Færsluflokkur: Bloggar

Ábyrgð og afleiðingar...

Vitaskuld verða einstaklingar eins og fyrirtæki og stjórnvöld að stilla útlátum í hóf og gera ráð fyrir "slaka", þ.e.a.s. spenna bogann ekki of hátt. En það var heldur ekki fyrir venjulegt fólk að sjá fyrir 12-13% verðbólgu hér á landi í sumar. Ef svona heldur áfram hækka skuldir meðalheimilisins um hálfa milljón á 3-4 mánuðum. Það þarf að grafa djúpt í vasana hjá mörgum til að standa undir auknum afborgunum af lánum í
mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gargandi snilld hjá Glitni

Þessa frétt var að finna á textavarpinu í gærkvöldi: 

"Glitnir spáir mikilli lækkun húsnæðisverðs umfram verðbólgu á síðari  hluta ársins. Ingólfur Bender, 
forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir  að þeir sem nú leita sér að húsnæði ættu frekar að leigja en kaupa. Þá ættu þeir sem hyggjast selja, að gera það  hið fyrsta. "

Mér féllust eiginlega alveg hendur - þetta er svo mikil snilld. 

Glitnir tilkynnti einnig í gær að fyrirtækið hættir að borga starfsmönnum dagpeninga á ferðalögum erlendis en bankinn greiðir eftir sem áður allan ferða og uppihaldskostnað. Þeir velta sér víst ekki lengur upp úr peningum á þessum bæ....


Hvessir frá Ásbrú


Jæja nú hefst vonandi nýr þráður í rækttunarsögu hrossabóndans í Grænumýri. Frú Þerna hefur lagt leið sína fyrir folann Hvessi frá Ásbrú. Gæjinn er með litla 126 í kynbótamat enda ekkert smá genabúnt á ferðinni sjá meðf. ættartré. Mér er sagt að hann sé háfættur og massaður. Ekki amalegt fyrir Þernu Wink

 

 IS1987187700

    
 Oddur frá Selfossi     
   IS1999188801  
   Þóroddur frá Þóroddsstöðum   
 IS1984287011    
 Hlökk frá Laugarvatni     
     
     
 IS1986186055    
 Orri frá Þúfu     
   IS1998258700  
   Samba frá Miðsitju   
 IS1977257141    
 Krafla frá Sauðárkróki    

Ekki gera ekki neitt...

Þetta kom svosem varla á óvart, eða hvað? Hækkanir vegna verðhækkana erlendis og gengislækkunar krónunnar eru enn að skila sér út í verðlagið hér. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin sé á sama tíma að halda skælbrosandi upp á eins árs afmælið sitt og guma við það tilefni af afrekum sínu. Gerið nú þetta slagorð Intrum innheimtustofunnar að ykkar. Ekki gera ekki neitt - Einhver bloggarinn sagði að þjóð sem kysi slíka ríkisstjórn í frjálsum kosningum ætti ekki betra skilið - ég tel að við eigum betra skilið vona að fleiri sjái það og sýni á kjörseðlinum næst.
mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

H-Dagur ... dagur fyrir heiðurs skot!

Í dag er merkisdagur:

40 ár síðan ég varð sex ára

40 ár síðan hægri umferð var lögleidd á Íslandi

Linda fer á Bob Dylan tónleika

Selma fór í skólabúðir á Reykjum og verður fram á föstudag, svolítið eins og að fara í heimavistarskóla

Moli varð eins árs í gær -  samkvæmt opinberu fæðingarvottorði

Þytur, Spori og Geisli fara í sveitina og útreiðatímabilinu hér í bænum því lokið. Takk fyrir veturinn strákar mínir. Þið hafið staðið ykkur vel og verið sannir gleðigjafar.

 


Gæsahúð...

Gamla brýnið fékk snert af gæsahúð af að horfa á Regínu og Friðrík. Metnaður og kraftur í flutningnum, það verður ekki frá þeim tekið.

Annars var ekki um vonbrigði að ræða þegar kom að fjölbreytni í lagasmíð og tilþrifum í flutningi. Flytjandi Bosníu og Herzegovínu var háfgerð múmía, Finnarnir rokkuðu, þétt band. Pólland sýndi silikon og rifbein. Sú sænska var hins vegar nokkuð strekkt, sýndist hún vera með poka undir augunum og hökutopp....LoL. Líklega slatti af saumum á bak við eyrun. Azerbajesku strákarnir voru athyglisverðir fiðurhausar. Um Frakkland ætla ég ekki að hafa mörg orð - loðið kvenfólk er ekki fyrir minn smekk. En Spánverjar...... hljóta að komast í hóp ósmekklegustu búninga fyrr og síðar. Rússar voru bara se..FootinMouth ... En nú drögum við andann djúpt... veðja á 4. sæti fyrir okkar fólk og svo sjáum við til


mbl.is Flutningur Eurobandsins gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siglt eftir vindi...

Aðflugi að Keflavíkurflugvelli fylgir viss tilfinning. Svona Ísland er land mitt tilfinning. Hér á ég heima og fer með glöðu geði í kuldagalla, regngalla og annan búnað til að verjast náttúruöflunum, ekki vil ég vera án þeirra. En því miður virðist mér Ísland vera að verða frægt að endemum í útlöndum eða allavega sumir Íslendingar. Nýverið reyndu íslenskir "fjárfestar" að kaupa stórt símafyrirtæki í Finnlandið "fyrir lánaða peninga" eins og það var orðað í mín eyru. Hneykslan viðmælanda míns leyndi sér ekki. Stjórn fyrirtækisins vili ekki sjá þessa kaupendur og sölunni var því hafnað.

Utanríkisráðherran okkar blessuð er líka fræg fyrir þá endaleysu sína að vera á mót hvalveiðum í ríkisstjórn en styðja hana á alþjóðavettvangi. Fundarmönnum sem ég var með á fundi í Osló í gær var kunnugt um þetta og það var hlegið að þessu. Halda menn að það sé hægt að segja hvað sem er á íslensku af því að útlendingar skilji hana ekki!  Nei, þetta verður seint toppað nema þá eins og Þráinn Bertelsson segir í Fréttablaðinu í dag: Að vera á móti hvalveiðum á daginn og með þeim á nóttunni... eða var það öfugtWoundering. Það er nú lítil sál í svona pólitík og dapurlegt að þurfa að ræða slíka framkomu æðstu manna og kvenna þjóðarinnar.


Til hamingju Ísland

Ísland komið áfram í EurvisionGrin þá er allavega partý fært er það ekki krakkarWink. Ég missti því miður af flutningnum, var í dýrindis kvöldverði í nýja Óperuhúsinu í Osló. Það er reyndar ótrúlegt að Danmörk, Noregur og nú Ísland séu að verja offjár til að reisa hús utanum Mið-Evrópska hástéttar menningu. En þetta er flott hús sem hefur verið reist hér, kostaði líka 900 milljónir Evra.

 


Auka gat á beltið...

Eru háir vextir ekki hluti af verðbólgu og háu verðlagi Woundering. Ef ég er að selja vöru eða þjónustu þarf ég fjármagn... ef vextir hækka þá....hmmmm... GetLost.

Ég held að hagsýnar húsmæðu landsins séu farnar að kaupa kjöt til vikunnar á helgartilboðum, fara með skóna sína í viðgerð og kaupa ársbirgðir af nærfötum ef þær komast til útlanda. Á ýmsu er okrað á Fróni en ég held að flest sé toppað þegar kemur að undirfötum.......FootinMouth


mbl.is Ótvíræð merki um að eftirspurn er að dragast saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsspegill...

Mér finnast flugvellir alltaf stórkostlegur samfélagsspegill. Þar finnst fólk af öllum stærðum og gerðum. Feitt fólk, grannt fólk, frægt fólk, herra og frú Nobody, börn og fullorðnir.

Ég fór með Icelandair til Oslóar í morgun. Innritaði mig á netinu í gær. Búið var að færa mig um sæti þegar ég kom á flugvöllinn og inni í flugvélinni hófust hrókeringar á ný þar sem börn höfðu verið innrituð í sæti við neyðarútganga. Auðvitað verður maður við beiðni um að færa sig en þetta á nú ekki að þurfa að gerast. Kannske væri einfaldast að ekki sé unnt að innrita í sæti við neyðarútganga á netinu. Eitthvað klikkaði allavega.

Nýja platínukortið mitt virkaði sam aðgangsmiði í Saga Bisness lounge, ekki amalegtSmile.  Þarf að senda bankastjóranum mínum kveðju. Gömul kona smeygði sér svo meðfram röðinni í flugvélina til að spara sér stöðu í röðinni. Önnur hafði nöldrað við ungan mann í öryggiseftirlitinu og þóst ekki skilja að hann vildi skoða handfarangur hennar. (Hvorug var íslensk ef það skyldi skipta einhvern máli). Þegar á Gardemoen var komið gáfu íslenskir fegðar sig á tal við mig, faðirinn var að missa af framhaldsflugi en töskur ókomnar. Þeir leituðu til mín að taka þann yngri undir minn væng og fylgja til mömmu sinnar sem beið frammi. En það slapp, töskur þeirra skiluðu sér áður en pabbinn þurfti að fara. Það var auðvitað sjálfsagt að hjálpa ef til hefði komið.

Bið að heilsa héðan úr blíðunni í Osló, frábært að sitja á hótelherbergi með tölvuna í kjöltunni og blogga!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband