16.5.2008 | 21:44
Topp tíu
Spurningin sem lögð er fyrir fræga fólkið í Föstudegi sem fylgir Fréttablaðinu
Tja greinilegt er að verið er að spyrja um efnislega hluti - ég ákvað að spreyta mig ath. ekki er sérstök röð á því sem mér datt í hug og kannske hefði ég nefnt eitthvað annað í gær - eða á morgun.
Hnakkurinn minn - gamall Skagfjörð - marga góða stundina átt í honum
Motorola gellu síminn minn - mörg skemmtileg símtöl verið töluð í hann
Calligaris húsgögnin mín - mikil heimilisprýði
Puma skórnir - mikið búið að ganga á þeim og endurnýja einu sinni með nákvæmlega eins pari
Málverkið af okkur Kviku - uppáhalds æskuminningarnar samankomnar í einni mynd uppi á vegg
Hesturinn Perla eftir Bjöggu frænku - minjagripur um æskuna - gengna kynslóð af ættingjum og Perlu
Cheyenne gallabuxurnar - góðar gallabuxur eru nauðsynlegar
Lopapeysan frá Heiðu frænku - Hvort sem er á fundi í útlöndum eða heima í stofu
Handavinna eftir erfingjana - nokkrir gripir til
Horfnir góðhestar eftir Ásgeir Jónsson - drakk þessa bók í mig hjá ömmu og er Guðbjarti frænda þakklát fyrir að gefa hana eftir og pabba og mömmu fyrir að hugsa til mín með hana
Athugasemdir
Á morgun gæti Pífa verið kominn á listan,hún er jú efnislegur hlutur,,,,ekki satt
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:20
jújú....;) eða hreindýraskinnshatturinn minn
Erna Bjarnadóttir, 17.5.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.