvennabáráttunni að kenna.Það var farið að líta niður á þetta þegar sú barátta hófst en þetta er eitt merkilegasta og besta starf sem til er.En þetta er jú bara mín skoðun.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband