Á hverju byggir þessi ályktun...

Ég er búin að lesa þann hluta skýrslunnar sem fjallar um matvælaverð. Þetta er samantekt á niðurstöðum og tilvitnunum í aðrar skýrslur verð ég að segja að víða er nokkuð vaðið á súðum. Ég sé enga eigin útreikninga skýrsluhöfunda að baka þessari niðurstöðu heldur er þessari tölu 25% slegið fram eftir að búið er að fjalla um niðurstöður annarra. Það sem vitað er er að matvælaverð í Finnlandi lækkaði um 11% við aðild. Samkeppni á matvörumarkaði þar tel ég líklega meiri en hér einfaldlega vegna stærðar markaðarins. Hver áhrifin yrðu hér á landi er afar flókið mál að mínu mati og verður ekki leyst úr þeirri gátu með röksemdafærslu af því tagi sem er að finna í þessari skýrslu.

 


mbl.is Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband