Einn af öðrum áfram dagar líða...

Úff... hvað tíminn líður hratt þessa dagana. Það liggur við að það sé kominn tími til að stimpla sig út úr vinnunni þegar FujitsuSiemens rokkurinn minn loksins hefur sig inn á innranetið.

Í dag var kennsla á Hvanneyri og á heimleiðinni kom ég við hjá Hrafnhildi, Geisla og hinum strákunum í hesthúsinu. Við höldum helst að það sé eitthvað farið að falla á skaufann á Geisla. Það passar við þá kenningu sem ég heyrði um daginn að húsmæður bæjarins hefðu vart undan að fægja silfrið sitt eftir að Hellisheiðarvirkjun kom í gagnið, svo mikil væri brennisteinsmengunin þaðan. Við höldum með öðrum orðum að fola-greyjið sé með hlandstein. Sigþór ætlar að hóa í Bjögga dýralækni eða annan sérfræðing til að pússa hann upp. Ég vona hinar húsmæðurnar í bænum standi sig betur en ég í að fægjaTounge

Annars segja íþróttaæfingarnar með jólasveinunum um helgina soldið til sín í dag, ferlega þungt að hlaupa svona í snjónum með þeim tala nú ekki um harðsperrurnar eftir magakrampann af að hlæja að tilþrifunum í þeim. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband