Styttist í réttirnar...

Jæja þá er ársbið senn á enda, Lilla er búin að banka í mig og bjóða mér í göngur og réttir. Ég hlakka strax til. Það er eitthvað svo sérstakt við það að fara upp í heiðar til að smala saman kindum. Þó það sé bara nokkurra klukkutíma smölun. Í fyrra fékk ég hann Gjafar þeirra Lillu og Péturs lánaðan, hann er alveg ekta hestur í svona verkefni. Ég varð aftur 17 ára að smala á honum Sindra mínum, í huganum. Smalað verður í Húsmúlarétt við Kolviðarhól n.k. laugardag en hingað til hafa Reykvíkingar réttað í Lögbergsrétt. Það er nú eftir að sjá hverngi fólki og fénaði líkar þetta fyrirkomulag.

Af strákunum mínum (Spora, Geisla og Smára) er það að frétta að þeir eru komnir í hausthagana í Stakkhamarsnesinu. Vonandi eru þeir með hana Kviku litlu undir sínum verndarvæng. Þerna er líka með þeim. Hún er fylfull við stóðhestinum Hvessi frá Ásbrú sem er undan Sömbu frá Miðsitju og Þóroddi frá Þóroddsstöðum. Ekkert smá gengabúnt pilturinn sá. Það verður gaman að hlera eftir hvernig hann kemur út í tamningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband