Er þetta kreppa...?

Gengisvísitalan stendur í 171, 4 þegar þessar línur eru skrifaðar. Fyrirtækin í landinu hækka vörur sínar á hverjum degi til að mæta gengisfalli krónunnar. Ég lét t.d. gera við Oktavíu í síðustu viku fyrir 120 þús. kall. Ostaslaufan í bakaríinu er komin í 220 kr en kostaði 170 kr í fyrravetur ef ég man rétt. Ég sé engin merki um að verðbólga sé á niðurleið í þessu ástandi. Lánin mín eru verðtryggð. Í 15% verðbólgu á ári hækka 10 millj. kr. um 1.500.000 kr. Þetta er fjármálakreppa fyrir venjulegt launafólk sem þarf að framfleyta sér af launum sínum, rekur ekki fyrirtæki til að lauma einkaneyslu inn í sem kostnaði eða selur vinnu sína á svörtum markaði.

Veltan í smásölunni í sumar er án efa að hluta til borin uppi af erlendum ferðamönnum sem allt í einu uppgötvuðu að allt var orðið ódýrt á Íslandi. Sumir slepptu að fara í "Gullna hringinn" og Bláa lónið en skelltu sér í staðinn á útsölur í Kringlunni og fóru hlaðinir pinklum heim á leið.

Krakkar mínir ... þetta bara getur ekki gengið svonaCrying


mbl.is Eimskip lækkar um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttist í réttirnar...

Jæja þá er ársbið senn á enda, Lilla er búin að banka í mig og bjóða mér í göngur og réttir. Ég hlakka strax til. Það er eitthvað svo sérstakt við það að fara upp í heiðar til að smala saman kindum. Þó það sé bara nokkurra klukkutíma smölun. Í fyrra fékk ég hann Gjafar þeirra Lillu og Péturs lánaðan, hann er alveg ekta hestur í svona verkefni. Ég varð aftur 17 ára að smala á honum Sindra mínum, í huganum. Smalað verður í Húsmúlarétt við Kolviðarhól n.k. laugardag en hingað til hafa Reykvíkingar réttað í Lögbergsrétt. Það er nú eftir að sjá hverngi fólki og fénaði líkar þetta fyrirkomulag.

Af strákunum mínum (Spora, Geisla og Smára) er það að frétta að þeir eru komnir í hausthagana í Stakkhamarsnesinu. Vonandi eru þeir með hana Kviku litlu undir sínum verndarvæng. Þerna er líka með þeim. Hún er fylfull við stóðhestinum Hvessi frá Ásbrú sem er undan Sömbu frá Miðsitju og Þóroddi frá Þóroddsstöðum. Ekkert smá gengabúnt pilturinn sá. Það verður gaman að hlera eftir hvernig hann kemur út í tamningu.


Uxabrjóst og skálastærðir...

Á veitingahúsinu Jómfrúnni í Lækjargötu er á boðstólum stórkostlegt danskt smurbrauð. Sannreyndi það síðast núna í dag. Namm.......Happy Nafnið á einum réttinum vakti þó brosviprur í munnvikum mínum. Uxabrjóst með einhverju völdu meðlæti. Ég hef aldrei heyrt að uxar hafi brjóst LoL. Hvað skyldi skálastærð hjá meðaluxa vera hehe...

 Líklega þýðing á danska orðinu "bryst" sem útleggst frekar sem bringa....


Ég er búfræðingur...

Á salernisaðstöðu á fínum veitingastað standa viðskiptafræðingur,

lögfræðingur og bóndi hlið við hlið og nota pissuskálarnar.

 

 

Viðskiptafræðingurinn klárar, rennir upp og byrjar að þvo, eða bókstaflega

skrúbba á sér hendurnar....alveg upp að olnbogum. Notaði síðan um það bil

20 bréf til að þurrka sér. Hann snýr sér að hinum og segir: ' Ég gekk í

Harvard, þar kenndu þeir okkur að vera hreinlegir.'

 

 

Lögfræðingurinn kláraði og bleytti fingurgómana, greip eitt bréf og

sagði:' Ég lærði í Princeton, þar kenndu þeir okkur að vera

umhverfisvænir.'

 

 

Bóndinn renndi upp og á leiðinni út segir hann:'Ég lærði á Hvanneyri, þar

var okkur kennt að pissa ekki á puttana á okkur'!


Konur yfir fertugt ...

Eftirfarandi áskotnaðist mér í einhverjum fjölpósti. Njótið vel mér fannst þetta allavega eiga vel við mig LoL 

- Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld...

Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og hér eru nokkrar ástæður fyrir því: Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertuað hugsa?" Henni gæti ekki verið meira sama. Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því. Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn. Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í öskurkeppni viðþig í óperunni eða á fínum veitingastað. Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það. Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er aðvera ekki metin að verðleikum. Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbrestiþína fyrir þeim. Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar. Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur. Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær. Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum. Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar. Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar: Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum. Hvers vegna? * Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa* * heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!*

Löngu vitað...

Það er langt síðan ég las sambærilega umfjöllun, auðvitað er eyrnamergur eitthvað sem náttúran hefur þróað og á hlutverk. Annað mál er að það má nú kannske hreinsa það sem lafir út um eyrnagöngin.....Blush
mbl.is Bómullarpinnar gera meira ógagn en gagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gestrisni og kurteisi...

Gestrisni hefur löngum þótt meðal æðstu dyggða íslenskra heimila. Skammt er þar að minnast rausnarheimilis Laufeyjar ömmu minnar og Bjarna afa, en þar var löngum gestkvæmt. Eins og hún orðaði það í bréfi til Lellu dóttur sinnar (lauslega endursagt eftir minni) "...og þá komu Nonni og Gunna með sín börn, og það var í þrjá daga. Og svo komu Lúlli og Lilla með sín börn, tengdason, ömmu hans og tvo vini og það var um helgina fram á þriðjudag...". Einhvern veginn svona var ágangurinn á því heimili.

Ein helsta dyggð í gestrisni hefur löngum falist í að bera mat, kökur, mat og kaffi fyrir gesti og fá þá til að belgja sig sem mest út af því. En það má ekki ganga út í öfgar. Nýlega heyrði ég sögu af ungum manni sem kom í boð þar sem honum varð á að afþakka hluta veitinganna. Dreif þá að ekki bara gestgjafann heldur og fleira fólk og gekk þar maður undir manns hönd að telja unga manninn af þessari ákvörðun. En gestgjafar verða að samþykkja að gesturinn ýmist þakki eða afþakki veitingar kurteislega hvort sem það er áfengi, sætindi eða fjólubláir tómatar.

Öfgafullt dæmi um þetta er saga sem ég heyrði af fólki sem var nánast vísað á dyr eftir að hafa móðgað gestgjafa með þvi að afþakka veitingar. Gesturin hefur þegið heimboð og sýnt með því gangkvæman áhuga á gestgjafanum. Svo er bara að njóta félagsskaparins. Ekki satt


Góðir hálsar...

...og danskir menn. Já var í kóngsins Köben 4 daga í síðustu viku og kom heim á sunnudagskvöldið. Ungfrú Selma var með í för og átti sín fyrstu kynni af norrænu samstarfi í NBC. Á fimmtudagskvöld buðu dönsku bændasamtökin til glæsilegs kvöldverðar á veitngahúsinu Páfulginum í Tívolí. Allan föstudaginn var svo fundað í NBC og var aðalefni fundarins loftslagsbreyingar í heiminum og aðlögun landbúnaðar.

En Strikið og FIELDS biðu okkar Selmu. Smile Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með Fields. H&M og Only tóku vel á móti okkur. Verst hvað danska krónan er orðin skuggalega dýr....Frown. En við fengum okkur falleg föt og spöruðum í mat í staðinn með því að drekka ókeypis ávaxtasafa sem gefinn var í markaðsskyni og borða ostborgara á Burger King!!. Hausttískan í ár stelpur mínar er bara snotur.


Húsráð í hallæri...

Er parketið þitt orðið matt? Vantar gljáa á það? Um helgina prófaði ég að setja ólífuolíu í volgt vatn og strjúka með því yfir hreint gólfið. Trúið mér það glansar á eftir, eins og nýtt. Prófaðu og settu árangurssögu í gestabókina mína.Smile


Áralangt hugsjónastarf...

Í Kattholti hefur frú Sigríður og hennar fólk annast yfirgefna og heimilislausa ketti og fundið mörgum ný heimili. Frábært starf. Í Grænumýri býr nú einn af fyrrverandi skjólstæðingum hennar, hann herra Moli. Það er talið að hann sé gáfðasti og skemmtilegasti köttur í hverfinu og þó víðar væri leitað. Þakkir til Kattolts fyrir gott starf.


mbl.is Hjálpa heimilislausum dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband