21.12.2007 | 22:15
Korter í jól....

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 08:48
Að fægja stássið sitt
Á mörgum heimilium er ættarsilfrið fægt með viðhöfn fyrir jólin. Þar sem ég á ekkert slíkt ákvað ég á ár að fægja geislabauginn minn. Hálfníræð manneskjan, ekki mikið þó það þurfi að fægja hann einu sinni. Jæja en sem ég er að handleika hann og pússa dettur mér í hug að gaman væri nú að bæta svona eins og einum geisla í hann. Ekkert með það nema ég googlaði orðið geisli á netinu, fann einn sem mér leist afar vel á og keypti. Þar sem ég hafði ákveðið að skína með skærasta móti á næsta ári, keypti ég líka stóran Geisla. Í gær var svo fenginn jeppi með palli og hestakerra til að sækja gripinn, dugði ekkert minna. Allt var vel undirbúið, tveir aðstoðarmenn með í för til að flutningurinn heppnaðist sem best og reyndur sveitamaður fylgdist með færð og veðri á fimm mínútna fresti. Er skemmst frá því að segja að allt gekk samkvæmt áætlun. Af hógværð minni ætla ég hins vegar ekki að setja Geislann upp fyrir en eftir áramót, svo liðið sem eyddi hundruðum þúsunda í að láta vefja seríum um grindverkin sín verði ekki miður sín. Hann er því geymdur uppi í hesthúsi hjá Sigþór og lýsir vonandi vel þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2007 | 22:43
Hagfræði heimilanna

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 11:07
Menntamál
Í gær birtust í blöðum fréttir af niðurstöðum úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Af fréttum að ætla mætti halda að þetta væri kjödæmakeppni, mest greint frá hvaða kjördæmi væri hæst og lægst að meðaltali. Svo vill til að þarna var um 9 og 12 ára börn að ræða sem tóku þessi próf fyrir sléttum TVEIMUR MÁNUÐUM. Fréttir um útkomu birtast áður en börnin fá sínar niðurstöður. Hvers konar framkoma er þetta eiginlega, eiga börnin að líta upp til fólks sem kemur fram við þau eins og tilfinningalausar tölur. Líklega dettur þessi póstur inn um lúgurnar í dag, nákvæmlega þegar jólafríið er að hefjast, það verður nú misgaman trúi ég.
Nei þar fyrir utan er prófadellan í grunnskólum fyrir utan allt velsæmi - það hlýtur að vera erfitt fyrir marga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.12.2007 | 23:14
Pæjur



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2007 | 17:24
Líf og fjör
Í gær opnaði ég bensínreikninginn minn á leiðinni Grænamýri-Fjárborg-Grænamýri. Fór semsé fyrstu ferðina á formlegri hestavertíð. Að vísu eru klárarnir ekki komnir en erindið var að fara með FAXA hnakkinn - sem er enn til sölu - í hnakkageymsluna hjá Sigþór og prófa Hrímnishnakk sem er í láni hjá okkur. Húsið hjá Sigþór er orðið hálffullt af hrossum enda taka margir snemma inn í ár vegna holdhnjóska í hrossum. Ég fékk Randver gamla lánaðan undir hnakkinn og sá var eins og foli á vordegi. Dagný hestaskvísa slóst í för á snoturri brúnskjóttri hryssu.
Á heimleiðinni heilsaði ég upp á Lillu í Möðrufellinu og þáði kók og nokkur silungsflökk í nesti. En ekki var til setunnar boðið því von var á gestum til næturgistingar. Þær Bryndís og Sandra komu til Selmu að gista og var mikið fjör hjá þeim langt fram á nótt. Valgeir og Ingibjörg litu líka inn svo nóg var til skemmtunar.
Í dag brugðum við Sigþór og Selma svo undir okkur betri fótunum og heimsóttum Moniku á Hrafnkelsstöðum. Þar gat að líta ýmsan bústofn, og gaman að koma. Ekki orð meira um það að sinni. . En rigningin á leiðinni í bæinn, uff... er Landsvirkjun ekki búin að fá nóg vatn í þessa polla sína og getur sent þetta særinglalið sitt í jólafrí
.
Best að finna svo upp á einhverju hæfilegu verkefni fyrir kvöldið, leita að jólaseríum eða strauja skyrtur .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2007 | 20:32
Áfram Özur....
Í 24 stundum í dag tekur Özur Lárusson vinur minn til varna gegn skrifum Sigurðar Guðjónssonar formanns húseigendafélagsins 12. des. sl. Það er með ólíkindum hvað fólk sem vill dags daglega láta taka sig alvarlega getur látið eftir sér að ausu úr sér óvönduðum skrifum. Orðrétt vitnar Özur í Sigurð sem segir m.a. að fólk sem þyki skata góð "þykist vera að vestan þar sem vondur matur þyki góður og að það hafi að öllum líkindum stuðlað að fólksflótta og eyðingu byggðar þar vestra". Þarna tekur steininn hressilega úr og var þó af nógu að taka í skrifunum.
Þetta var snöfurlega gert hjá Özur að standa upp fyrir okkur dreifbýlistútturnar nær og fjær hvort sem við unnum hákarli, skötu eða erum bara utan af landi og látum ekki vaða yfir okkur með svona kjaftæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2007 | 23:04
Hvað eru fréttir?
Fjölmiðlar landsins hlupu desember fyrir helgina þegar strákpjakkur að Skaganum komst í fréttirnar eftir að hafa hringt í Hvíta húsið. Þetta þótti stórfrétt. Halló.... er ekkert í fréttum á þessu skeri eða hvað. Sjálf var ég ekki viss um hversu fyndið þetta var fyrst, einhver kjáni af Skaganum að þykjast vera Óli grís. Mikið eru þeir takmarkaðir á skiptiborðinu í Hvíta húsinu að kaupa þetta bull í byrjun. Stráksi gaf þessu liði hressilega langt nef með því að senda bróður sinn í viðtal við Stöð 2. Það var góður brandari fannst mér og viðbrögð fréttastofunnar enn betri. "Við höfum gert honum grein fyrir alvarleika málsins" var haft eftir Guðjóni fréttamanni í Fréttablaðinu. Þetta kórónaði brandarann alveg. Fréttamenn sem voru nógu vitlausir til að keyra upp á Skaga út af þessu .....kommon.
Nei krakkar mínir, stráksi er vel að athygli kominn eftir að gera þetta stólpagrín að fullorðnu fólki en vonandi hafa fjölmiðlar vit á að snúa sér að alvöru fréttamennsku og þjóðfélagsgagnrýni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2007 | 20:13
Skemmtileg folalda- og tryppasýning
Sunnudagur 9. desember. Við Selma brugðum okkur í Borgarfjörð, nánar tiltekið að Mið-Fossum, á folalda- og tryppasýningu Hrossaræktarsambands Vesturlands. Fjöldi fólks og tryppa var saman kominn að sýna sig og sjá aðra. Pabbi og Laufey komu með "Vakra-Skjóna" og "Markúsardóttir" sem núna heita víst Blær og Katla. (Það er nú leyfilegt að vera frumlegur.) Þarna voru mætt folöld og tryppi frá flestum þekktari hrossaræktendum á Vesturlandi. Líklega var Skáneyjarfjölskyldan stórtækust og með mjög frambærilegan hóp. Mörg folöld og tryppi voru einnig undan Aðli frá Nýja-Bæ. Afkvæmi Aðals voru sýnd í hléi og gladdi þar margt augað. Mér hefur annars oft verið hugsað til þess að á Vesturlandi hafa konur verið gríðarlega sterkar í hrossaræktinni um árabil. Sigurborg á Bárustöðum, Ólöf í Nýja-Bæ og Birna á Skáney og hennar fjölsklda. Bjarni bóndi hennar vakti reyndar mikla athygli á sýningunni í dag, ég held að fáir ef nokkur (að folöldum og tryppum meðtöldum) hafi átt jafn marga spretti í reiðhöllinni á Miðfossum. Áhorfendur völdu folaldið Gljá frá Oddsstöðum undan Markúsi frá Langholtsparti, glæsilegasta gripinn.
Hamar frá Stakkhamri skipaði sér meðal fimm efstu í flokki veturgamalla fola, en endaði í fjórða sæti, fimmta tryppið mætti ekki í úrslitin svo öllu sé til haga haldið. Eigendur eru ánægðir með þennan árangur, hann kom vel fyrir í einstaklingssýningunni og reyndar eina tryppið sem var sýnt í taum. Hann er geðgóður, vel settur og reistur og við erum spennt að fylgjast með honum vaxa og dafna. Litla systir hans átti líka ljómandi góða sýningu, bráðefnileg þó hún kæmist ekki í hóp fimm efstu, enda var þar hvert úrvals folaldið á eftir öðru.
Skemmtilegt framtak hjá Hrossaræktarsambandinu, gaman að sýna sig og sjá aðra og það sem þeir eru að gera. Takk fyrir skemmtilegan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 12:48
.... Hamar mætir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)