17.9.2008 | 08:47
Neytendavarsla....
Í verðbólgunni sem nú geysar hækkar vöruverð í verslunum ört. Ég hef hvað eftir annað orðið fyrir því að annað verð en merkt hilluverð, er innheimt á kassa. Ég brýni neytendur til að gefa ekki eftir að að láta leiðrétta svona sem og að bera saman kassastrimla og hilluverð. Aðhald neytenda nú er mjög mikilvægt. Enn meira pirrandi er þó þegar helgartilboð eru merkt á hillum, fram í vikuna á eftir en gilda síðan ekki við kassa. Síðast í gær lét ég leiðrétta slíkt í Melabúðinni, sem annars er mín uppáhaldsverslun því hvergi sem ég þekki til er annað eins vöruúrval á fermetra.
Stöndum þétt saman og snúum bökum saman....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.