25.3.2008 | 20:02
Fljótir að reikna...

![]() |
Forsendur samninga að bresta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2008 | 13:32
Tveggja hestafla grasmótor...
Hann Gustur á Stakkhamri hennar Laufeyjar systur er engin smásmíði. Þegar upp á hann er komið líður mér eins og á fjallstindi Maður sér vítt yfir og niður á næstu knapa og hesta. Hann er svo í besta lagi hraðskreiður og lítið mál að skjótast á honum niður í fjöru. Ég held að hann sé lágmark tvö hestöfl
Annars eru þau pabbi og Laufey nokkuð stórtæk í hestamennskunni í vetur. Búin að vera með 10 hross á járnum og bættu hestum Sigrúnar við um daginn svo nú eru 12 hross á járnum á Stakkhamri. Það er gaman að vera svo hraustur 75 ára að geta verið með fjóra fola á 6. og 7. vetri á járnum auk annarra reiðhrossa. Geri aðrir betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 12:13
Sérfræðingar og talsmenn..
Það er merkilegt þegar kemur að vali á sérfræðingi í verðlagsmálum matvöru hjá ríkisútvarpinu að forstjóri stærsta fyrirtækis landsins í þessum heimi viðskipta skuli verða fyrir valinu. Það hentar honum án efa vel að fá að koma fram í fréttatíma eins virtasta fjölmiðils landsins og tjá sig um þessi mál. Ekki tjóar heldur að kalla til "Talsmann neytenda" af blogg skrifum hans má helst ætla að hann sé talsmaður Haga svo Finnur verður að hlaupa í skarðið hjá honum í staðinn eða hvað?
Finnur segir að kjöt hafi þegar hækkað í verði. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á kjöti hækkað út úr verslunum um 0,9% frá desember 2007 til febrúar 2008. Svínakjöt lækkaði um 3,25% og alifuglakjöt um 0,11%. Nautakjöt hækkaði um 0,26% og lambakjöt um 1,2%. Allt lambakjöt var keypt af bændum í haust og greitt þá að fullu, en annað kjöt kemur ferskt á markað. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 1,56%.
Ljóst er að margir þættir munu leiða til hækkana á neysluvörum hér á landi á næstunni. Útgjöld okkar neytenda til mat- og drykkjarvörurkaupa eru nú 12,41% af heildarútgjöldum heimilanna. Í febrúar fyrir þremur árum voru þau 15,07%. Gríðarlegur árangur hefur því náðst. Við samanburð á matvælaverði milli landa er einmitt nauðsynlegt að líta á þetta hlutfall. Í mörgum Evrópulöndum er þetta hlutfall mun hærra en hér á landi þótt matvælaverð samkvæmt EUROSTAT sé lægra.
![]() |
Verulegar verðhækkanir á matvælum framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 18:01
Frábærir páskar...
Páskarnir eru alltaf jafn kærkominn frítími hvort sem er til skíðaiðkunar eða aðra útivist. Ég og yngri erfinginn fórum í langan reiðtúr í dag. Þegar við fórum um Víðidalinn kom upp í hugann að mörg þúsund manns njóta líka samvista við hesta á þessum árstíma. Hestaeigendur bjóða vinum og kunningjum í hesthúsið jafnvel með börn og barnabörn. Þessu taka þessir loðnu ferfættu vinir okkar öllu vel. Skondrast með unga sem aldna í lengri og styttri túra.
![]() |
Margt fólk á skíðasvæðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 17:20
Áskorun eða hvað...
Ég veit því miður ósköp lítið um Tíbet. Úr örfáum heimildamyndum, fréttaskotum og blaðalestri hef ég þá hugmynd að menning þess sé háþróuð og þjóðin harðgerð og hugrökk. En hver er saga Tíbets sem sjálfstæðs lands? Verð greinilega að kanna það. Tíbetar ætla sér greinilega að notfæra sér að athygli heimsins beinist að Kína næstu mánuði.
![]() |
Hundruð mótmæltu í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2008 | 21:34
Fallegur dagur...
Þetta yndislegur dagur hér í Mýrinni. Í gærkvöldi var lítið matarboð og rólegheit á eftir. Eftir að hafa morgnað okkur í rólegheitum, lögðum við Selma ég og Oktavía leið okkar upp í hesthús. Þar biðu strákarnir okkar í góða veðrinu. Spori og Geisli voru járnaði í fyrradag. Meira hvað drengirnir voru þægir. Spori hreyfði sig ekki og Geisli blakaði annarri afturlöppinni einu sinni. Í annað skipti sem pilturinn var járnaður. Jæja, við Selma skelltum okkur Víðidalshringinn og kringum Rauðavatn. Bara dásamlegt, hefðum alveg verið til í annan hring.
Þegar heim kom var fröken Linda búin að skúra út úr herberginu sínu, enginn smá myndarskapur. Svo skellti hún sér vestur að Stakkhamri með Kristjönu og Darra. Svo nú sitjum við Selma tvær í kotinu og troðum í okkur nýbökuðum snúðum og horfum á sjónvarpið. Moli er sennilega að daðra við Birtu í næsta stofuglugga . Útivistarleyfið rennur út klukkan tíu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 14:08
Hugrakkir á hestbaki...
![]() |
Drógu tíbetska fánann að húni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2008 | 12:54
Gaman að vasast í hinu og þessu...
Það hefur verið í mörg horn að líta hér í Mýrinni undanfarið enda bæri nýrra við ef deyfð væri að færast yfir kotið. Fyrir tæpum tveimur vikum var ég við annan mann í fjölmennu partýi í Osta- og Smjörsölunni. Þórólfur stjórnarformaður hafði af kunnáttusemi litið á dagatalið um daginn og séð að OSS hafði orðið 50 ára þann 19. febrúar sl. Einhverntíma verið haldið partý af minna tilefni.
Talsvert hefur líka verið riðið út í góða veðrinu undanfarið. Þytur og Spori hafa verið hinir sprækustu í blíðunni. Nú er svo páskafríið framundan og þá verður eflaust vasast í í mörgu ... Skattframtalið bíður, eins ýmis félagsmálastörf svo sem fyrir NJF þar sem ég sit í stjórn. Svo þarf að járna upp hesta, vonandi ríða út, skreppa í sveitina og fleira og fleira... eins og kallinn sagði ...það er margt í mörgu í maganum á henni Ingibjörgu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 11:57
Ganga þær fyrir þotueldsneyti...?
Erfingjarnir eru á þeytingi út og suður flesta daga. Svona gæti dagur hjá þeim litið út:
Linda: Vaknað kl. sjö og farið í skólann. Eftir skóla, læra eða vera með vinunum í félagsstarfi í skólanum, æfingaakstur og mæta á Morfís ræðukeppni um kvöldið, koma heim um ellefu og úps þá er eftir að gera eina ritgerð eða svo... farið að sofa um eitt um nóttina.
Selma: Vakna rétt fyrir átta, skóli til kl 14.10, handboltaæfing 15.30 til 16.30, hesthúsferð milli fimm og sjö og sund um kvöldið.
Miðað við það sem þær láta ofan í sig virðist fóðurnýtingin hjá þeim vera þannig að þessu litla sem þær borða sé breytt í þotueldsneyti....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 09:27
Tja... það munar um minna hef ég heyrt
Verðbólga í Kína þýðir aukna verðbólgu í heiminum öllum. Ef ég man rétt sagði mogginn frá því um daginn að 1/5 hluti af uppskeru í Kína hafi farið forgörðum í vetrarhörkunum um daginn. Það gæti verið ástæðan fyrir 23,3% hækkun matvælaverðs. Það þarf nefnilega ekkert smáræði af mat til að metta á annan milljarð fólks.
![]() |
Verðbólga 8,7% í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)