Hver er spurningin?

Fyrirtæki sem selja þjónustu við að gera skoðanakannanir eru líka sérfræðingar í að semja spurningar, um hvað er spurt og hvað er ekki spurt.

Er spurt hvort viðkomandi vill ESB - aðild?

Er spurt hvort viðkomandi finnst ástand efnahagsmála óþolandi?

Er boðið upp á aðrar leiðir til lausnar á því? Kannske nýja ríkisstjórn?

Fyrir mér er fréttin engin og vitna ég þar m.a. til viðtals í Fréttablaðinu í dag við sænskan ráðherra sem ítrekar enn og aftur að evru aðild án ESB aðildar sé óraunhæfur möguleiki. Reyndar spyr ráðherrann undir rós hvort nálgun Íslendinga að umræðu um ESB aðild sé ekki á þeim nótum að þeir

vilji fá að plokka kostina út......
mbl.is Meirihluti vill evru hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru nú engin geimvísindi, Erna. Það var spurt: Vilt þú að tekin verði upp evra á Íslandi? Það kemur fram í fyrirsögninni að meirihlutinn vilji evru hér á landi.

Egill (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sæll Egill, Evra verður einfaldlega tæplega tekin upp á ESB aðildar. Einnig skiptir miklu máli á hvaða gengi íslenskum krónum yrði skipt fyrir Evrur. Spurningin er marklaus á þess að vera sett í víðara samhengi að mínu mati.

Erna Bjarnadóttir, 15.9.2008 kl. 16:07

3 identicon

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Af hverju aettum vid ekki ad geta tekid upp Evru an thess ad ganga i EB alveg eins og hin og thessi staerri riki hafa tekid upp Dollara an thess ad ganga i Bandarikin?

Páll Geir Bjarnason, 15.9.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sæll Páll og takk fyrir athugasemdina. Ef við gerum það án þess að ganga í ESB getum við ekki skipt krónum fyrir Evrur í Evrópska seðlabankann og hann verður heldur ekki bakhjarl okkar bankakerfis. Það að taka upp Evru án ESB aðildar er því dýrara og áhættusamara. Ég held að þau skilaboð sem komið hafa frá háttsettum mönnum innan Evrópska seðlabankans og stjórnmálamönnum sé skýr hvað þetta varðar. Evra á ESB er því vissulega möguleg en ekki vænleg.

Erna Bjarnadóttir, 16.9.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband