Beisli án méla

Ég vek athygli á nýjum tengli undir hestamennsku hér til hægri. Vinkona mín, Linda Karen Gunnarsdóttir, flytur inn og selur beisli án méla. Á síðunni má sjá umfjöllun og reynslusögur. Linda Karen er mikil áhugakona um hestvænar þjálfunaraðferðir og reiðmennsku. Fylgist endilega með því sem hún er að gera. Sjálf ætla ég að fá beisli til að prófa, það er jú líka 30 daga skilaréttur, held reyndar að enginn hafi notfært sér það.

Að lokum, ég er stundum að horfa á byrjendur í hestamennsku í kringum mig. Örfá sáraeinföld ráð væri gott að þeir tileinkuðu sér.

1. Stoppið og farið af baki eftir ca 2 km (þó hægt sé farið) hestar þurfa oft að pissa fljótlega. Næsti áfangi má vera lengri, einkum í upphafi þjálfunar.

2. Þegar komið er heim úr reiðtúr að húsi, látið reiðtúrinn enda þar. Hesturinn ykkar verður svekktur á að vera krafinn um að fara aftur frá húsi tala ekki um ef reiðtúrinn var langur og hesturinn stóð sig vel.

3. Farið sparlega og skipulega með verðlaun, leitið ráða með þau hjá reyndara hestafólki.

Góða skemmtun í hesthúsinu Joyful


Hvað hugsuðuð þið...?

Heyrt á skiptiborðinu

Karlmaður nokkur hringdi í fyrirtæki hér í bæ hér á dögunum og bað um samband við Auði í þjónustudeild.

Nei hún er upptekin svaraði eldri dama á skiptiborðinu, má bjóða þér að bíða. Jú maðurinn þáði það. Auður talaði síðan enn lengi og daman á skiptiborðinu spurði viðskiptavininn aftur hvort hann vildi bíða, hún gæti líka tekið skilaboð. Nei takk var svarað, ég geri bara eitthvað annað með hinni hendinni á meðan...............Wink

 


Get ekki sleppt þessu...

Rúmið frekar en ræktin

Var fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Alger snilld.

Þegar ég klippti þessa frétt út, datt andlitið á Gunnari Birgissyni á eldhúsborðið hjá mér - ég meina sko mynd af því Woundering.

Gunnar var spurður:

Gunnar verður þú andlit World Class í Kópavogi?

Nei ég er að æfa annarsstaðar, svaraði kappinn. Cool

Ja ég hef líka heyrt að það sé gott að búa í Kópavogi  ...LoL


Dádýr á veginum...

Mamma! þú þarft ekki að flauta eins og það sé dádýr á miðjum veginum. Þetta hrökk upp úr ökunemanum þegar ég lagðist á flautuna fyrir utan tónlistarskólann áðan. Enda er bannað að flauta nema til að vara við hættu. Þetta eiga t.d. bílstjórar með meirapróf að vita. En allavega fara tveir þeirra ekki eftir þessu. Það sannreyndum við Hrafnhildur í dag þegar við vorum í reiðtúr, hún á Garðari og ég á Geisla (í fyrsta skipti) í dag. Við vorum í 180° línu við undirgöngin ofan í Rauðhóla þegar tveir trailerar mættust ofan á þeim og flautuðu hvor á annan (tek fram að ekkert dádýr sást á veginum). Ekki hrökk hann Geisli minn hátt við þessi ósköp. Tryppi sem er búið að fara tæplega 20 sinnum á bak, rétt blakaði eyrunum. En orðbragðið á okkur Hrafnhildi er ekki eftir hafandi, mér varð nú að orði að það hlyti að vera langt síðan þessir hefðu fengið Blush úps.....

Annars sést ekkert til sólar frekar en fyrri daginn, hún er líklega feimin við hann Geisla svona nýfægðan eftir Bjögga dýralækni ....Cool


Loksins...

viðraði til að fara á hestbak. Við Linda skruppum hún á Þyt sem var járnaður í morgun, og ég á Spora. Æ þetta var rosa gaman. Á meðan tefldi Selma á einstklingsmóti stelpna í skák. Félagarnir í hesthúsinu heimtuðu verðlaunapening, hún reiddi hins vegar bikar upp í hesthúsCool.

Annars var ég víst að fara með ósannindi hér fyrr í vikunni, það er víst árshátíð sem stendur til í EmmErr á fimmtudaginn kemur, Ásdís við erum að skoða tilboðið með hárgreiðsluna. En nú á að knúsa koddann, nýju sængurverin eru svo ósköp þægilegWink


Sei sei og REI REI

Lásuð þið forsíðufréttir Fréttablaðsins í morgun... Góður fréttirnar eru þær að breska stjórnin hvetur landsmenn til aukins kynlífs...Wink og ekki náðist í Geir "vara"formann og Þorgerði Katrínu. Gæti það tengst heilsufari á ónefndum bæ við Háaleitisbrautina.....


...og það á slíkum góðviðrisdegi

Dagurinn byrjaði á leit að sjóðsstreymi Wink og kennitölum en allt sem fannst var ónýtur rennilás á klinkhólfinu á veskinu mínu og eina talan sem fannst var sú sem ég hneppti á buxunum mínum eftir morgunpissið ... Blush.

Linda EmmErrIngur svaf til fjögur í dag og verður að segjast að hún lítur talsvert betur út á eftir, sérstaklega er hágreiðslan flott. Til greina hefur komið að sprayja hárið með "firmhold" fram á fimmtudag þegar Herranótt verður.

En Selmu sótti ég um hálftólf í leifarnar af American Pie partýinu. Útbúið var nesti og svo fór hún á skákmót grunnskóla, stúlknasveita. Það er skemmst þar frá að segja að þær Való stelpur (Geirþrúður, Stefanía, Alexandra og Selma) urðu í öðru sæti á mótinu, fengu aðeins 1/2 vinningi minna en sveit Rimaskóla. Naumt var það! Á morgun er svo opið mót þar sem m.a. er keppt um eitt sæti á Norðurlandamóti stúlkna fæddra 1995 og síðar ... Halo

Meðan á þessu gekk hjá erfingjunum fórum við Oktavía í hesthúsið. Þar fundum við strákana, Þyt, Spora, Garðar og Geisla. Geisli var hálfslompaður því Bjöggi dýralæknir kom í morgun og fægði á honum skaufann GetLost. Eitthvað kom af "grjóti" svo vonandi verður hann léttari á fæti á eftir. Svo kom ung snót í heimsókn í hesthúsið með pabba sínum. Þytur stóð sig eins og sérfræðingur í reiðkennslunni og Spori rölti með henni fram og aftur um götuna, henni fannst svo gaman að teyma strákinn með sér. Það er gaman að vera með svona þæga og góða hesta sem geta skemmt öllum sama hvert getustigið er.

Nú sitjum við Selma með 64 reiti og 32 taflmenn fyrir framan okkur. EmmErr hittingur í meyjaskemmunni, semsagt kósýkvöld framundan á þessum góðviðrisdegi...Sideways


Stormur núna ríkjum ræður...

og að sögn Ásgeirs frænda míns í Greiningardeildinni hafa líkur á harðri lendingu aukistSideways. Ég heyrði  áðan þakplötur blakta í Frostaskjólinu svo það er ekki seinna vænna að gera varúðarráðstafanir. Því ákvað ég að auglýsa öll húsbréfin mín til sölu í hvelli. Ég á heila balla sem ég læt ef gott tilboð fæst en réttur áskilinn til að hafna öllum. Ætli ég opni svo ekki pítsustað fyrir ágóðann af húsbréfunum. Það er alveg öruggt að menntaskólanemar munu alltaf háma þær í sig og ég á vís meðmæli hjá Daða, Halldór og Hildi LoL 

Annars frétti ég mér til ánægju í gær að ég væri kölluð Erna frænka, á fyrrverandi vinnustað Ásgeirs frænda. Ekki bara að það sé heiður heldur eignaðist ég með því fleiri nýja frændur og frænkur á einum degi en áður hefur borið til. Síðast var það 1. desember í fyrra að Reynir frændi og Katla eignuðust tvíbura sem svo skart fjölgaði í frændgarði mínum. En það met hefur nú verið slegið. Sveinn Agnarsson hlýtur  því héðan í frá að vera kallaður Svenni frændi hér í Mýrinni.

Ég sló svo á þráðinn, tja eða eða sló "vindhögg" GetLost þegar ég hringdi í Sigþór í gemsann til að fá fréttir úr hesthúsahverfinu. Hann lét vel af mönnum og hrossum þar en dúdda mía.... veðrið til að fara þangað uppeftir Whistling.......

Ætli ég fari þá ekki bara að horfa á Gettu betur með unglingunum. Selma er í American Pie maraþoni hjá Dagnýju.... kannske ég hafi bara tíma til að taka til í frímerkjasafninu mínu í kvöld....Wink lítur út fyrir að það verði rólegt.

 


Saga frá Lapplandi....

Ég er svo heppin að vera í skemmtilegu starfi sem hefur gefið mörg tækifæri til að ferðast sérstaklega til Norðurlandanna. Ég hef komið til Svíþjóðar, norður í Lofoten í Noregi, til Rovaniemi  þar sem jólasveinninn í Finnlandi á heima Errm og Hróarskeldu í Danmörku svo dæmi séu nefnd. Margar skemmtilegar sögur hafa verið sagðar í matarboðum sem fylgja þessum ferðum og hér kemur saga frá Lapplandi.

 Eins og flestir vita eru Lappar með eindæmum hraustir og duglegir. Sagan segir frá ungu Lappa pari sem innsiglaði ást sína með því að ganga í hjónaband. Ungi Lappinn lét ekki sitt eftir liggja og naut ásta með konu sinni nóttina fyrstu, annan daginn, aðra nótt, þriðja daginn og þriðju nóttina. Þá tóku þau sér hvíld til að nærast og neyta drykkjar. Að því búnu snýr ungi Lappinn sér að konu sinni og segir: Ja nú sérðu mig ekki næstu þrjá daga ástin mín. Brúðurin unga varð hálf hvumsa, hafði hún ekki staðið sig, ætlaði brúðguminn að yfirgefa hana?? Nei elskan mín, nú gerum við það "baks om"Blush


Áfram dagar ólmir æða...

ekkert á því lát.

Vill einhver bonta? Wink

Jæja það er nóg að gera í Mýrinni og Höllinni þessa dagana. Þó það hafi ekki verið ætlun mín að minnast á vinnuna hér á blogginu hafa gríðarlegar hækkanir á áburði og á heimsmarkaðsverði kornvara tekið hug minn hálfan upp á síðkastið, (ekki sjens að það verði meira). Meira um það á www.bondi.is

En af hestunum er það að frétta að Smári er farinn í vist að Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal. Skúli bóndi kennir honum vonandi háttprýði og siðsemi svo það verði á allra færi að njóta hæfileika hans á eftir. Nógur er gangurinn og hæfileikarnir. Í staðinn er herra Þytur kominn til dvalar í Fjárborg. Það gullu við húrrahróp í Mýrinni þegar það fréttist og svo er aldrei að vita nema hann nýtist til reiðkennslu síðar meir. Pabbi var svo elskulegur að ferja strákana fyrir mig í dag og svo átti Kvika litla að fá að fara aftur heim að Stakkhamri frá Hlíð en þar er hún búin að vera í tvo mánuði, orðin dugleg og veraldarvön.

Vonandi verður Þytur járnaður í kvöld og þá verður nú aldeilis hægt að hafa gaman af útreiðum ef veður leyfir næstu daga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband