Atvinnuleysi hjá ungu fólki

Í gær hélt hún Linda upp á sautján ára afmælisdaginn sinn. Það var ósköp huggulegt níu manna kvöldboð. Það var auðvitað gaman að spjalla við unglingana. Ég spurði þau hvort þau þekktu ungt fólk sem væri atvinnulaust í ljósi þess að mest atvinnuleysi mælist nú meðal þess. Þeir sem þau vissu um væru flest krakkar sem hefðu hætt í skóla og farið í vinnu en dottið síðan út úr því. Skólakrakkar sem allavega vilja vinna hafa allir vinnu svo þau vissu. Nokkrir af veislugestum vinna t.d. á elliheimilum og líkar vel. Húsasmíðaneminn er á samningi og gerið það gott. Frábært hjá þeim öllum, duglegir krakkar sem vinna að því að ná sér í góða menntun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, til hamingju með stelpuna, skilaðu kveðju til hennar :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk, og gaman að heyra frá þér.

Erna Bjarnadóttir, 21.7.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband