10.4.2008 | 09:21
Þetta er alvöru vandamál...
...og ekki uppgötvað í síðustu viku. Birgðir af korni og mjólkurvörum eru þær minnstu í áraraðir. Þegar farið er að nota mat í stórum stil til að keyra bíla á lætur eitthvað undan.
![]() |
Hækkandi matarverð er alþjóðlegur vandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 16:08
hvað varð um...

![]() |
Samið við norræna seðlabanka? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2008 | 11:51
Útflutningstollar í stað innflutningshindrana
Æ fleiri ríki í heiminum grípa nú til þess ráðs að setja á útflutningstolla á matvæli til að halda niðri verði til neytenda innanlands. Síðustu tvær vikur hafa Kambódía, Indonesía, Kazakstan, Rússland, Argentína, Úkraína og Taíland tekið skrefið og innleitt útfluntingstolla eða aðrar útflutningstakmarkanir s.s. kvóta fyrir fjölmargar landbúnaðarafurðir til að bæta birgðastöðu innanlands og halda aftur af verðhækkunum gagnvart neytendum. Einnig má nefna Kína, Indland og Pakistan. Þessar aðgerðir verða hins vegar til þess að halda niðri verði til bænda og spurningin er því sú hvort afleiðingar aðgerða af þessu tagi til lengri tíma verða þær að bændur auka ekki framleiðslu sína og endirinn verði sá að þegar upp er staðið fáist minna af því sem maður vill fá meira af, þ.e.a.s. matvælum.
Mótmæli við hækkandi matvælaverði hafa blossað upp víða um heim nú síðast bárust fréttir um það frá hinu bláfátæka Haiti. Af öðrum löndum má nefna Mexíkó, Indonesíu og Burkína Faso.
Á sama tíma og útflutningslönd leggja tolla og aðrar takmarkanir á útflutning matvæla leitast þjóðir sem eru háðar innflutningi, við að byggja upp birgðir af matvælum. Dæmi um það eru Kína, Tyrkland og Íran. Báðar þessar aðgerðir eru síðan fallnar til þess að ýta undir hækkanir á heimsmarkaðsverði búvara.
Sem dæmi má nefna að verð á hrísgrjónum í Asíu náði methæðum í lok mars. Í janúar var verð á tonni af hrísgrjónum $380 en í lok mars var það $760/tonnið. Þrjátíu og fjögur ár eru síðan verð á hrísgrjónum var síðast sambærilega hátt. Meðalverð á hrísgrjónum árið 2007 var $334/tonn.
Í nýrri samantekt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Riding a wave sem nálgast má á www.imf.org, er fjallað um hækkað heimsmarkaðsverð á ýmsum hráefnum s.s. olíu og málmum, og matvælum. Ljóst er að hátt olíuverð hefur áhrif á matvælaverð þar sem allt að 20-50% af uppskeru maís og repjufræja er breytt í lífeldsneyti í sumum löndum. Þetta hefur hins vegar engin áhrif á bensínmarkaðinn því lífeldsneyti er aðeins um 1,5% af eldsneyti sem notað er á farartæki í sömu löndum.
![]() |
Óeirðir vegna hungurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 20:45
Grasmótoragengið - taka tvö!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 12:22
Grasmótoragengið!!
Jæja nú er Kári loksins að gefast upp á vindganginum og hægt að taka fram grasmótorana. Við Selma brugðum okkur vestur í Hallkelsstaðahlíð á sunnudaginn að kíkja á Smára og Kviku litlu-systir. Þau eru ósvikin afkvæmi mömmu sinnar, yndislegir karakterar og hæfileikarnir nógir. Smári gengur nú að jafnaði á fjórum fótum og hefur fimm aðferðir við að bera þá fyrir sig. Drengurinn er semsagt í besta lagi alhliða gæðingur, verða að fara að sýna köllunum í Fjárborg almennilega ríðandi hagfræðing. Litla systir sýndi líka flotta takta, mikið framgrip og skrefstór. Svo velti hún sér á eftir í gerðinu við tærnar á okkur. Einstaklega örugg með sig.
Í gær fórum við svo í reiðtúr á herra Þyt og Spora gæja. Dagný kom með okkur á Ógn
. Ja þetta er nú spurning um að vera samferða Dagný !!! Allavega varð úr ævintýraferð, óhefðbundnir reiðstígar og riðnar ár. Síðan hittum við ráðuneytisstjórann í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem var að moka undan klárunum sínum. Hann bauð upp á kaffi, fanta og Lu kex, hestunum var skotið inn í stíur á meðan. Á heimleiðinni var mikið fjör í hestunum, Selma mátti sýna smá takta með Þyt en hún lætur hann nú ekki hæðast að sér .
Semsagt: Skemmtilegt kvöld í hesthúsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 10:17
Já ekki að spyrja að Íslendingum..
Út um skrifstofugluggann minn horfi ég á bílaflotann sem fundarmenn komu á í Háskólabíó. Þar ber mest á 8 cl. jeppum. Einnig er mörgum bílum lagt upp á gras hér allt í kring um Sögu og Háskólabíó ekki að spyrja að virðingu íslendinga fyrir umhverfinu....
![]() |
Al Gore á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 10:15
Áróður...
![]() |
Mikið kvartað undan verðlagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2008 | 10:41
Omega 3 fitusýrur eru undraefni...
Ég er ekki sérfræðingur í Omega 3 fitusýrum en eftir að ég las grein Braga Líndal Ólafssonar "Fita dýra og hollusta" sem hann kynnti á Fræðaþingi landbúnaðarins 2005 er ég sannfærð um mikilvægi þeirra og ekki síst innbyrðis hlutföll í fæðu. Tengill á greinina fylgir hér með en hana er að finna í greinasafni landbúnaðarins á landbunadur.is
![]() |
Fiskur gerir börnin greindari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 20:26
Veikleikar í íslensku hagkerfi...
Þessi fyrirsögn er stolin úr 24 Stundum í dag. Mér fannst þessi grein Hlyns Orra Stefánssonar og það sem hann hefur eftir Tryggva Þór Herbertssyni gott innlegg í umræðuna. Viðskiptahallinn er af stærðargráðu sem er mjög sjaldgæf í hinum vestræna heimi segir Tryggvi. Hann stafar að miklu leyti af fjárfestingum í innviðum efnahagslífsins s.s. álverum.... Eru ekki einmitt takmörk á hve hratt og stórt er hægt að ráðast í svona stór og fjármagnsfrek verkefni fyrir svona lítið hagkerfi... Bara að velta þessu fyrir mér en kíkið endilega á greinina.
![]() |
Íslensku bankarnir að koma inn úr kuldanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 20:02
Ég á heimtingu á öðru...
Kastljósi var að ljúka rétt í þessu. Þar sátu tveir karlmenn um og yfir miðjan aldur og ræddu um liðna viku við þáttastjórnandann. Nú hef ég ekkert sérstaklega á móti þessum tveim viðmælendum EN: Hvert er kynjahlutfall viðmælenda í Kastljósi??? Það væri gaman að fá svar við því. Sjálfri finnst mér karlmenn ævinlega vera í meirihluta þar. Ég minni á að ég er skyldug að borga AFNOTAGJALD til RUV. Fyrir það geri ég kröfu um að fá t.d. jafnt hlutfall kvenna og karla í viðtals og samræðuþáttum. Ekki koma með þessa úreltu klisju um að konur vilji ekki koma .... ahahahaha.... aldrei hef ég neitað segi undantekningalaust já ef mér býðst að sýna mig og sjá aðra ef ég er ekki bundin af öðru. Margrét í Paff formaður FKA (Félags kenna í atvinnurekstri) kom upp lista yfir konur sem eru tilbúnar að taka sæti í stjórnum fyrirtækja. Ég er tilbún að taka sæti á lista yfir konur sem eru tilbúnar að mala í Kastljósi
. Þórhallur! og Palli Magg kommon þið getið betur ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)