Vandmeðfarin karfa...

Enn heldur ASÍ áfram að birta verðbreytingar á ímyndaðri matarkörfu sinni. Þetta eiga að vera einhverskonar ímynduð helgarinnkaup hjá ímyndaðri fjölskyldu. Þessi fjölskylda kaupir alltaf sama kjötið (lambalæri í helgarmatinn), sama brauðið o.s.frv. Þessir útreikningar eru því villandi um heildarverðþróun á matvörum. Vísitala neysluverðs er hins vegar háþróað tæki til þess brúks sem tekur tillit til verðbreytinga á margfalt fleiri vörutegundum og leitast þannig við að endurspegla öll matvöruútgjöld heimilanna, ekki bara helgarinnkaupin.

Hvað verðsamanburð og breytingar milli verslanir varðar eru þeir augljósu annmarkar að verslanir vita hvaða vörur eru í þessu og er þar að auki í lófa lagið að hækka verð þeirra strax og birting þessara upplýsinga ASÍ hefur farið fram. Það er nefnilega svo að verlsanir eru sífellt að breyta verði (samanmber færslu mína um rangar hillumerkingar) og um leið því á hvaða vörum þær taka helst inn tekjur sínar.

Neytendur verða með öðrum orðum að vera sjálfir virkt aðhald verslana.


mbl.is Matarkarfan hækkar um 5-7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband