24.4.2025 | 07:30
Samráð til reynslu
Forsætisráðherra sagði fyrr á þessu ári að hún hafi "mjög góða reynslu af samráði við almenning."
Hvenær? Við hvaða aðstæður? Af hverju spurði enginn út í það? Hafði hún áður gegnt ráðherraembætti eða sambærilegri ábyrgðarstöðu þar sem reyndi raunverulega á þetta verklag?
Það er engu líkara en að almenningsálitið sé nú orðið tilvísun í óútgefið minnispunktaskjal.
Hún bætti við að "almenna þekkingin reynist gjarnan vel."
Ég er alveg sammála því en hvað er þekking í þessu samhengi?
Er þetta ekki bara falleg leið til að segja:
"Við hlustum ef nógu margir tala"
Og svo gullmolinn sjálfur:
"Ef sömu tillögurnar koma aftur og aftur upp, þá er einfaldlega eitthvað til í þeim."
Já, svona virðist lýðræði virka í nýjustu útgáfu stjórnvalda:
Ef hugmynd "trendar" nógu lengi í samráðsgáttinni, telst hún þá vera aldeilis frábær?
Við skulum vona að það gleymist ekki að vista Excel-skjal hagræðingarhópsins meðan
almenningur er taggaður við niðurstöðurnar á X.
"Ég hef mjög góða reynslu af samráði við almenning. Bæði í opnu fundarformi og í beinum tilmælum. Almenna þekkingin reynist gjarnan vel. Ef sömu tillögurnar koma aftur og aftur upp þá er einfaldlega eitthvað til í þeim."
Kristrún Frostadóttir í viðtali við visir.is í janúar 2025
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2025 | 08:27
Elskan, þú ert inni í excel-skjali
Talsmenn ríkisstjórnarflokkanna héldu því fram á ársfundi SFS að unnin hefði verið greining á áhrifum tvöföldunar veiðigjalda.
Greiningin finnst hvergi. Hún er ekki til.
En þetta er Ísland. Hér geta ráðherrar og embættismenn enn reiknað sig fram hjá raunveruleikanum.
Við búum í stjórnsýslu þar sem "áhrifamat" getur verið orð í PowerPoint, og "greining" felst í því að hafa einu sinni hugsað um málið yfir kaffibolla.
Enginn grætur gráðuna þína ef þú ert með villu í frumgerðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2025 | 13:48
Hver á X
Það er með öllu óskiljanlegt að fjöldi þjóðarleiðtoga og framkvæmdastjóra þar með talin Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi skrifað kveðjur sínar til Frans Páfa við andlát hans, á X.
Hvort er betra að eiga Fax-tæki eða tapa sjálfsvirðingunni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2018 | 09:15
Er formaður BÍ á facebook
Það eru fjarri því bara blaðamenn sem skoða dóma hjá dómstólum. Hver sem er getur skrifað blogg, fésbókarfærslu eða hvað sem er um upplýsingar sem birtast á heimasíðum dómstóla.
![]() |
Á að byggja á mati fjölmiðlamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010 | 14:43
Ítalía hvað...?
Hver eru þessi "stóru" lið á HM, þetta endalausa Ítalíu-Frakkland tal fer í mínar fínustu, til HM koma liðin öll í sömu stöðu, með 0 stig í upphafi móts og svo verða þau að sýna getu sína og þau stærstu eru þau sem hafa stærsta hjartað og leika fyrir land og þjóð. Sumir leikmenn hafa hins vegar átt lengri og strengri keppnistímabil en aðrir og eru einfaldlega þreyttir. Það er ekki þeim til hnjóðs.
![]() |
Heimsmeistararnir úr leik - Slóvakar fóru áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2010 | 22:49
sneru taflinu við...
![]() |
KR sneri taflinu við gegn Fjölni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 14:27
Norrænir bændur sýna samhug og stuðning
Í dag barst formanni Bændasamtaka Íslands bréf frá formönnum samtaka bænda á hinum Norðurlöndum. Þar er lýst stuðningi við íslenska bændur á erfiðum tímum og stjórnvöld hvött til að standa við bakið á landbúnaðinum. Ég er búin að taka þátt í norrænu samstarfi bænda fyrir hönd Íslands í níu ár og það hefur verið einstaklega gaman. Oft hef ég þurft að svara spurningum um íslenska "efnahagsundrið" og fékk að heyra viðvörunarorð ekki síst frá vinum mínum í Finnlandi sem sögðu: Þetta er alveg sama staðan og var í aðdraganda kreppunnar hjá okkur. Það er gott að finna vináttu þeirra á þessum tímum.
![]() |
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2008 | 14:49
Kynlífsbúð - arkitektastofa - Verslunin Herðubreið
VERSLUNIN HERÐUBREIÐ OPNAR
Áður en húsnæðinu að Barónsstíg 27 var breytt í teiknistofu, á hátindi góðærisins 2006, hafði margvísleg starfsemi átt þar heimili, allt frá herrafataverslun til verslunar með kynlífshjálpartæki. En nú er "risið" sem arkitektastofan fékk í veganesti byrjað að hníga vegna efnahagshrunsins.
Skapa & Skerpa arkitektar hyggjast því bíða kreppuna af sér í vari, í kjallara húsnæðis síns, en opna Verslunina Herðubreið á jarðhæð, í samvinnu við Bryndísi Sveinbjörnsdóttur fatahönnuð.
Í versluninni verður til sölu margs konar áhugaverður varningur, svo sem íslensk fatahönnun fyrir bæði börn og fullorðna, skart og fylgihlutir,rabbabarakaramella beint frá býli, myndlist, tónlist og bækur.
Verslunin Herðubreið opnar laugardaginn 29. nóvember kl. 13.
Ég óska Elínu og viðskiptafélögum hennar til hamingju með verslunina og óska þeim góðs gengis. Áfram Ísland og íslensk hönnun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 12:44
Garri mættur...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 14:53
Loksins...
![]() |
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)