Ég er ekki hissa...

Bretland er stórt land og fjölmennt með mikil tengsl við önnur lönd samveldisins og fyrrum nýlendur. Margir bretar eru upprunnir í þessum löndum. Bretland er svo auðvitað í ESB sem fylgja mikil tengsl við önnur lönd þar á bæ. Það kemur því ekki sérstaklega á óvart að þeir viti lítið um Ísland.


mbl.is Margir Bretar vita ekki að Ísland er í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú alveg þveröfugt við það sem ég upplífi og er ég nú búinn að búa í S-Englandi í næstum 2 ár. Hér veit allur almenningur heilmikið um Ísland og íslendinga og það kemur mér sífellt meira og meira á óvart. Ég vinn í þjónsutustarfi hérna þar sem ég hitti og spjalla við mjög margt fólk sem er af öllum þjóðfélagsskalanum og vegna míns harða íslenskuhreims þá forvitnast menn oft hvaðan ég sé uppruninn. Undantekningarlítið veit fólk heilmikið um Ísland og er mjög áhugasamt um land og þjóð. Nefnir ótrúlegustu hluti, allt frá Íslendingasögum og Vikingum, frá þorskastríðum og fótboltaköppum til popstjarna eins og Sigurrós og Björk og stórfyrirtækja eins og Baugur Group og margt margt fleira. En ég finn auðvitað mun á því að innflutt fólk jafnvel af annari og þriðju kynslóð t.d. Indverja eða Pakistana veit oft lítið og stundum alls ekkert um Ísland. En hinn almenni Breti veit bara heilmikið um land og þjóð og hér getur maður svo sannarlega verið stoltur yfir því að vera íslendingur. Hinnsvegar er þessi frétt um þessa skoðanakönnun nú svolítið takmörkuð og erfitt að gera sér grein fyrir raunverulegri vitneskju. Því þó að aðeins lítill hluti Breta viti að Ísland sé í Evrópu þá er það kanski ekkert skrýtið við erum fjarri Evrópu og alveg útí bláhorni og því skyldu menn þá ekki áætla að við værum hluti af heimsálfuni Ameríku eins og Grænland. Fyrir mér skiptir það engu máli, enda hef ég aldrei verið spurður að því hvort við værum hjluti af Evrópu eða Ameríku og ég held að fólk sé svosem ekkert að velta því sérstaklega fyrir sér.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:57

2 identicon

Já, ég verð að vera sammála Gunnlaugi. Að segja að Bretar viti lítið um Ísland er frekar ótrúlegt. Ef þú skoðar tölurnar og snýrð þeim við þá sérðu að 89% af Bretum vita að Ísland er í Evrópu. Það er heill slatti og satt að segja miklu fleiri en ég hefði haldið. Það hefur þó alltaf hrjáð Íslendinga að þeim finnst að allir eigi að vita allt um þá. Af hverju veit ég ekki. Kannski minnimáttarkennd.

Linda (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk Linda og Gunnlaugur, m.ö.o þá er fyrirsögn mbl.is svolítið villandi, Gott að bretar eru betur að sér en þessi fyrirsögn gefur til kynna enda margir íslendingar gert garðinn frægan í breska boltanum.

Erna Bjarnadóttir, 15.5.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband