Færsluflokkur: Bloggar

Upplifun frá ættarmóti...

Um helgina komu afkomendur Laufeyjar og Bjarna í Bjarnarhöfn saman. Safnast var saman í Bjarnarhöfn og byrjað á samveru í kirkjugarðinum en þar spjallaði sr. Hjálmar við hópinn undir berum himni og minntist þeirra og sonar þeirra Reynis Bjarnasonar sem lést langt um aldur fram. Á eftir var myndaður hringur um kirkjuna og sungið Blessuð sértu sveitin mín. Síðan var sest undir húsvegg og þegnar veitingar að hætti staðarins kökkur, kaffi, djús, hákarl og harðfiskur og farið í leiki. Um kvöldið var svo snæddur sameiginlegur kvöldverður og samvera yfir minningum, myndum og söng. Margar hendur hjálpuðust að til gera þetta að sérlega ánægjulegum degi. Ásta Sólveig á ekki síst þakkir skildar fyrir frábæra samantekt og sýningu á fjölskyldumyndum.

Margir stigu á stokk um kvöldið. Persónulega fannst mér bréfið sem Lella las, frá Ömmu til hennar skrifað árið 1973, eitt magnaðasta atriðið. Það lýsti vel hvað hún var alltaf störfum hlaðin og gestagangurinn með ólíkindum. Það mátti nánast heyra ömmu segja sjálfa frá störfum sínum sem hvergi komu fram í vergri þjóðarframleiðslu eða öðrum mælistikum.

Kærar þakkir öll fyrir samveruna og samhendni við allt sem þurfti að gera.


Hryssur taka að sér folöld

Já gaman þegar svona tekst til. Fyrir 11 árum voru tvær hryssur, systur, með sínu hestfolaldinu hvor á Stakkhamri. Dag einn í ágúst veittu heimamenn því athygli að aðra hryssuna vantaði í stóðið. Þegar að var gáð fannst hún dauð í haganum. Systir hennar hafði hins vegar tekið folaldið að sér. Bæði folöldin sugu hryssuna jafnt og samtímis og gengu síðan undir henni saman langt fram á haust. Engin afskipti þurfti að hafa af þessu. Var þetta systrakærleikur eða hvað? Hestarnir eru núna tamdir reiðhestar og yndi eigendanna.
mbl.is Folald tekið í fóstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru slæmar fréttir...

Gengisfall krónunnar veldur nefnilega hækkunumá innflutningsverði vara ekki bara auknum gjaldeyristekjum af útflutningi. Verð á hrávörum þ.m.t. eldsneyti hefur líka farið hækkandi á heimsmarkaði. Ég sló á lækkun krónunnar frá miðjum febrúar og fram í miðjan júlí. Á þessum tíma hækkaði gengisvísitalan um 23%. Fyrstu sex mánuði ársins jókst útflutningur hins vegar um 14,1%FootinMouth.


mbl.is Óhagstæð vöruskipti í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir fallegir staðir á Íslandi..

P1000117

Jæja - hvaðan er þessi mynd??


Bloggað fyrir Hrafnhildi...

Já þetta er nú búið að vera aldeilis fínt sumar. Mikið riðið út, farið kringum Kirkjufell og Stöðina úti í Grundarfirði. Svo var stór reiðtúr með tæplega 100 þátttakendum á helginni fyrir verslunarmannahelgina á fjörunum við Stakkhamar. Geisli er farin í tamningu til Skúla og Sigrúnar í Hallkelsstaðahlíð, þangað sendi ég alla stráka sem þarfnast uppfræðslu. Hann er til sölu ef "rétt tilboð" fæst. Er líka með hnakk til sölu hehe. Smári slapp of vel, eftir Grundarfjarðarferðina reif hann illa undan sér skeifu og var ekki járnaður aftur. Spori og Þytur hafa hins vegar staðið sig með sóma á útreiðum í sumar.

Til hamingju með að vera komin á Hóla og svo væri gaman að frétta hvernig gekk að keppaWink. Heyrumst skvís....


Andað léttar...

Já það eru allir fegnir að þetta tókst vel. Umferðin dreifðist mikið og raunar eru ekki svo margar útihátíðir eins og stundum áður. Svo eru margar aðrar ferðahelgar. En auðvitað voru sumir ökumenn eins og alltaf er, ekki með á hvað þeir voru að gera. Innra hringtorg á t.d. alltaf forgang að fara út úr hringtorgi, of margir hundsa það. Svo eru margir á ferð með alls konar aftanívagna og setja ekki framlengingar á hliðarspega og sjá því ekkert hvað er að gerast í kringum sig. Þessu finnst mér að eigi að taka ákveðnar á.
mbl.is ,,Getum ekki verið annað en ánægðir"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi hjá ungu fólki

Í gær hélt hún Linda upp á sautján ára afmælisdaginn sinn. Það var ósköp huggulegt níu manna kvöldboð. Það var auðvitað gaman að spjalla við unglingana. Ég spurði þau hvort þau þekktu ungt fólk sem væri atvinnulaust í ljósi þess að mest atvinnuleysi mælist nú meðal þess. Þeir sem þau vissu um væru flest krakkar sem hefðu hætt í skóla og farið í vinnu en dottið síðan út úr því. Skólakrakkar sem allavega vilja vinna hafa allir vinnu svo þau vissu. Nokkrir af veislugestum vinna t.d. á elliheimilum og líkar vel. Húsasmíðaneminn er á samningi og gerið það gott. Frábært hjá þeim öllum, duglegir krakkar sem vinna að því að ná sér í góða menntun. 


Árás á efnahag heimilanna...

Launavísitalan hefur hækkað minna en vísitala neysluverðs sl. 12 mánuði.

Gengið lækkar, lækkar og ...............lækkar.

Ég er farin í sveitina að lifa á fjallgrösum, silungi og mjólk umfram greiðslumark.


mbl.is Lækkun krónunnar 3,58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf gaman í ....gerði

Síðustu daga hef ég sent út og suður pistla og fréttir um færð og áningargerði á Löngufjörum, allir hestamiðlarnir, 847.is, eidfaxi.is og hestafrettir.is hafa birt efni um þetta og svo kemur lítil grein í Bændablaðið eftir helgi.

En í næstu viku verður hápunkti hestamennskunnar í ár náð en þá á að fara á útreiðar með Brynjari, Hrefnu og fjölskyldum. Herra Þytur, Smári, Spori, Smella og Snerra (Essin fjögur) eru ráðin sem ferðafélagar en sjötti ferðafélaginn er í ófrágenginn. Svo verður Grænumýrargengið með þessa fáka milli fóta sér....Grin


Gullkálfurinn okkar...

Íbúðalánasjóður hefur margsannað gildi sitt en það er þó meira en lítið skondið að hann sé sendur til að bjarga þeim sem gagnrýnt hafa tilvist hans. Hvað segja greininga-gæðingarnir nú....

 


mbl.is Íbúðalánasjóður til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband