26.5.2008 | 10:14
H-Dagur ... dagur fyrir heiðurs skot!
Í dag er merkisdagur:
40 ár síðan ég varð sex ára
40 ár síðan hægri umferð var lögleidd á Íslandi
Linda fer á Bob Dylan tónleika
Selma fór í skólabúðir á Reykjum og verður fram á föstudag, svolítið eins og að fara í heimavistarskóla
Moli varð eins árs í gær - samkvæmt opinberu fæðingarvottorði
Þytur, Spori og Geisli fara í sveitina og útreiðatímabilinu hér í bænum því lokið. Takk fyrir veturinn strákar mínir. Þið hafið staðið ykkur vel og verið sannir gleðigjafar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.5.2008 | 11:37
Kona fer til læknis...
Í Noregsferðina lauk ég við bókina "Kona fer til læknis" eftir hollenska rithöfundin Ray Kluun. Þetta er frábærlega skrifuð bók. Persónur bókarinnar gætu búið í næsta húsi eða næstu götu. Svikalaus lýsing á mannlegum brestum og hvernig kynhvötin drífur okkur áfram, mannlegt eðli í gleði og sorg. Bók fyrir fullorðið fólk um tilfinningaskalann.
Á bókarkápu segir: "Kona fer til læknis miskunnarlaus lýsing á sambandi karls og konu. Sagan er full af gáska og innileika en laus við falska tilfinningasemi. Þetta er ágengur en um leið blíður óður til ástarinnar."
Ég mæli eindregið með henni.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 21:06
Gæsahúð...
Gamla brýnið fékk snert af gæsahúð af að horfa á Regínu og Friðrík. Metnaður og kraftur í flutningnum, það verður ekki frá þeim tekið.
Annars var ekki um vonbrigði að ræða þegar kom að fjölbreytni í lagasmíð og tilþrifum í flutningi. Flytjandi Bosníu og Herzegovínu var háfgerð múmía, Finnarnir rokkuðu, þétt band. Pólland sýndi silikon og rifbein. Sú sænska var hins vegar nokkuð strekkt, sýndist hún vera með poka undir augunum og hökutopp..... Líklega slatti af saumum á bak við eyrun. Azerbajesku strákarnir voru athyglisverðir fiðurhausar. Um Frakkland ætla ég ekki að hafa mörg orð - loðið kvenfólk er ekki fyrir minn smekk. En Spánverjar...... hljóta að komast í hóp ósmekklegustu búninga fyrr og síðar. Rússar voru bara se..
... En nú drögum við andann djúpt... veðja á 4. sæti fyrir okkar fólk og svo sjáum við til
![]() |
Flutningur Eurobandsins gekk vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 11:29
Siglt eftir vindi...
Aðflugi að Keflavíkurflugvelli fylgir viss tilfinning. Svona Ísland er land mitt tilfinning. Hér á ég heima og fer með glöðu geði í kuldagalla, regngalla og annan búnað til að verjast náttúruöflunum, ekki vil ég vera án þeirra. En því miður virðist mér Ísland vera að verða frægt að endemum í útlöndum eða allavega sumir Íslendingar. Nýverið reyndu íslenskir "fjárfestar" að kaupa stórt símafyrirtæki í Finnlandið "fyrir lánaða peninga" eins og það var orðað í mín eyru. Hneykslan viðmælanda míns leyndi sér ekki. Stjórn fyrirtækisins vili ekki sjá þessa kaupendur og sölunni var því hafnað.
Utanríkisráðherran okkar blessuð er líka fræg fyrir þá endaleysu sína að vera á mót hvalveiðum í ríkisstjórn en styðja hana á alþjóðavettvangi. Fundarmönnum sem ég var með á fundi í Osló í gær var kunnugt um þetta og það var hlegið að þessu. Halda menn að það sé hægt að segja hvað sem er á íslensku af því að útlendingar skilji hana ekki! Nei, þetta verður seint toppað nema þá eins og Þráinn Bertelsson segir í Fréttablaðinu í dag: Að vera á móti hvalveiðum á daginn og með þeim á nóttunni... eða var það öfugt. Það er nú lítil sál í svona pólitík og dapurlegt að þurfa að ræða slíka framkomu æðstu manna og kvenna þjóðarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 21:00
Til hamingju Ísland
Ísland komið áfram í Eurvision þá er allavega partý fært er það ekki krakkar
. Ég missti því miður af flutningnum, var í dýrindis kvöldverði í nýja Óperuhúsinu í Osló. Það er reyndar ótrúlegt að Danmörk, Noregur og nú Ísland séu að verja offjár til að reisa hús utanum Mið-Evrópska hástéttar menningu. En þetta er flott hús sem hefur verið reist hér, kostaði líka 900 milljónir Evra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2008 | 15:06
Auka gat á beltið...
Eru háir vextir ekki hluti af verðbólgu og háu verðlagi . Ef ég er að selja vöru eða þjónustu þarf ég fjármagn... ef vextir hækka þá....hmmmm...
.
Ég held að hagsýnar húsmæðu landsins séu farnar að kaupa kjöt til vikunnar á helgartilboðum, fara með skóna sína í viðgerð og kaupa ársbirgðir af nærfötum ef þær komast til útlanda. Á ýmsu er okrað á Fróni en ég held að flest sé toppað þegar kemur að undirfötum.......
![]() |
Ótvíræð merki um að eftirspurn er að dragast saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 14:47
Samfélagsspegill...
Mér finnast flugvellir alltaf stórkostlegur samfélagsspegill. Þar finnst fólk af öllum stærðum og gerðum. Feitt fólk, grannt fólk, frægt fólk, herra og frú Nobody, börn og fullorðnir.
Ég fór með Icelandair til Oslóar í morgun. Innritaði mig á netinu í gær. Búið var að færa mig um sæti þegar ég kom á flugvöllinn og inni í flugvélinni hófust hrókeringar á ný þar sem börn höfðu verið innrituð í sæti við neyðarútganga. Auðvitað verður maður við beiðni um að færa sig en þetta á nú ekki að þurfa að gerast. Kannske væri einfaldast að ekki sé unnt að innrita í sæti við neyðarútganga á netinu. Eitthvað klikkaði allavega.
Nýja platínukortið mitt virkaði sam aðgangsmiði í Saga Bisness lounge, ekki amalegt. Þarf að senda bankastjóranum mínum kveðju. Gömul kona smeygði sér svo meðfram röðinni í flugvélina til að spara sér stöðu í röðinni. Önnur hafði nöldrað við ungan mann í öryggiseftirlitinu og þóst ekki skilja að hann vildi skoða handfarangur hennar. (Hvorug var íslensk ef það skyldi skipta einhvern máli). Þegar á Gardemoen var komið gáfu íslenskir fegðar sig á tal við mig, faðirinn var að missa af framhaldsflugi en töskur ókomnar. Þeir leituðu til mín að taka þann yngri undir minn væng og fylgja til mömmu sinnar sem beið frammi. En það slapp, töskur þeirra skiluðu sér áður en pabbinn þurfti að fara. Það var auðvitað sjálfsagt að hjálpa ef til hefði komið.
Bið að heilsa héðan úr blíðunni í Osló, frábært að sitja á hótelherbergi með tölvuna í kjöltunni og blogga!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 16:21
Lýðræði er grunnur velferðarþjóðfélags
Ímyndið ykkur þjóðfélag án félagafrelsis og félagahefðar. Frjáls félög fá ýmsu áorkað og gera lífið skemmtilegra.
Ímyndið ykkur þjóðfélag án þjóðþings, án þingkosninga eða möguleika almennings og hagsmunahópa til að eiga möguleika á að tjá sig gagnvart þingi og stjórnvöldum. Hagsmunahópar geta sent umsagnir um lagafrumvörp, fengið að hitta þingnefndir osfrv.
Lýðræðið er frábær réttindi sem margir íbúar Hótel jarðar fara því miður á mis við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 16:11
Gamalt vín...
Tölurnar um verðmun milli landa í skýrslu Samkeppniseftirlitsins birtust í fréttum fyrir ári síðan og voru þá til umfjöllunar. Verðlag á Íslandi er 64% hærra en að meðaltali í 27 ESB löndum, 42% hærra en í ESB 15 (aðildarþjóðum fyrir austurstækkunina). Samt eyða Íslendingar lægra hlutfalli af útgjöldum sínum til kaupa á matvöru en margar V-Evrópu þjóðir t.d. Ítalir og Frakkar. Þeir fá líka hærri laun en launafólk í flestum löndum OECD. Munurinn á Íslandi og Danmörku var 12,7% 2003 en 15,5% 2006, nb. áður en vsk á mat var lækkaður. Það væri glæsilegur árangur að ná matvöruverði hér niður á svipað stig og í Danmörku en óvíst hvort það væri raunhæft, þar sem margt virkar til hærra vöruverðs hér en þar s.s. smæð markaðarins, fjarlægð frá öðrum mörkuðum sjá t.d. verðmun á brauði og kornvörum, og fákeppni hér. Matvælaverð í Finnlandi lækkaði um 11% við ESB aðild. Að gefa til kynna verðlag hér sé 60-70% hærra en eðlilegt megi teljast og gæti fengist með ESB aðild eru ósvífnar blekkingar.
![]() |
Verð á mat 64% hærra en í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 13:22
Vináttan og vorið
Á hverju vori bregðum við saumaklúbbssnótirnar undir okkur bílunum og brunum vestur að Hellnum á Snæfellsnesi. Þessi ferð var farin nú um helgina. Mig er strax farið að hlakka til á næsta ári. Það var hlegið, spáð í spil, borðaður góður matur (Sigga er nú alger snilldarkokkur) og sungið fram á nótt. Frábær félagsskapur hjá okkur æskuvinkonunum. Takk fyrir helgina ferðafélagar og frábæru gestgjafar.
Á sunnudeginum renndi ég mér í reiðtúr fram í Hólma með pabba, Sigrúnu, Laufey og Selmu. Ég fékk hana Snældu lánaða og teymdi pjakkinn hann Smára. Hann náði að gera mér grikk og það endaði með harkalegu faðmlagi við fósturjörðina. Sjórinn er víst saltur . Enginn meiddist og Snælda stóð sig með prýði. En pjakkurinn Smári er til framhaldsmeðferðar síðar. Í Hólmanum voru æðarkollur farnar að huga að varpi ef ekkert kemur upp á verður vonandi gaman að koma þar aftur í byrjun júní.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)