22.4.2008 | 14:34
Litli Rauðhausinn minn...
Gæludýr geta verið ótrúlega elsk að eigendum sínum. Ég hélt að hundar væru í sérflokki hvað þetta varðar en er búin að komast að því að kettir geta verið mjög sérstakir líka. Fröken Skotta hér í næsta húsi varð skyndilega draghölt þegar eigandinn fór á hækjur eftir fótbrot um daginn. Ekkert amaði að kisu hins vegar. Sjálf ligg ég í bólinu í dag í kvefi og hita. Rauðhausinn minn er "fárveikur" með mér, hann er búinn að liggja við hliðina á mér og steinsofa síðan átta í morgun. Þetta kallar maður að sýna samkennd í verki...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.