Gamalt vín...

Tölurnar um verðmun milli landa í skýrslu Samkeppniseftirlitsins birtust í fréttum fyrir ári síðan og voru þá til umfjöllunar. Verðlag á Íslandi er 64% hærra en að meðaltali í 27 ESB löndum, 42% hærra en í ESB 15 (aðildarþjóðum fyrir austurstækkunina). Samt eyða Íslendingar lægra hlutfalli af útgjöldum sínum til kaupa á matvöru en margar V-Evrópu þjóðir t.d. Ítalir og Frakkar. Þeir fá líka hærri laun en launafólk í flestum löndum OECD. Munurinn á Íslandi og Danmörku var 12,7% 2003 en 15,5% 2006, nb. áður en vsk á mat var lækkaður. Það væri glæsilegur árangur að ná matvöruverði hér niður á svipað stig og í Danmörku en óvíst hvort það væri raunhæft, þar sem margt virkar til hærra vöruverðs hér en þar s.s. smæð markaðarins, fjarlægð frá öðrum mörkuðum sjá t.d. verðmun á brauði og kornvörum, og fákeppni hér. Matvælaverð í Finnlandi lækkaði um 11% við ESB aðild. Að gefa til kynna verðlag hér sé 60-70% hærra en eðlilegt megi teljast og gæti fengist með ESB aðild eru ósvífnar blekkingar.


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband