Viðtal við sjálfa mig...

Frumvarp til laga um innleiðingu matvælalöggafar ESB og breytingar á undanþágum Íslands frá Viðauka I við EES samninginn liggur nú fyrir alþingi. Á www.bbl.is er nú að finna stutt viðtal við mig þar sem afstaða BÍ er reifuð. Afstaða almennings virðist eindregnari en margir áttu von á. Aftan á 24 stundum í dag er t.d. að finna eindregna afstöðu með íslenskum landbúnaði. Heilbrigði matvæla á Íslandi hefur nefnilega algera sérstöðu. Þjóðir í kringum okkur hafa sumarhverjar t.d. gefist upp í baráttunni við campylobacter í alifuglum. Við höfum hins vegar kostað til mikilli fyrirhöfn og fjármunum og náð einstæðum árangri. Samkvæmt frumvarpinu virðist síðan sem síðan megi ekki einu sinni vara almenning við ef slíkar vörur eru fluttar til landsins. Þetta er í algerri andstöðu við markmið frumvarpsins um að auka matvælaöryggi. FootinMouth

Púðrum nefið...

Við dömurnar þurfum þá ekki lengur að stressa okkur við að púðra nefið á kvennasnyrtingunni...Wink
mbl.is Pissuskálar í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er ágætt -

þrátt fyrir allt, er titill á "blogggrein" aftan á 24 stundum í dag. Greinarhöfundur heldur því fram að allir sitji við sama borð þegar eitthvað bjátar á s.s. alvarleg veikindi. Því miður er þetta bara alls ekkert svona. Fólk sem býr úti á landi og þarf til sérfræðinga syðra fær takmarkaða styrki vegna kostnaðar sem af slikum ferðum leiðir. Ekki eru allir sérfræðilæknar með gilda samninga við Tryggingastofnun s.s. bæklunarlæknar. Ef venjulegur íslendingur þar að láta taka nagla úr löpp eftir fótbrot kostar slíkt á þriðja tug þúsunda að mér skilst. Ég ætla ekki að hætta mér út í að telja upp fleiri dæmi af þessu tagi en þau eru til. Greinarhöfundur segir að sig hrylli við þeirri tilhugsun að jöfnuður ríki ekki að þessu leyti. Líklega er hann svo heppinn að vera heilsuhraustur og þurfa sjaldan til læknis og hafa ekki kynnt sér málið betur. Angry

Snákar og eyrnalokkar...

Síðustu daga hef ég náð að lesa tvær bækur. Sú fyrri var bókin "Ein til frásagnar" eftir Immaculée Ilibagiza sem lifði af blóðbaðið í Rúanda 1994. Á bókarkápu segir: Þess ótrúlega saga um reynslu ungrar konu af helvíti helfararinnar mun ekki láta nokkurn mann ósnortinn." Sagan um hvernig hún lifði af ásamt sjö öðrum konum er lygi líkust. Prestuinn sem faldi þær hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni sem bjó í sama húsi og gaf þeim afganga frá heimilinu til að borða. Dæmi um annan Tútsa sem lifði af bar þannig til að hann var falinn af vini sínum sem var sjálfur Hútúi og fór á daginn út til að myrða aðra Tútsa. Þetta er ótrúlegt vitni um hvernig hægt er að ala á hatri og grimmd fólk í garð nágranna sinna, leikfélaga og vina svo fólk fæst til að ganga að þeim með sveðjur til að myrða þá. Þessi saga er ævarandi áminning til mannkynsins um hve lítið þarf til að fólk snúist gegn samlöndum sínum og vinum af hatri og ótrúlegri grimmd.

Hin bókin sem ég las heitir Snákar og eyrnalokkar og fékk japönsku bókmenntaverðlaunin 2004. Athyglisverð bók um þann doða og tilfinningaleysi sem grípur um sig hjá ungu fólki sem ekki finnur tilgang með lífi sínu. Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Bjarti í flokki neon bókanna. Ég hef lesið talsvert margar bækur í þessum flokki mér til mikillar ánægju og færi bókaútgáfunni fátæklegar þakkir mínar fyrir að færa okkur sýnishorn af nýjum heimsbókmenntum í góðum þýðingum.


Geimflaug eða gengisvísitala...

Já það er einmitt það, ég hélt að þetta væri stillingaratriði á nýju gleraugunum mínum. En þetta er sem sagt satt, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir eðlilega gengisvísitölu krónunnar 150-190. Segi bara ef þetta er rétt: You ain't seen nothing yet!!!
mbl.is Spákaupmenn sitja á 800 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrsaðir selshreifar...

Selveiðar voru stundaðar á Stakkhamri til ársins 1977. Kristjana systir og bloggvinkona skrifaði nýlega færslu á síðuna sína um það. En þessari starfsemi foreldra okkar fylgdi nokkur búhnykkur fyrir okkur systur. Þannig var nefnilega að áður fyrr var selurinn gernýttur til matar, m.a. hreifarnir. Við systur fengum hreifana, gefins, og fengum að svíða þá og síðan voru þeir frystir þannig. Síðan fórum við með þá á fund Geirs Björnssonar þá Hótelstjóra í Borgarnesi sem keypti þá fyrir nokkurn skilding sem við höfðum susmé í arð fyrir vinnu okkar. Gasið fengum við reyndar ókeypis hjá pabba og mömmu Joyful  en þetta voru fyrstu kynni okkar af sjálfstæðum atvinnurekstri. Geir súrsaði síðan hreifana og hafði á boðstólum á þorrablótum sem haldin voru á hótelinu. Mig rámar í að hafa smakkað súrsaða selshreifa en heldur þótti mér lítill matur í þeim.

Lítil hestavísa...

Kvika litla kná hún er,

kostir margir prýða.

Á henni frábært finndist mér

Fjörurnar að ríða.

Breytt 16. apríl smá nostur ....Cool

 

Kná hún litla Kvika er

Kostir margir prýða

Á henni frábært fyndist mér

fjörurnar að ríða


Meira af endurbættri stuðlasetningu...

Á góðum degi geysumst við

Galvösk fögnum vori.

Gæfan með mér gekk í lið.

Já glaður töltir Spori. 


Úps...

..veit ekki hvort ég á að ljóstra upp hvað mér datt í hug undir þessari fyrirsögn...FootinMouth
mbl.is Harðir á strippinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurbætt stuðlasetning...

Snör ég Smára fjörtök finn

Fimi, rýmd og huga

Með mjúkan flipa og makkan sinn

til margs má klárinn duga.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband