Færsluflokkur: Bloggar
21.5.2008 | 16:21
Lýðræði er grunnur velferðarþjóðfélags
Ímyndið ykkur þjóðfélag án félagafrelsis og félagahefðar. Frjáls félög fá ýmsu áorkað og gera lífið skemmtilegra.
Ímyndið ykkur þjóðfélag án þjóðþings, án þingkosninga eða möguleika almennings og hagsmunahópa til að eiga möguleika á að tjá sig gagnvart þingi og stjórnvöldum. Hagsmunahópar geta sent umsagnir um lagafrumvörp, fengið að hitta þingnefndir osfrv.
Lýðræðið er frábær réttindi sem margir íbúar Hótel jarðar fara því miður á mis við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 13:22
Vináttan og vorið
Á hverju vori bregðum við saumaklúbbssnótirnar undir okkur bílunum og brunum vestur að Hellnum á Snæfellsnesi. Þessi ferð var farin nú um helgina. Mig er strax farið að hlakka til á næsta ári. Það var hlegið, spáð í spil, borðaður góður matur (Sigga er nú alger snilldarkokkur) og sungið fram á nótt. Frábær félagsskapur hjá okkur æskuvinkonunum. Takk fyrir helgina ferðafélagar og frábæru gestgjafar.
Á sunnudeginum renndi ég mér í reiðtúr fram í Hólma með pabba, Sigrúnu, Laufey og Selmu. Ég fékk hana Snældu lánaða og teymdi pjakkinn hann Smára. Hann náði að gera mér grikk og það endaði með harkalegu faðmlagi við fósturjörðina. Sjórinn er víst saltur . Enginn meiddist og Snælda stóð sig með prýði. En pjakkurinn Smári er til framhaldsmeðferðar síðar. Í Hólmanum voru æðarkollur farnar að huga að varpi ef ekkert kemur upp á verður vonandi gaman að koma þar aftur í byrjun júní.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2008 | 21:44
Topp tíu
Spurningin sem lögð er fyrir fræga fólkið í Föstudegi sem fylgir Fréttablaðinu
Tja greinilegt er að verið er að spyrja um efnislega hluti - ég ákvað að spreyta mig ath. ekki er sérstök röð á því sem mér datt í hug og kannske hefði ég nefnt eitthvað annað í gær - eða á morgun.
Hnakkurinn minn - gamall Skagfjörð - marga góða stundina átt í honum
Motorola gellu síminn minn - mörg skemmtileg símtöl verið töluð í hann
Calligaris húsgögnin mín - mikil heimilisprýði
Puma skórnir - mikið búið að ganga á þeim og endurnýja einu sinni með nákvæmlega eins pari
Málverkið af okkur Kviku - uppáhalds æskuminningarnar samankomnar í einni mynd uppi á vegg
Hesturinn Perla eftir Bjöggu frænku - minjagripur um æskuna - gengna kynslóð af ættingjum og Perlu
Cheyenne gallabuxurnar - góðar gallabuxur eru nauðsynlegar
Lopapeysan frá Heiðu frænku - Hvort sem er á fundi í útlöndum eða heima í stofu
Handavinna eftir erfingjana - nokkrir gripir til
Horfnir góðhestar eftir Ásgeir Jónsson - drakk þessa bók í mig hjá ömmu og er Guðbjarti frænda þakklát fyrir að gefa hana eftir og pabba og mömmu fyrir að hugsa til mín með hana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 14:27
Myndavélapælingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 11:50
Lifað um efni fram...
Lengt í hengingaról Íslendinga" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 14:01
Ég er ekki hissa...
Bretland er stórt land og fjölmennt með mikil tengsl við önnur lönd samveldisins og fyrrum nýlendur. Margir bretar eru upprunnir í þessum löndum. Bretland er svo auðvitað í ESB sem fylgja mikil tengsl við önnur lönd þar á bæ. Það kemur því ekki sérstaklega á óvart að þeir viti lítið um Ísland.
Margir Bretar vita ekki að Ísland er í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2008 | 11:25
Sauðburður og sólskin
Veðrið leikur aldeilis við okkur þessa dagana. Í gær fórum við Selma norður í Húnavatnssýslu, nánar tiltekið hún að Akri til Jóhönnu og ég á fund á Blönduósi um matvælafrumvarpið svokallað. Selma fór að sjálfsögðu í fjárhúsin með Helgu og var harla ánægð með heimsóknina, hlýjar móttökur eins og alltaf á Akri. Hún sá fullt af lömbum og skellti sér í morgunn i skólann í peysunni með kindalyktinni .
Fundurinn á Blönduósi var afar vel sóttur svona um hábjargræðistímann hjá sauðfjárbændum, um 40 manns. Það er alltaf gaman að fara í svona ferðir og ræða mál sem varða miklu. Það er grundvallarbreyting ef leyfa á innflutning á fersku kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk og t.d. ostum úr ógerilsneyddri mjólk, til Íslands. Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur flutti fróðlegt erindi um sjúkdómastöðu og þá áhættu sem slíkum innflutningi getur fylgt og nefndi dæmi um tjón sem hlotist hefur af þegar skæðir búfjársjúkdómar hafa komið upp í nágrannalöndunum í tengslum við hrámeti. Eitt svona slys gæti t.d. gert útaf við íslenska geitastofninn.
En góða veðrið "lemur" ákaft á gluggann núna - ég held að það endi með hesthúsferð seinnipartinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 14:39
Krónan sveiflar sér í rólunni...
Já, hún dansar upp og niður blessuð krónan. Ég fórnaði svissnessku frönkunum í dag og breytti í krónur, vogun vinnur - vogun tapar.
En svo bíður maður með öndina í hálsinum eftir hvað Seðlabankinn gerir á næsta vaxtaákvörðunardegi. Verða þeir búinir að skilja að stór hluti verðbólgunnar er innfluttur og af orsökum sem hvorki Seðlabankinn eða við almúginn fáum neinum um breytt.
Þetta ástand saxar hratt á kaupmáttinn á þessum krónum sem koma mánaðarlega í launaumslagið hjá okkur sauðsvörtum...
Krónan og hlutabréf hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 12:59
Fjarskanaistan...
Það er algerlega ofvaxið mínum skilningi hvernig herforingjastjórnin í Burma tekur á afleiðingum náttúruhamfaranna fyrir viku. Enn ein áminning til okkar hér á ískalda skerinu um hve gott við höfum það, svo gott að við trúum ekki að nokkuð geti komið fyrir, allt muni jú allavega reddast.
Í þessum fréttaflutningi af Burma, Tíbet og stundum Nepal, verður mér hins vegar oft hugsað til lítils fjallalands á þessu sama svæði sem heitir Buthan. Þar ríkir friðsæld og landið því aldrei í fréttum. Þegar ég var við nám í Wales (fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að rifja upp) var þar námsmaður frá Buthan að læra jarðrækt. Very peaceful - var lýsing hans á landinu sínu.
Mér dettur Buthan oft í hug þegar fólk talar um "Fjarskanistan".SÞ stöðva flutning hjálpargagna til Búrma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 09:31
Góður fimmtudagur ...
Fimmtudagurinn 8. maí er fyrsti afmælisdagur Finnbjarnar frænda. Til hamingju með daginn frændi. Dagurinn var einstakur góðviðrisdagur, hitamælirinn í bílnum sýndi 15 stig. Ég hitti eldri erfingjann heima í hádeginu sem tilkynnti mér að vörubílstjórar þeyttu lúðra sína fyrir framan Alþingishúsið. Þeir væru með því að trufla EmmErringa í vorprófunum, tillitsleysið algert. Mamma eigum við ekki bara að fara að mótmæla háu verði á hestakögglum!!
Seinni partinn fórum við Selma, ég, Herra Þytur og Spori í reiðtúr upp að Hafravatni. Ekki amalegt í vorblíðunni. Í kvöld verður svo Vorblót sundfélagsins Grettis haldið í Hafnarfirði. Þar verð ég í hlutverki smástelpunnar því félagsmenn aðrir eru minnst 10 árum eldri en ég, en félagsandinn er frábær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)