Molastaðir...

Í gærkvöldi vildi það til að Litli-Moli lokaðist úti. "Mamma gamla" steinrotaðist á koddanum sínum án þess að gera sér grein fyrir þessu. Snemma í morgun heyrðist svo ámátlegt - mjáá - fyrir utan svefnherbergið. Auðvitað var litla prinsinum umsvifalaust hleypt inn og var hann ekki seinn á sér að kúra sig niður við höfðalagið hjá mér. Ég lá reyndar "Mola-megin" í bólinu því stóri erfinginn hafði hreiðrað um sig hinu megin. Það var því nokkur þröng á þingi en bara notalegt að hafa Mola þarna líka.... þetta eru að verða hálfgerðir Molastaðir þarna norðanmegin í kojunni minniFootinMouth .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband