Færsluflokkur: Bloggar

Orðlaus...

Þessi fyrirsögn er alveg kostuleg....Shocking . Annars tel ég víst að margar húsmæður séu með erlent vinnuafl í húsverkunum en það er víst ekki það sem smiður þessarar fyrirsagnar var með í huga...
mbl.is Ísfirskar konur fá erlent vinnuafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhagur heimilanna í mótbyr...

Bankarnir spá nú 13 - 14% verðbólgu næstu mánuði. Hvað þýðir það á mannamáli? Þegar ég verð búin að borga af lánunum mínum hjá íbúðalánasjóði í júní munu eftirstöðvar þeirra með verðbótum verða 332.000 kr hærri en þær voru eftir að ég borgaði af þeim í maí. eftir sumarið verður þessi tala samtals komin á aðra milljón. Svo hælir utanríkisráðherra sér af því að hafa sparað ríkissjóði stórfé með því að fresta lántökum ríkissjóðs til að bregðast við efnahagsástandinu. Mér er ísköld alvara, en fjárhagur heimila og fyrirtækja einfaldlega þolir ekki þessar aðstæður.... Shocking
mbl.is Íslenska bankakerfið í mótbyr næsta árið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið á kostum...

Það var boðið upp á sundbolta, dýfingar og takka-brettaflug í Basel í kvöld. Lýsing RUV manna á því sem fyrir augu bar var líka fjölbreytt. Tyrkir beittu "demantaspili" og Svisslendingar "umkringstækni".....Blush Jafnvel höfundar íslenskrar orðabókar mega ekki missa af EM þegar nýyrðunum rignir svona yfir mann......LoL


mbl.is Tyrkir með sigurmark á síðustu mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin heim ...

Í gær kom ég heim frá Póllandi. Þetta var áhugaverð ferð enda efst á baugi sömu mál og annarsstaðar í heiminum, matvælaverð, matvælaframleiðsla hagur bænda og framtíð landbúnaðar í hlýnandi loftslagi. Í gær var spurt í ameríska þættinum "Ertu skarpari en skólakrakki" hvaða skeiði við lifðum á núna. Rétt svar átti að vera nýlífsöld en ég hallast að svari Ragga: "Global warming".

Póllandsferðinni ætla ég að gera betri skil í Bændablaðinu allavega efni ráðstefnunnar. En heim kom ég illa kvefuð og sé ekki fram á að fara í vinnuna fyrr en á miðvikudag. Ég er því heima með Mola litla sem fagnar innilega komu minni og horfi á Frakkland og Rúmeníu keppa á EM í fótbolta.


Landbunadur i heiminum

Sa ad Jon fraendi bloggadi um radstefnu FAO i Rom. Her i Pollandi er mikid raett um matvaelaoryggi, verd a buvorum, hlut landbunadar i ad baeta kjor faetakra i heiminum osfrv. mjog ahugavert. Falconer kemur her seinna i dag ad tala um WTO og Doha lotuna.

Polland

Ja nu virkar bloggid her fra Pollandi. Her er buid ad funda i 2 daga og kjosa nyja forseta IFAP. I kvold er Gala-dinner og Nordmenn hafa tekid islensku domurnar undir sinn verndarvaeng.

Frabaert

Bjork veit hvad hun er ad segja um Island. Hun hefur ferdast vida og hitt listamenn hvadanaeva ur heiminum. Takk Bjork
mbl.is Ísland verði áfram númer eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Molastaðir...

Í gærkvöldi vildi það til að Litli-Moli lokaðist úti. "Mamma gamla" steinrotaðist á koddanum sínum án þess að gera sér grein fyrir þessu. Snemma í morgun heyrðist svo ámátlegt - mjáá - fyrir utan svefnherbergið. Auðvitað var litla prinsinum umsvifalaust hleypt inn og var hann ekki seinn á sér að kúra sig niður við höfðalagið hjá mér. Ég lá reyndar "Mola-megin" í bólinu því stóri erfinginn hafði hreiðrað um sig hinu megin. Það var því nokkur þröng á þingi en bara notalegt að hafa Mola þarna líka.... þetta eru að verða hálfgerðir Molastaðir þarna norðanmegin í kojunni minniFootinMouth .

Gerbreytt staða

Varanleg hækkun á matarverði kemur þyngst við fátækar þjóðir og þjóðfélagshópa. Hluti af verðhækkunum nú eiga eflaust rætur í ásókn fjárfesta í hrávörur (gull og aðra málma, olíu og korn) til að ávaxta og geyma fé nú þegar fjármálamarkaðurinn á í erfiðleikum. En þessi niðurstaða staðfestir ótta margra.
mbl.is OECD spáir háu matvælaverði næstu 10 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánahrollur og krepputal...

Þessa dagana er efnahagsástandið mér afar hugleikið. Greiningardeildin mín hefur verið að vinna úr margvíslegum upplýsingum sem skolað hefur inn í höfuðið eftir hinum og þessum leiðum, síðast í kvöld þegar ég hafði sprenglærðan hagfræðing með mér í bíl fram og til baka frá Hvanneyri. Hreinasti hvalreiki fyrir greiningardeildina mína. Niðurstaðan er sú að efnahagsástandið hér á skerinu er grafalvarlegt - you ain't seen nothing yet. Búið ykkur undir næsta vetur þetta er rétt að byrja. Ríkisstjórnin hefur flotið sofandi að feigðarósi. ISG hældi sér í gær í sjónvarpinu af því að ríkisstjórnin hefði sparað sér stórfé með því að bíða með erlendar lántökur til að styrkja gjaldeyrisforðann þar til nú. Það setti að mér kjánahroll þegar hún lofaði brosandi betri tíð í haust. Sannleikurinn er sá að það átti að vera löngu búið að gera þetta og hefði þannig getað afstýrt einhverju af slysinu sem orðið er. Seðlabankinn virðist heldur ekki geta hitt á að tímasetja sínar aðgerðir. Þegar erlendir lánsfjármarkaðir lokuðust og lausafjárskortur varð átti bankinn að búa sig í að lækka vexti en ekki hækka. Sannleikurinn var nefnilega sá að þeir háu vextir sem bankinn var með fyrir hrinu mjög lítið á markaðnum þar sem þeir snertu mjög lítið af því fjármagni sem var í umferð. En allt í einu verða yfirdráttarlán mjög mikilvæg - en hvaða atvinnulíf eða heimili geta borið vexti sem eru margfaldur hagvöxtur í þjóðfélaginu. Hversu lengi munu Sturla Jónsson og aðrir einyrkjar eða smáfyrirtæki halda þetta út? Ef þú átt ekki flatskjá núna er þetta ekki tíminn til að kaupa hann - borgaðu frekar niður lán eða geymdu peninginn þar til harðnar á dalnum. Flatskjáir verða áfram til þegar kaupmátturinn okkar vex á ný.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband