Enn af fréttamati...

Hvenær ætla fjölmiðlar að hætta að lepja lapþunnar skýringar greiningadeildanna á efnahagsstöðunni. Af hverju er ekki talað við óháða aðila eins og hjá Háskólunum, Friðrik hjá Háskólanum í Reykjavík eða sérfræðinga á Hagfræðistofnun. Ef eignir heimilanna jukust um 32% á sama tíma og hlutabréf hækkuðu um 34% að meðaltali á ári (2004-2007) og húsnæðisverð um tugi prósenta, ja þá væri eitthvað skrýtið ef eigninrnar ykjust ekki. En hvað gerist þá þegar eignir heimilanna lækka vegna þessa að helstu eignir þeirra rýrna í verði af markaðsástæðum einum. Jú eignir rýrna en skuldir halda áfram að hækka ... og hækka.... og hækka vegna verðtryggingar og vísitala neysluverðs heldur jú áfram á uppleið meðan krónan er í frjálsu falli. Í efnahagsreikningi heitir þetta að eigið fé rýrni. Ég ætla ekki að selja húsið mitt eða bílinn til að borga skuldirnar en þegar ég tók lán til húsnæðiskaupa reiknaði ég alls ekki með að verðtryggingin ein myndi hækka skuldirnar um milljónir á ári.


mbl.is Staða heimilanna afar góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr ofurvenjuleg kona hefur talað,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,lesið þið það sem hún segir geðvonskugreiningadeildargúbbarnir ykkar hahahahahahahah

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk Galdri...  Ég sá að Jónas Kristjánsson bloggar á sömu lund svo von er til að fjölmiðlarnir fari að sjá að sér. Eins og hann segir, greiningadeildirnar sáu ekkert af þessu fyrir né ræða þær samspil bankanna og hagkerfisins.

Erna Bjarnadóttir, 19.9.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband