Ísland er ágætt -

þrátt fyrir allt, er titill á "blogggrein" aftan á 24 stundum í dag. Greinarhöfundur heldur því fram að allir sitji við sama borð þegar eitthvað bjátar á s.s. alvarleg veikindi. Því miður er þetta bara alls ekkert svona. Fólk sem býr úti á landi og þarf til sérfræðinga syðra fær takmarkaða styrki vegna kostnaðar sem af slikum ferðum leiðir. Ekki eru allir sérfræðilæknar með gilda samninga við Tryggingastofnun s.s. bæklunarlæknar. Ef venjulegur íslendingur þar að láta taka nagla úr löpp eftir fótbrot kostar slíkt á þriðja tug þúsunda að mér skilst. Ég ætla ekki að hætta mér út í að telja upp fleiri dæmi af þessu tagi en þau eru til. Greinarhöfundur segir að sig hrylli við þeirri tilhugsun að jöfnuður ríki ekki að þessu leyti. Líklega er hann svo heppinn að vera heilsuhraustur og þurfa sjaldan til læknis og hafa ekki kynnt sér málið betur. Angry

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Því miður er jöfnuður í okkar annars ágæta landi á undanhaldi.

Kristjana Bjarnadóttir, 16.4.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband