Færsluflokkur: Bloggar
21.6.2008 | 22:17
Alltaf gaman í ....gerði
Síðustu daga hef ég sent út og suður pistla og fréttir um færð og áningargerði á Löngufjörum, allir hestamiðlarnir, 847.is, eidfaxi.is og hestafrettir.is hafa birt efni um þetta og svo kemur lítil grein í Bændablaðið eftir helgi.
En í næstu viku verður hápunkti hestamennskunnar í ár náð en þá á að fara á útreiðar með Brynjari, Hrefnu og fjölskyldum. Herra Þytur, Smári, Spori, Smella og Snerra (Essin fjögur) eru ráðin sem ferðafélagar en sjötti ferðafélaginn er í ófrágenginn. Svo verður Grænumýrargengið með þessa fáka milli fóta sér....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 12:42
Gullkálfurinn okkar...
Íbúðalánasjóður hefur margsannað gildi sitt en það er þó meira en lítið skondið að hann sé sendur til að bjarga þeim sem gagnrýnt hafa tilvist hans. Hvað segja greininga-gæðingarnir nú....
Íbúðalánasjóður til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 10:44
Lækkaði olíuverð ekki líka...
Krónan styrkist um 1,53% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2008 | 22:22
Hvað gerðist í dag...????
Jú bensínið hækkaði!!. Er ykkur alvara að spyrja svona eins og tæknitröll úr fótbolta ... eða hvað???
Gengislækkanir skila sér út í verðlagið með einum eða öðrum hætti. Unglingar hér á Seltjarnarnesi ákváðu síðastliðið haust að fara í handboltaferð til Svíþjóðar nú í byrjun júlí. Ferðin kostar 4000 kr meira en upphaflega var áætlað. Þetta verður áhrifamikil kennsla til þeirra um áhrif gengislækkana á pyngjun óbreyttra neytenda.
Gengislækkun getur þýtt verðhækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 22:10
Tríkínur finnast í öðrum dýrum...
Þverárfellsbjörninn smitaður af þráðormi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 11:22
Fyrirhyggja á Löngufjörum...
Það var frekar gaman um helgina hjá Grænumýrargenginu. Við Linda brunuðum vestur að Stakkhamri á laugardagsmorgninum og á eftir kom gangsterinn á rauða fordinum RX. Veðrið var yndislegt. Eftir hádegi var lagt á hesta og umhverfið skannað. Þytur sýndi Ragga fjörurnar er var helst til fjörugur við það. Um kvöldið var áætlað að fara í dúntekju en á leiðinni spurðist út að kollurnar væru rétt í þann mund að unga út eða með ungana í hreiðrunum svo við snerum frá og skoðuðum nýja gerðið í Stakkhamarsnesi. Þar hefur verið reist myndarleg áningaraðstaða fyrir hestaferðahópa. Skemmtilegt kvöld í fallegu umhverfi.
En enn og aftur kæru vinir. Fyrirhyggja er boðorð eitt til tíu í hestaferðum á Löngufjörum. Sjórinn kemur á boðuðum tíma, engin akademísk korter eða dyrum haldið opinum í kurteisisskyni. Um helgina fór hópur hestafólks frá Stakkhamri suður fjörur og stefndi á Stóra-Hraun. Þrátt fyrir íterlegar leiðbeiningar og aðvaranir staðkunnugra lagði hópurinn of seint af stað. Sjór var kominn á Hausthúsafjörur og lentu hestar á sundi þar sem þar er farið út á fjörur. Börn voru með í ferð. Engin óhöpp urðu en það vildi til að heimilishundurinn á Stakkhamri strauk með fólkinu og Laufey systir þurfti að keyra suður í Hausthús til að ná honum. Því endaði með því að hún leiðbeindi fólkinu símleiðis til lands í Kolviðarnesi og síðan yfir Haffjarðará á öruggu vaði. Fyrir örfáum árum drukknuð þrír hestar á Löngufjörum og fólk mátti þakka fyrir að ekki fór verr. Förum varlega í sumar og um ókomin ár og eigum ánægjulega ferð á þessu frábæra útreiðasvæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2008 | 10:23
Ímyndarmál...
Allar kaffistofur landsins skeggræða nú málsatvik og afdrif ísbirnunnar á Skaga. Víst er að staðið var undir væntingum og kröfum um að allt yrði gert til að koma dýrinu til síns heima, þó ekki sé ljóst af fréttum að nein leyfi til þess hafi legið fyrir þó tekist hefði að koma því í búr. Spyrja má hvort það séu ekki náttúruleg afföll þegar ísbjörn villist svona langt frá heimkynnum sínum og í stað þess að drukkna á sundi eins og eflaust hendir einhverja þeirra, bjargast aðfram kominn og særður á land.
Öðru velti ég líka fyrir mér. Hlaupið var til handa og fóta með að fá hingað til lands rammgert búr til að troða bangsa í fyrir hugsanlegan flutning. Var öllum kröfum um sótthreinsun á búrinu sinnt? Ríkar kröfur eru um hreinsun á t.d. notuðum landbúnaðartækjum sem hafa t.d. komist í snertingu við búfjáráburð eða dýr og eru flutt hingað til lands. Hvaða ráðstafanir gerði umhverfisráðherra eða önnur yfirvöld í þessu sambandi?
Daprir en um leið sáttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2008 | 08:08
Alvarleg veikindi...
Krónan veiktist í dag um 0,76% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 08:05
Af hækkandi matvælaverði...
Þann 29. maí birtu OECD og FAO skýrslu um horfur í landbúnaði 2008 til 2017. Megin niðurstaða skýrslunnar er að verð á matvælum sé nú í sögulegu hámarki og komi til með að lækka eitthvað á ný. Engu að síður spá þessar stofnanir því að meðalverð á helstu búvörum verði umtalsvert hærra næstu tíu árin en það var á síðasta áratug. Ýmsir þættir sem valdið hafa hækkunum á matvælaverði undanfarin misseri munu áfram stuðla að háu verði til lengri tíma litið.
Sú gríðarlega hækkun sem orðið hefur á matvælaverði síðan 2005/2006 er að hluta til afleiðing óhagstæðs veðurfars í mikilvægustu kornræktarhéruðum heimsins sem hafa síðan áhrif á aðrar jarðræktarafurðir og búfjárafurðir vegna samkeppni um land. Þessi staða er ekki ný af nálinni en hefði ein og sér nægt nú, í ljósi birgðastöðu, til að hækka afurðaverð umtalsvert. Þetta hefur hins vegar gerst áður og mun gerast aftur.
Það eru hinsvegar öfl framboðs og eftirspurnar sem munu leiða til þess að spár sérfræðinga hljóða upp á varanlega verðhækkun til lengri tíma litið. Þegar litið er til framboðs á landbúnaðarvörum, spáir OECD að aukin uppskera á flatareiningu hafi meiri þýðingu í auknu framboði en stækkun ræktarlands. Aukin afurðasemi búfjár eykur einnig framboð á mjólk og kjöti. Á eftirspurnarhliðinni valda breytt matarræði, flutningar fólks til borga, hagvöxtur og fólksfjölgun aukinni eftirspurn eftir landbúnaðarvörum. Ofan á þetta bætist eftirspurn eftir fóðri til eldsneytisframleiðslu. Þó þessi eftirspurnarþáttur vegi minna en aukin eftirspurn eftir mat og fóðri, þá er þetta stærsta nýja uppspretta eftirspurna í áratugi og vegur því þungt í verðhækkun landbúnaðarvara.
Þannig er því spáð að verð á nautakjöti og svínakjöti hækki um 20% milli meðaltals áratugarins 1998-2007 til meðaltals áratugarins 2008-2017. Á sama hátt hljóða spár upp á 30% hækkun á hrásykri, 40-60% hækkun á hveiti, maís og undanrennudufti og yfir 60% hækkun á smjöri og olíufræjum og yfir 80% hækkun á jurtaolíu. Þrátt fyrir þetta er rétt að benda á að spáð er verðlækkunum frá því verðlagi sem nú ríkir. Hins vegar gera spárnar ráð fyrir meiri verðsveiflum í framtíðinni en hingað til. Eftirspurn verður sömuleiðis minna viðkvæm fyrir verðbreytingum til framleiðenda þar sem hlutur hráefna í útsöluverði til neytenda fer lækkandi og eftirspurn frá iðnaði vex; veðurfar og búvöruframboð kann að verða breytilegra en áður með lofstlagsbreytingum og spákaupmenska fjárfestingasjóða sem ekki tengjast viðskiptum með landbúnaðarvörur í framvirkum samningum minnkar eða eykst eins og hagnaðarmöguleikar bjóða upp á.Meðal annarra niðurstaðna í skýrslu OECD er:
- Bæði neysla og framleiðsla eykst hraðar í þróunarlöndum á öllum búvörum nema hveiti. Árið 2017 er reiknað með að þessi lönd séu ráðandi í viðskiptum með helstu búvörur.
- Hátt verð mun koma til góða bændum í þróuðum og þróunarlöndum sem eiga viðskipti með afurðir sínar á almennum markaði. Hins vegar er ólíklegt að margir bændur í þróunarlöndum, sem ekki tengjast mörkuðum, njóti þessa ávinnings.
- Búist er við áframhaldandi spennu á kornmarkaði þar sem ólíklegt er að birgðir korns nái sömu stöðu og á síðasta áratug.
- Neysla á hvers kyns jurtaolíu mun aukast meira en á öðrum jurtaafurðum á næstu 10 árum. Þessi þróun er knúin áfram bæði af eftirspurn eftir matvælum og lífeldsneyti.
- Reiknað er með að hlutdeild Brasilíu í kjötútflutningi muni vaxa í 30% á árinu 2017.
Í fréttatilkynningu með skýrslunni kemur fram að afleiðingarnar komi þyngst niður á fátæku og svöngu fólki. Íbúum í stórborgum fátækra landa sem eru háðir því að kaupa allan mat. Matvælahjálp þarf að koma til en til lengri tíma þarf að örva framleiðni í landbúnaði í þessum löndum og efnhagsvöxt almennt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 12:57
Bólgu-Móri bítur
Háir stýrivextir farnir að bíta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)