Lýðræði er grunnur velferðarþjóðfélags

Ímyndið ykkur þjóðfélag án félagafrelsis og félagahefðar. Frjáls félög fá ýmsu áorkað og gera lífið skemmtilegra.

Ímyndið ykkur þjóðfélag án þjóðþings, án þingkosninga eða möguleika almennings og hagsmunahópa til að eiga möguleika á að tjá sig gagnvart þingi og stjórnvöldum. Hagsmunahópar geta sent umsagnir um lagafrumvörp, fengið að hitta þingnefndir osfrv.

Lýðræðið er frábær réttindi sem margir íbúar Hótel jarðar fara því miður á mis við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Við erum svo vön að líta á þetta sem sjálfsagðan hlut að við gleymum að meta það, muna að þetta sé ekki sjálfgefið.

Við gleymum líka að standa vörð um að það sé rétt notað eða misnotað.

Við búum við fulltrúalýðræði, stundum er nauðsyn að halda fulltrúunum við efnið, láta þá muna fyrir hvað þeir voru kosnir, það er ekki sjálfgefið að þeir fái sömu atkvæði næst, þeir eiga að vera metnir af verkum sínum, ekki eftir loforðum.

Kristjana Bjarnadóttir, 21.5.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Jamm og lýðræði snýst heldur ekki um að einfaldur meirihluti geti kúgað minnihluta. Ergo! Lýðræði og félagstarfsemi er mjög þróað samskiptaform er það ekki.

Erna Bjarnadóttir, 22.5.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband