Breytt starfsumhverfi

Allt kapp er lagt á að fyrirhugaður ráðherrafundur í vikunni 21.-26. júlí skili árangri. Falconer sagði á aðalfundi IFAP í Varsjá að flest sem eftir væri að ná samkomulagi um í landbúnaðarhluta viðræðnanna yrði að leysa á ráðherrafundi. Viðræðurnar snúast síðan einnig um NAMA - Non-agriculturala-market-access. Aðildarþjóðir reyna hver um sig að ná ásættanlegu jafnvægi í öllum þáttum viðræðnanna áður en samningum lýkur. Viðbúið er að staðan í Bandaríkjunum sé ekki fallin til að liðka fyrir lyktum samninga nú. Bæði juku Bandarísk stjórnvöld stuðning sinn við búvöruframleiðendur í vor og síðan eru forsetakosningar í haust.

Engu að síður er búið að liggja fyrir síðan í júli 2004 að hverju stefndi. Enginn vafi er á að nýt samkomulag innan WTO mun kalla á umtalsverðar breytingar ár rekstrarumhverfi landbúnaðarins hér á landi.


mbl.is Tollar lækki um 66-75%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Sæl Erna.  Hvað sérðu fyrir þér í þessu ?

Gildistími ?

Aðlögunartími ?

Einhver sér Íslensk ákvæði ? Bestu kveðjur.

Skákfélagið Goðinn, 10.7.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sæll Hermann. Já það verða ákvæði um aðlögun á fimm árum þar sem tollar og stuðningur lækka í áföngum. Ekki er sérstakur gildistími, samningar WTO (áður GATT) hafa virkað þannig að eftir aðlögunartíma hafa samningarnir síðan staðið óbreyttir þar til þá nýir samningar um sömu mál leysa eldri af hólmi.

Bestu kveðjur

Erna Bjarnadóttir, 16.7.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Nú hefur verið reynt oft áður að semja um þetta og alltaf hefur það farið út um þúfur, þó látið hafi verið að því liggja að samningar séu að takast.

Eru líkur á að samningar takist í þetta skiptið meiri en áður ? 

Skákfélagið Goðinn, 16.7.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já ég tel að líkurnar séu meiri nú, það er búið að vinna talsvert í samningsdrögunum síðan í vetur og gera m.a. ráðstafanir til aðkoma til móts við sjónarmið ríkja eins og Íslands og Noregs sem eru með tiltölulega háa tolla á mikilvægum vöruflokkum fyrir innlendan landbúnað. Falconer formaður landbúnaðarnefndarinnar hefur líka sagt að búið sé að semja um flest það sem hægt er að ljúka af embættismönnum, það sem eftir standi verði að vinna á ráðherrastigi. Eftir sem áður eru enn ljón á veginum. Náist hins vegar ekki að ljúka samningum nú telja margir að bíða verði í nokkur ár. Það er því mikilvægt fyrir trúverðugleika WTO að leggja mikið undir til að ljúka þessu verkefni nú.

Erna Bjarnadóttir, 18.7.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband