Til hamingju með daginn launafólk

Sérstakar hamingjuóskir til Aðalsteins og félaga á Húsavík með nýja stéttarfélagið þar. Öflug stéttarfélög á landsbyggðinni eru gríðarlega mikilvæg í baráttu landsbyggðarinnar fyrir halda í störf og fólk. Það er líka gott að heyra og lesa um góða mætingu á fundinn á Húsavík sem og í Reykjavík. Framundan er gríðarlegt verkefni við að verja kjör launafólks, hemja Bólgumóra og halda ríkisstjórninni að verki. Hún virðist loksins hafa tekið eftir tilboði verkalýðshreyfingarinnar og fleiri hagsmunaaðilia um að efnt verði til þjóðarsáttar við að verja kjör fólksins í landinu. Að því þurfa margir að koma.

Ég játa að ég lét mig vanta á Ingólfstorg í dag, ég fór nefnilega vestur að Stakkhamri með kaupakonu til Laufeyjar systur. Þar bíða mikil vorverk við að brjóta tún og sá korni í flög. Því var þörf á liðsauka í mjaltabásinn og sjálfsagt mun Selma líka taka að sér að liðka Snerru og jafnvel Snældu meðan hún stoppar. Reyndar tók hún líka brynfákinn sinn með sér og getur hjólað á honum milli húss og bæja með afa sínum sem geysist um á nýja rafmagnshjólinu sínu. Takið eftir 75 ára bóndi keypti sér rafmagnshjól til að spara sér sporin og velja um leið umhverfisvænan ferðamáta. Hvernig væri að ríkisstjórnin tæki sér þetta sem fordæmi og keypti rafmagnsbíla undir þoturassana Wink

Við skruppum að sjálfsögðu í reiðtúr og ég prófaði Smára gæja sem nú er kominn úr vistinni í Hallkelsstaðahlíð. Hann hefur margt lært. Umsögn Selmu var að hann væri sá flottasti í reiðtúrnum og mamma hann er svo taumléttur. Já það sést nefnilega svo greinilega það þarf bara rétt að nikka í hann og þá rennur hann á tölti. Það þarf bara að passa að hita hann varlega upp því hann er enn stífur á hægri hliðina og Sigrún var búin að benda mér á að ef upphitun væri ekki nógu góð gæti hann fundi fyrir stífleikanum og orðið kvíðinn og þá byrjar gamla sagan....Frown

Eldri erfinginn situr hins vegar og keppist við að lesa undir stúdentspróf í félagsfræði. Nóg að gera í prófum og upplestri næstu 3 vikur hjá henni.


mbl.is Fjölmenni á 1. maí hátíð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband