23.4.2008 | 20:25
Fjárborg í herkví?
"Mamma! Það var eins gott að við fórum ekki í hesthúsið í dag." Þetta sagði yngri erfinginn eftir að við horfðum á kvöldfréttir og Kastljósið. "Hestarnir hefðu orðið hræddir!". Já hestunum hefði eflaust brugðið í brún ef við hefðum farið nálægt þessum atburðum. Við erum óvön svona sjón hér í okkar litla friðsæla landi, enn ein áminning um hve gott við yfir höfuð höfum það hér á Fróni. Við munum rannsaka ummerkin eftir eggjakastið á morgun. Eitthvað fór úrskeiðis í morgun. Lögreglan þarf að hafa sín mál á hreinu en mótmæli verða líka að lúta tilteknum reglum.
![]() |
Mótmælin fóru úr böndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.