8.3.2008 | 21:40
Ríkir neyðarástand í Reykjavík...?
Undanfarnar vikur og mánuði hef ég horft héðan úr pólitíska örygginu í Mýrinni á "ófriðinn" í nágrannasveitarfélaginu. Ef ég byggi í þessum hreppi held ég að mér myndi finnast tæpast nokkur stjórn ríkja, peningar renna í kofaþyrpingu við Laugaveg og síðasta útspili nýja borgarstjórans, samkvæmt Sigmund í Mogganum í dag, er að borga konum fyrir að fara heim og passa börnin sín... eða misskildi ég eitthvað. Umræður á kaffistofunni í hesthúsinu í gær urðu til þess að ég fletti upp í sveitarsjórnarlögum. Þar segir svo:
26. gr. Sveitarstjórn óstarfhæf vegna neyðarástands. Nú verður sveitarstjórn óstarfhæf tímabundið vegna neyðarástands í sveitarfélaginu, svo sem af völdum náttúruhamfara, og getur þá ráðuneytið að beiðni sveitarstjórnarinnar falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný.
Tja.... neyðarástand er eflaust skilgreiningaratriði og kannske er það langsótt að þeir félagar Ólafur F. og Villti Villi gangi á fund Jóhönnu Sigurðardóttur með svona erindi, en sú tilhugsun að í næstu alþingiskosningum verði Reykjavík orðin "Kópavogur norður" finnst mér nú frekar kátleg....
8.3.2008 | 21:23
Ítalir...hvað er málið?

![]() |
Ítalskar konur mega ljúga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2008 | 17:09
Hesthússkróp...
Jæja þá búnaðarþingið afstaðið. Alltaf gaman meðan á því stendur en gaman líka þegar það er búið.... þá er hægt að byrja að hlakka til þangað til næst. Mikið manna- og kvennaval var á þinginu eins og endranær.
En nú er komið að því að taka sig á í öðru sem þarf að gera. Heimilið bíður með bunka af verkefnum og Þytur og Spori standa langleitir uppi í hesthúsi og bíða þess að spretta úr spori. Þeir eru þó ennlangleitari í dag en venjulega því Bjöggi dýralæknir mætti með "fægilöginn" sinn í morgun og var víst nóg að hreinsa hjá þeim strákunum Vonandi taka veðurguðirnir sig nú saman í skýjunum og láta stytta upp á morgun.
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.3.2008 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 11:16
Ódýrt ei meir...
Á matvælamörkuðum heimsins er nú upp gerbreytt staða. Matvæli hækkuðu um 4% í Bretlandi á sl. ár en Bretland er "nettó" innflytjandi á matvælum. Brauð hækkaði um 11% til neytenda í Danmörku á síðasta ári og korn hækkaði um 60-70% til bænda. Á Ítalíu voru mótmæli gegn verðhækkunum á pasta í október sl. The Economist lýsti þessum breytingum vel í grein í haust og flaggaði á forsíðu fyrirsögninni "Cheap no more" og átti þar við matvæli.
![]() |
Aukinn rekstrarkostnaður blasir við bændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 13:37
Dregið á tálar...
Frést hefur að frú Birta í 22 bíði spennt eftir að Rauðhausinn láti sjá sig á glugganum hjá henni í dag. Moli er nú klókari en svo að hann fari strax að banka aftur. Það er nefnilega vitað mál að sú list að kunna að byggja upp spennu í svona "sambandi" verður seint ofmetin. Frú Birta verður því að bíða þess að veður lægi... þá verður sett rifa á gluggann í 24 og Rauðhausinn fer aftur á stjá. Þetta með aldursmuninn.... Inga frænka veistu ekki að þetta er í tísku núna að yngri "herrar" fari á fjörunar við eftirsóknarverðar eldri "dömur".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2008 | 13:49
Umsátursástand í no 22
Mér var að berast svohljóðandi sms:
Það er umsátursástand í no 22. Frú Birta hefur eignast eldheitan aðdáanda, rauðhærðan riddara sem liggur á gluggunum og gægist inn. Núna hefur hann komið sér makindalega fyrir á borðinu á pallinum og sólar sig. Sú gamla lemur hann og hvæsir en hann fílar það greinilega og lætur sig ekki. Hann er alveg milljón.
kveðja
Inga frænka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 13:30
Æfingaleyfi í umferð...
Jæja góðir hálsar, í gær sótti ég æfingaleyfið hennar Lindu niður á lögreglustöð. Við þurfum því endilega að drífa okkur út í svona hálftíma í kvöld og rifja upp taktana. Ég fór í síðasta tímann hennar með Erni ökukennara um daginn. Hummm.... ég hef meiri reynslu í að kenna prósentureikning en á bíl. Það er hins vegar gaman að rifja upp þegar ég fór fyrst að stjórna dráttarvélum ca 12 ára. Þá lærði maður að setja í gang, skipta um gír og bremsa. Síðan var farið út að raka saman og slóðadraga. Þvílíkt sport . Bara gaman. Þegar svo kom að því að læra á bíl var að baki margra ára reynsla af dráttarvélastjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2008 | 10:04
Þetta er algert met...
Í gær náði ég að narra yfir 200 IP tölur inn á bloggið mitt. Takk fyrir innlitið góðir hálsar ég séfram á að komast á topp 5000 á árinu
.
Dagurinn í gær fór allur í að sitja setningu búnaðarþings og annað því tengt. Til þingsins kom einn af þremur varaformönnum dönsku bændasamtakanna og fylgdi ég honum á setninguna og í boð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á eftir. Næstu dagar verða þétt bókaðir vegna starfa búnaðarþings. Horfi ég frekar langleit á góða veðrið út um gluggann og hugsa til hestanna uppi í húsi. Vonandi standa þeir ekki óhreyfðir alla vikuna.
En topp-frétt helgarinnar hér úr Mýrinni er að ég er búin að ráða mig sem fararstjóra fyrir 13 ára handabolta-stelpur úr Gróttu í ferð á Partilla-cup í Gautaborg í byrjun júlí. Selma er nokkuð ánægð með það og ég hlakka til. Alltaf gaman að göslast með þessum tryppum, þekki flestar þeirra ágætlega svo þetta verður bara gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 22:33
Norðan fyrir kristni og hnífapör
Ýmislegt hefur drifið á daga manns í gegnum tíðina. Svo því sé til haga haldið er ég ættuð norðan fyrir kristni og hnífapör þ.e.a.s. móðurætt mín öll fædd og uppalin norðan Hólmavíkur. Þangað fréttist ekki af siðaskiptum fyrr en 50 árum eftir að þau fóru fram og þar var mönnum í lófa lagið að borða með guðsgöfflunum.
Það vildi mér því til happs að kornung fékk ég ásamt samnemendum mínum í Laugargerðisskóla kennslustund í notkun hnífapara. Þessi kennslustund líður þeim seint úr minni sem til sáu. Ég hef sennilega verið um 9 ára gömul þegar þetta bar til. Frú Rósa Þorbjarnardóttir þá kennari og prestfrú í Söðulsholti, dró þá fram borð í matsalnum, settist við það með tilhlýðilegan borðbúnað fyrir framan sig og sýndi okkur fávísum sveitavargnum hvernig halda skyldi á gaffli í vinstri hendi og hníf í þeirri hægri og bera sig að við að skera aðalréttinn með hnífnum og raða upp í sig með gafflinum. Auðvitað kenndi hún okkur líka að halda á skeið og borða súpu á eftir. Með þessa fræðslu í farteskinu hefur mér síðan vegnað nokkuð vel í almennu borðhaldi. Frú Rósa kenndi okkur þó ekki flóknari atriði eins og hvoru megin brauðdiskurinn er í fínni veislum og því varð mér einu sinni á að rífa í mig brauðsneiðina hans Alla í Klausturseli þegar við sátum saman í einhverri veislu hér um árið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2008 | 19:47
Fæðuöryggi er mál málanna
![]() |
Bændur þinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)