Er þetta kreppa...?

Gengisvísitalan stendur í 171, 4 þegar þessar línur eru skrifaðar. Fyrirtækin í landinu hækka vörur sínar á hverjum degi til að mæta gengisfalli krónunnar. Ég lét t.d. gera við Oktavíu í síðustu viku fyrir 120 þús. kall. Ostaslaufan í bakaríinu er komin í 220 kr en kostaði 170 kr í fyrravetur ef ég man rétt. Ég sé engin merki um að verðbólga sé á niðurleið í þessu ástandi. Lánin mín eru verðtryggð. Í 15% verðbólgu á ári hækka 10 millj. kr. um 1.500.000 kr. Þetta er fjármálakreppa fyrir venjulegt launafólk sem þarf að framfleyta sér af launum sínum, rekur ekki fyrirtæki til að lauma einkaneyslu inn í sem kostnaði eða selur vinnu sína á svörtum markaði.

Veltan í smásölunni í sumar er án efa að hluta til borin uppi af erlendum ferðamönnum sem allt í einu uppgötvuðu að allt var orðið ódýrt á Íslandi. Sumir slepptu að fara í "Gullna hringinn" og Bláa lónið en skelltu sér í staðinn á útsölur í Kringlunni og fóru hlaðinir pinklum heim á leið.

Krakkar mínir ... þetta bara getur ekki gengið svonaCrying


mbl.is Eimskip lækkar um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin kreppa,,,,,,,,,,,,,,,,,veit ekki hvað ég á að segja meira,,,er enn að anda djúpt,,,,,,,,,,,sennilega er best að hætta að hlusta á eða skoða fréttir.

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband