Polland

Ja nu virkar bloggid her fra Pollandi. Her er buid ad funda i 2 daga og kjosa nyja forseta IFAP. I kvold er Gala-dinner og Nordmenn hafa tekid islensku domurnar undir sinn verndarvaeng.

Frabaert

Bjork veit hvad hun er ad segja um Island. Hun hefur ferdast vida og hitt listamenn hvadanaeva ur heiminum. Takk Bjork
mbl.is Ísland verði áfram númer eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Molastaðir...

Í gærkvöldi vildi það til að Litli-Moli lokaðist úti. "Mamma gamla" steinrotaðist á koddanum sínum án þess að gera sér grein fyrir þessu. Snemma í morgun heyrðist svo ámátlegt - mjáá - fyrir utan svefnherbergið. Auðvitað var litla prinsinum umsvifalaust hleypt inn og var hann ekki seinn á sér að kúra sig niður við höfðalagið hjá mér. Ég lá reyndar "Mola-megin" í bólinu því stóri erfinginn hafði hreiðrað um sig hinu megin. Það var því nokkur þröng á þingi en bara notalegt að hafa Mola þarna líka.... þetta eru að verða hálfgerðir Molastaðir þarna norðanmegin í kojunni minniFootinMouth .

Tyllidagar og slökun...

Í gær var "fullkominn dagur" hjá Ragnari frænda mínum og hans fjölskyldu, Kristínu Gróu og syninum Ríkhard Skorra. Þau létu pússa sig saman í Grafarvogskirkju að viðstöddum vinum og ættingjum. Líklega eru skemmtilegustu ferðir sem maður fer í kirkju, þær sem farnar eru til að vera við brúðkaup. Allir eru mættir af frjálsum vilja til að samgleðjast og þeir sem athöfnin snýst um hafa mikið um alla umgjörð að segja. Presturinn hún Lena Rós Matthíasdóttir setti sinn svip á athöfnina sem og Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða) sem söng einsöng. Í stað brúðarmarsins var leikið á flautu lagið við vísur Vatnsenda-Rósu, Augun mín og augun þín, þegar brúðhjónin gengu inn kirkjugólfið. Sérlega vel til fundið. Á eftir var herleg veisla með mat og drykk. Selma fór með mér en Linda var þvi miður lasin heima.

En ekki gafst tími til að sitja veisluna á enda því búið var að blása til afmælisveislu í Grænmumýri um kvöldið. Fröken Selma hafði hóað saman "krúinu" til að fagna 13 ára afmælinu 1. júní. Til hamingju skvísa, orðin táningur....Cool

Í dag hafa svo verið rólegheit - gamla brýnið fór í sund, það er alltaf slakandi og nærandi. Með hinni hendinni er búið að láta þvottavélina og þurrkarann snúast nokkra hringi, allt þarf að vera í standi því húsmóðirin er að taka sig saman og pakka í tösku fyrir Póllandsferð. Þangað verður farið í býtið á þriðjudagsmorgun á aðalfund IFAP, alþjóðasamtaka búvöruframleiðenda. Hver veit nema takast megi að setja eitthvað á bloggið þaðan, allavega er spennandi að komast að hvernig pólskt þjóðfélag gengur fyrir sig.

 


Gerbreytt staða

Varanleg hækkun á matarverði kemur þyngst við fátækar þjóðir og þjóðfélagshópa. Hluti af verðhækkunum nú eiga eflaust rætur í ásókn fjárfesta í hrávörur (gull og aðra málma, olíu og korn) til að ávaxta og geyma fé nú þegar fjármálamarkaðurinn á í erfiðleikum. En þessi niðurstaða staðfestir ótta margra.
mbl.is OECD spáir háu matvælaverði næstu 10 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánahrollur og krepputal...

Þessa dagana er efnahagsástandið mér afar hugleikið. Greiningardeildin mín hefur verið að vinna úr margvíslegum upplýsingum sem skolað hefur inn í höfuðið eftir hinum og þessum leiðum, síðast í kvöld þegar ég hafði sprenglærðan hagfræðing með mér í bíl fram og til baka frá Hvanneyri. Hreinasti hvalreiki fyrir greiningardeildina mína. Niðurstaðan er sú að efnahagsástandið hér á skerinu er grafalvarlegt - you ain't seen nothing yet. Búið ykkur undir næsta vetur þetta er rétt að byrja. Ríkisstjórnin hefur flotið sofandi að feigðarósi. ISG hældi sér í gær í sjónvarpinu af því að ríkisstjórnin hefði sparað sér stórfé með því að bíða með erlendar lántökur til að styrkja gjaldeyrisforðann þar til nú. Það setti að mér kjánahroll þegar hún lofaði brosandi betri tíð í haust. Sannleikurinn er sá að það átti að vera löngu búið að gera þetta og hefði þannig getað afstýrt einhverju af slysinu sem orðið er. Seðlabankinn virðist heldur ekki geta hitt á að tímasetja sínar aðgerðir. Þegar erlendir lánsfjármarkaðir lokuðust og lausafjárskortur varð átti bankinn að búa sig í að lækka vexti en ekki hækka. Sannleikurinn var nefnilega sá að þeir háu vextir sem bankinn var með fyrir hrinu mjög lítið á markaðnum þar sem þeir snertu mjög lítið af því fjármagni sem var í umferð. En allt í einu verða yfirdráttarlán mjög mikilvæg - en hvaða atvinnulíf eða heimili geta borið vexti sem eru margfaldur hagvöxtur í þjóðfélaginu. Hversu lengi munu Sturla Jónsson og aðrir einyrkjar eða smáfyrirtæki halda þetta út? Ef þú átt ekki flatskjá núna er þetta ekki tíminn til að kaupa hann - borgaðu frekar niður lán eða geymdu peninginn þar til harðnar á dalnum. Flatskjáir verða áfram til þegar kaupmátturinn okkar vex á ný.

Ábyrgð og afleiðingar...

Vitaskuld verða einstaklingar eins og fyrirtæki og stjórnvöld að stilla útlátum í hóf og gera ráð fyrir "slaka", þ.e.a.s. spenna bogann ekki of hátt. En það var heldur ekki fyrir venjulegt fólk að sjá fyrir 12-13% verðbólgu hér á landi í sumar. Ef svona heldur áfram hækka skuldir meðalheimilisins um hálfa milljón á 3-4 mánuðum. Það þarf að grafa djúpt í vasana hjá mörgum til að standa undir auknum afborgunum af lánum í
mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gargandi snilld hjá Glitni

Þessa frétt var að finna á textavarpinu í gærkvöldi: 

"Glitnir spáir mikilli lækkun húsnæðisverðs umfram verðbólgu á síðari  hluta ársins. Ingólfur Bender, 
forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir  að þeir sem nú leita sér að húsnæði ættu frekar að leigja en kaupa. Þá ættu þeir sem hyggjast selja, að gera það  hið fyrsta. "

Mér féllust eiginlega alveg hendur - þetta er svo mikil snilld. 

Glitnir tilkynnti einnig í gær að fyrirtækið hættir að borga starfsmönnum dagpeninga á ferðalögum erlendis en bankinn greiðir eftir sem áður allan ferða og uppihaldskostnað. Þeir velta sér víst ekki lengur upp úr peningum á þessum bæ....


Hvessir frá Ásbrú


Jæja nú hefst vonandi nýr þráður í rækttunarsögu hrossabóndans í Grænumýri. Frú Þerna hefur lagt leið sína fyrir folann Hvessi frá Ásbrú. Gæjinn er með litla 126 í kynbótamat enda ekkert smá genabúnt á ferðinni sjá meðf. ættartré. Mér er sagt að hann sé háfættur og massaður. Ekki amalegt fyrir Þernu Wink

 

 IS1987187700

    
 Oddur frá Selfossi     
   IS1999188801  
   Þóroddur frá Þóroddsstöðum   
 IS1984287011    
 Hlökk frá Laugarvatni     
     
     
 IS1986186055    
 Orri frá Þúfu     
   IS1998258700  
   Samba frá Miðsitju   
 IS1977257141    
 Krafla frá Sauðárkróki    

Ekki gera ekki neitt...

Þetta kom svosem varla á óvart, eða hvað? Hækkanir vegna verðhækkana erlendis og gengislækkunar krónunnar eru enn að skila sér út í verðlagið hér. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin sé á sama tíma að halda skælbrosandi upp á eins árs afmælið sitt og guma við það tilefni af afrekum sínu. Gerið nú þetta slagorð Intrum innheimtustofunnar að ykkar. Ekki gera ekki neitt - Einhver bloggarinn sagði að þjóð sem kysi slíka ríkisstjórn í frjálsum kosningum ætti ekki betra skilið - ég tel að við eigum betra skilið vona að fleiri sjái það og sýni á kjörseðlinum næst.
mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband