Alltaf fjör í Grænumýri...

Jæja þá er þessi helgi senn á enda og var í mörgu að snúast eins og fyrri daginn.

Selma var á handboltamóti um helgina uppi í Mosó og úti í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þ.e.a.s. hún var að spila í Mosó en taka tímann á strákunum hér á Nesinu. Grótta 2 B-lið vann 2. deild B-liða. Eitt gull í safnið þar. Aumingja Sveinbjörn í hesthúsinu... á bara þessa með krabbanum aftanaáSideways. Selma skoraði fimm mörk í einum leiknum... Wink og liðið þeirra skoraði 78 mörk og fékk á sig 22.

Hildigunnur þjálfari stjórnaði liðum Gróttu í 23 leikjum, mest 10 leikjum í röð. Hildigunnur! þú ert bara frábær, takk Smile. Afturelding stóð frábærlega að mótinu, þeim til sérstaks sóma var hve góðír og reyndir dómarar sáu um dómgæsluna.

Fröken Linda hefur stundað stærðfræðinámið af kappi um helgina, Spori og Þytur eru að verða hálf langleitir yfir hve lítið sést af henni í hesthúsinu. En nú þarf að fara að þjálfa fyrir framhaldsskólamótið í hestaíþróttum. Ekki allir sem fá reiðhest ömmu sinnar til að keppa þar Joyful.

 Sjáf fór ég í hesthúsið báða dagana. Í gær batt ég Geislann utaná Spora og fór með trossuna í tamningatúr, ríðandi á Þyt. Hann Spori er alger snillingur. Alveg sama hvernig Geislinn lét, aldrei tók Spori í taum,, en ferlega var hann pirraður á kjánanum...Angry Í dag fórum við Hrafnhildur svo í tamningatúr. Hún er búin að fara tæplega 20 sinnum á hann og folinn rennur á tölti og brokki til skiptis Cool. Svo sagði tamningakonan við strákinn...komdu við hliðina á mömmu....það er ég Errm. Og ég sagði auðvitað, gerðu eins og stóra frænka segir.... svo enn stækkar frændgarðurinn hér í Grænumýri. Inga og Kristín eru jú stóru frænkur Mola....FootinMouth


Ástandið er vonlaust...

...en ekki alvarlegt.

Linda í afmæli í Garðabæ Sideways

Selma á klukkunni úti í íþróttahúsi að horfa á sæta stráka utan af landi Wink

Moli sofandi Sleeping

Smári farinn í sveitBandit

Ég er semsagt ein heima á laugardagskvöldi að kjósa Gula hanskann i Eurovision Whistling


Rúningur afstaðinn...

Jæja, þá er Brynhildur búin að rýja. Hún greiddi mér líka, fægði geislabauginn og lagaði fjaðrirnar í vængjunum. Halo Ekki ónýtt að fá svona þjónustu Wink


Menningarmálafréttir

Ásdís vinkona skoraði á mig á dögunum að koma með fleiri bókmenntapistla. Skemmst er frá að segja að heimsbókmenntirnar hafa átt fremur torsótta leið upp á náttborðið mitt að undanförnu. Kemur þar eitt og annað til. Mikið hefur t.d. verið um koddahjal Errm og Moli heimtar sitt knús á kvöldin, kúrudýrið atarna. Svo er náttborðið líka þakið nýlegum tölublöðum af Fertilizer Europe og verðlistum á áburði frá Felleskjöpet í Noregi, liggur við að mig dreymi um þetta á nóttunni...sjá t.d. alþingistíðindi.

http://www.althingi.is/altext/135/02/l20140056.sgml

Ég hef hins vegar tekið mig á í að hlusta á tónlist. Roger gamli Waters hefur þar helst orðið fyrir valinu. Amused to death rúllar í spilaranum í bílnum og Final cut er hægt að hlusta á aftur og aftur........Halo


Afsláttur af rakstri....

Einu sinni var Gvendur Hall. á Hvanneyri í klippingu hjá ónefndum rakara í Borgarnesi. Eins og þjóð veit væntanlega er Gvendur landsfrægur rúningsmaður sem hefur rúið kindur um landið þvert og endilangt að ógleymdum Jóni í Kotinu sem hefur tvisvar orðið fyrir klippunum hansErrm 

Meðan rakarinn lét skærin saxa hárið á Gvendi færði hann í tal að gaman væri að slást í för með honum að rýja einhverntíma. Jú Gvendur tók því líklega en gat þó ekki orða bundist um að ólíkt hefðust þeir að, rakarinn tæki margfalt fyrir að fara skærum um kollinn á sér á við það sem hann tæki fyrir að rýja HEILA kind, svo hún stæði strípuð eftir. Einhverjir kippir fóru um kroppinn á rakaranum sem laumaði svo út úr sér að hann væri nú kannske til viðræðu um að veita konum afslátt fyrir slíka þjónustu.....LoL

.... sem minnir mig að ég á tíma hjá Brynhildi vinkonu í fyrramálið í rúning fyrir þorrablótið ....


Breyttist Öskubuska í frosk?

.... jæja eins og Sigfinnur sagði hérna um árið, best að drífa sig heim áður en Öskubuska breytist í frosk og hestarnir verða aftur að músum.... nú á að taka þá til kostanna. Býtta þessum eina glerskó sem ég á fyrir reiðskó..... Nóg komið hér í vinnunni í dagWink

Þemað er íslenska sauðkindin...

Nú á að vera þorrablót í vinnunni á föstudagskvöldið. Þema kvöldsins er íslenska sauðkindin!

Ég ætla að sjálfsögðu að mæta í Pífu... Cool en nú skora ég á vini og vandamenn nær og fjær að koma með góðar tillögur um fylgihluti eða annað sem fer vel við.

Sjálfri hefur mér dottið í hug að hekla undirföt í sömu litum en þau sjást bara ekki á öðru en því að mig mun væntalega klæja meira í "botninn" en hversdags....Tounge. Kannske mætti þæfa flókaskó....en ég kann lítið fyrir mér í því....   Koma svo...........Joyful


Prjónvörn til sölu...

Fyrir stuttu fjárfesti ég í prjónvörn.... Strákarnir í vinnunni horfðu á mig skrýtnir á svipinn þegar ég sagði þeim frá þessari græju... ég er ekki frá því að sumir hafi haldið fyrir ónefnda líkamsparta...FootinMouth.

En núna er prjónvörnin til sölu. Kemur þar helst til að mesti óþekktarormurinn í "fjölskyldunni"  hann Smári (stundum kallaður töffari) er farin í sveit til Sigrúnar og Skúla í Hallkelsstaðahlíð sem hafa tekið að sér að siða hann. Ég hef velt fyrir mér öðrum hugsanlegum notkunarmöguleikum fyrir þessa óla-samsetningu og komist að þeirri niðurstöðu að þó hugsanlega mætti beita henni við aðrar aðstæður en Elli Sig hannaði þetta fyrir Errm þá myndi ég að minnsta kosti ekki hafa minnsta áhuga....Grin

p.s verð 8.500 - slétt skipti á mélalausu beisli. Önnur tilboð skoðuð s. 6957020


Danskir dagar í Köben

Sl. fimmtudagsmorgun hélt ég til Danmerkur. Tók ég mér far með Iceland Express í þetta skipti og verð ég að lýsa ánægju minni með hve ferðin var í alla staði þægileg. Nóg pláss var fyrir allan þann handfarangur sem ég hafði meðferðis Wink, boðið var upp á að kaupa bragðgóðan morgunverð og þjónustan var þægileg. Ekki sífellt verið að skarka með söluvagna eftir ganginum.

Um kvöldið var þríréttaður kvöldverður í boði dönsku bændasamtakanna á notalegum veitingastað úti á Vesterbro. Ég gisti á Hótel Squere, hæð sexBlush. Jæja en fundurinn á föstudag var fínn, áhugaverðar umræður um ýmis mál. Eftir hann fór ég á Prikið..... æ meina Strikið og faðmaði nokkrar fataslár, kortaskanna og búðarkassa. Svikpað var uppi á teningnum á laugardeginum. Annars var margt að sjá í Köben eins og venjulega. Ég þurfti mikið að vara mig FootinMouth- t.d. á löggubílunum sem voru að flýta sér út á Norrebro, líka á rauðu köllunum á gangbrautunum við Ráðhústorgið og ýmsu fleiru. Mest var verslað á erfingjana en eina hlaupaskó verslaði ég á húsfreyjuna í Grænumýri svo ég geti örugglega verið á undan ef einhver strákur tæki upp á að ganga með grasið í skónum sínum á eftir mér.

Á sunnudag var svo heimför með IEx aftur. Fluginu seinkaði frá Íslandi og í stað 12.15 var áætluð brottför 14.30. Þegar allir farþegar voru komnir inn í vélina kom í ljós að einn farþega vantaði. Sá reyndist án skilríkja og landgöngupassa og drukkinn í ofanálag. Flugstjórinn ákvað því að skilja viðkomandi eftir og vitaskuld þurfti þá að bíða meðan leitað var að töskunni hans niðri í lest. Veit reyndar ekki hvort þetta var hann eða hún.

Til Keflavíkur var því komið líklega upp úr sex um kvöldið. Þar voru síðustu forvöð að versla þann daginn og eitthvað gert af því. IGS voru heldur ekki þeir spretthörðustu sem ég hef séð við að afgreiða töskur, þetta kvöldið amk. Því gafst rúmur tími til að rannsaka hverjir af fræga fólkinu hefðu verið í vélinni. Ég hitti m.a. Sigfinn á elliheimilinu og spurði hann hvort hann hefði skemmt sér vel í Köben. "Jáh" sagði hann. Svo spurði ég hann hvort hann hefði varað sig á glossinu á stelpunum í flugvélinni. "Jáh" sagði kappinn að bragði.

En semsagt, ég mæli eindregið með dönskum dögum, alltaf gaman í Köben.


Metaðsókn....

Í dag eru 47 IP tölur í heimsókn.... ! Það er alveg pottþétt met. (Takmarkið um topp 5000 nálgast óðfluga) Fleiri en Jóhanna á Akri, Kristjana systir, Lilla vinkona og Galdrakallinn og Ásdís í Kópavoginum sem eru að snuðra uppi það sem hæst ber í heimilislífinu hér í Mýrinni. Bloggið fékk reyndar smá auglýsingu í Mogganum á fimmtudaginn, bls. 10 Cool . Takk fyrir komuna allesammen, ef fleirum en skrifara er einhverntíma skemmt er undirrituð ánægð. Góða nótt ...Gasp

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband