Sérfræðingar og talsmenn..

Það er merkilegt þegar kemur að vali á sérfræðingi í verðlagsmálum matvöru hjá ríkisútvarpinu að forstjóri stærsta fyrirtækis landsins í þessum heimi viðskipta skuli verða fyrir valinu. Það hentar honum án efa vel að fá að koma fram í fréttatíma eins virtasta fjölmiðils landsins og tjá sig um þessi mál. Ekki tjóar heldur að kalla til "Talsmann neytenda" af blogg skrifum hans má helst ætla að hann sé talsmaður Haga svo Finnur verður að hlaupa í skarðið hjá honum í staðinn eða hvað?

Finnur segir að kjöt hafi þegar hækkað í verði. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á kjöti hækkað út úr verslunum um 0,9% frá desember 2007 til febrúar 2008. Svínakjöt lækkaði um 3,25% og alifuglakjöt um 0,11%. Nautakjöt hækkaði um 0,26% og lambakjöt um 1,2%. Allt lambakjöt var keypt af bændum í haust og greitt þá að fullu, en annað kjöt kemur ferskt á markað. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 1,56%.

Ljóst er að margir þættir munu leiða til hækkana á neysluvörum hér á landi á næstunni. Útgjöld okkar neytenda til mat- og drykkjarvörurkaupa eru nú 12,41% af heildarútgjöldum heimilanna. Í febrúar fyrir þremur árum voru þau 15,07%. Gríðarlegur árangur hefur því náðst. Við samanburð á matvælaverði milli landa er einmitt nauðsynlegt að líta á þetta hlutfall. Í mörgum Evrópulöndum er þetta hlutfall mun hærra en hér á landi þótt matvælaverð samkvæmt EUROSTAT sé lægra.


mbl.is Verulegar verðhækkanir á matvælum framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband