Samfélagsspegill...

Mér finnast flugvellir alltaf stórkostlegur samfélagsspegill. Þar finnst fólk af öllum stærðum og gerðum. Feitt fólk, grannt fólk, frægt fólk, herra og frú Nobody, börn og fullorðnir.

Ég fór með Icelandair til Oslóar í morgun. Innritaði mig á netinu í gær. Búið var að færa mig um sæti þegar ég kom á flugvöllinn og inni í flugvélinni hófust hrókeringar á ný þar sem börn höfðu verið innrituð í sæti við neyðarútganga. Auðvitað verður maður við beiðni um að færa sig en þetta á nú ekki að þurfa að gerast. Kannske væri einfaldast að ekki sé unnt að innrita í sæti við neyðarútganga á netinu. Eitthvað klikkaði allavega.

Nýja platínukortið mitt virkaði sam aðgangsmiði í Saga Bisness lounge, ekki amalegtSmile.  Þarf að senda bankastjóranum mínum kveðju. Gömul kona smeygði sér svo meðfram röðinni í flugvélina til að spara sér stöðu í röðinni. Önnur hafði nöldrað við ungan mann í öryggiseftirlitinu og þóst ekki skilja að hann vildi skoða handfarangur hennar. (Hvorug var íslensk ef það skyldi skipta einhvern máli). Þegar á Gardemoen var komið gáfu íslenskir fegðar sig á tal við mig, faðirinn var að missa af framhaldsflugi en töskur ókomnar. Þeir leituðu til mín að taka þann yngri undir minn væng og fylgja til mömmu sinnar sem beið frammi. En það slapp, töskur þeirra skiluðu sér áður en pabbinn þurfti að fara. Það var auðvitað sjálfsagt að hjálpa ef til hefði komið.

Bið að heilsa héðan úr blíðunni í Osló, frábært að sitja á hótelherbergi með tölvuna í kjöltunni og blogga!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband