19.9.2008 | 12:26
Evran í gær...
Jæja hefði nú ekki verið tilvalið að taka upp Evru í gær Hvað ætli þjóðarbúið fái mikið fleiri Evrur í dag fyrir krónurnar sínar.
Höfðuatriði er að auka tiltrú á krónunni um þessar mundir og það verður ekki gert með því að klifa stöðugt á að hún sé ekki nógu góð fyrir okkur. Hinum títt nefndu sérfræðingum væri nær að snúa sér að því.
Krónan styrkist um 3,17% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má líka geta þess að evran í rúmum 131 krónum núna, fyrir stuttu var hún í 80-90. Þessi hækkun í dag skilar voða litlu til baka af því sem við höfum tapað undanfarnar vikur og mánuði.
Karma (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:18
Ég segi afhverju á að taka upp Evru,er það eini gjaldmiðill heimsins,eða eru þeir sem tala mest um Evru að reyna að koma okkur inn í Evrópusambandið,það eru aðallega greiningadeildir bankana og fjármálafyrirtæki sem tala um Evru,,,,af hverju??
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 19:22
Og við vitum nokkurnveginn hvað greiningardeildirnar hafa verið nákvæmar og sannspáar.. Kveðjur til ykkar.
Ásdís (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 19:30
Það skiptir svo sem ekki öllu hvaða gjaldmiðill er tekinn upp heldur að hann sé nægjanlega stöðugur. Evran er iðulega nefnd þar sem svo mikil viðskipti Íslendinga eru við evrusvæðið
Karma (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 15:09
Takk fyrir innleggin. Karma: Evran er líka nefnd af þeim sem hyllast aðild að ESB sem þáttur í að koma þeirra málstað áfram. Þannig er það nú bara.
Erna Bjarnadóttir, 21.9.2008 kl. 13:45
Það er alveg rétt Erna, enda er evran sennilega stærsti kosturinn við að ganga í ESB.
Karma (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 18:26
Evra á Íslandi: Ráðstefna í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudaginn kl. 12.00
Erna Bjarnadóttir, 22.9.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.