Vináttan og vorið

Á hverju vori bregðum við saumaklúbbssnótirnar undir okkur bílunum og brunum vestur að Hellnum á Snæfellsnesi. Þessi ferð var farin nú um helgina. Mig er strax farið að hlakka til á næsta ári. Það var hlegið, spáð í spil, borðaður góður matur (Sigga er nú alger snilldarkokkur) og sungið fram á nótt. Frábær félagsskapur hjá okkur æskuvinkonunum. Takk fyrir helgina ferðafélagar og frábæru gestgjafar.

 

Á sunnudeginum renndi ég mér í reiðtúr fram í Hólma með pabba, Sigrúnu, Laufey og Selmu. Ég fékk hana Snældu lánaða og teymdi pjakkinn hann Smára. Hann náði að gera mér grikk og það endaði með harkalegu faðmlagi við fósturjörðina. Sjórinn er víst saltur Pinch. Enginn meiddist og Snælda stóð sig með prýði. En pjakkurinn Smári er til framhaldsmeðferðar síðar. Í Hólmanum voru æðarkollur farnar að huga að varpi ef ekkert kemur upp á verður vonandi gaman að koma þar aftur í byrjun júní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjóböð ku vera meinholl, svona í hófi. Þau voru stunduð grimmt við Valasnösina á Hellnum fyrir fáum árum og eru kannski enn.

Er ekki bara kominn tími á trommusett? Má byrja smátt, ein senriltromma er fín með nokkrum röddum og gítar, mandólín og kjálkahörpu, sé þetta alveg fyrir mér.... í næstu ferð. Lofa að skrópa ekki þá.

Ásdís (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Jamm, ég þyki líka hafa einstaklega mjúka húð... hehe......

Trommusett -- jú en það má tjasla saman skelliltrommum og hringlum úr pússi Ólínu við þetta tækifæri

Erna Bjarnadóttir, 20.5.2008 kl. 16:13

3 identicon

Bötnum með hverju árinu sem líður. Takk fyrir frábæra helgi allar saman. Svo er það bara "sálin" í haust

Kv. Villa

Vilborg (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband