Lausafé smalað...

Í dag var stóri dagurinn. Mæting kl. átta í Baðhúsið í Fjárborg. Þar biðu borð hlaðin smurðu brauði og kökum. Þegar allir höfðu troðið vambir sínar vel var hrossum raðað á bíla og ekið upp á Nesjavallaveg til móts við Mosfellinga sem smala norður af afréttarlandinu. Ég naut þess að fá sama hest og í fyrra hann Gjafar frá Kyljuholti. Hann er frábær reiðhestur og það sem enn betra er, kann til verka í smalamennskum.

Smölunin gekk þokkalega, mætti þó segja fólki meira til í upphafi til hvers er ætlast af því. Nokkuð af fé gafst upp eða var með óþekkt enda sumt í tveimur reifum blautt og þungt. Gjafar mátti nokkrum sinnum taka á því en við náum vel saman og óþekktarskjáturnar máttu lúta í lægra haldi fyrir okkur og öðrum lausafjársmölum. Til að krydda daginn fengum við tvö hressileg haglél á okku, sussu seí.

Niður í rétt vorum við komin milli 3 og 4 og þegar aftur var komið í Baðhúsið beið salkjöt og baunir, súkkulaðikaka og kaffi.  Frábær dagur og gaman að taka þátt í þessu verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Namm, saltkjöt og baunir.   

Menn eru afskaplega misjafnir smalar.  Sumir bara spá ekkert í hvað dýrin gætu hugsanlega verið að hugsa.    Ég verð að beita mig hörðu til að öfunda þig ekki af þessum degi.  Þetta hefur augljóslega verið frábært.

Anna Einarsdóttir, 21.9.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sæl Anna, já þetta var frábær dagur í einu og öllu. Vona að ég sé hér með orðin áskrifandi af að taka þátt í þessu hjá vinum mínum Lillu og Jens Pétri.

Erna Bjarnadóttir, 21.9.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband