Litlir fantar...

Hvernig er þessi heimur að verða... Foreldrar hafa skyldur til að rækta virðingu nemenda fyrir kennurum. Stundum dettur mér í hug þegar erfiðir nemendur berast í tal að það eigi að senda þeim foreldrum sem nenna ekki að ala börnin sín upp, reikning frá skólanum fyrir þeirri fyrirhöfn sem óagaðir grislingar valda.


mbl.is Ætluðu að ræna kennaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Ekki spurning.

Linda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:48

2 identicon

það mætti segja mér að þið hafið ekki mikla reynslu af börnum og uppeldi, hvað þá menntun á því sviði.  það er náttúrulega líka til fólk sem er ekki starfi sínu vaxið þrátt fyrir margra ára nám.  Það er nefnilega ekki sjálfgefið að það séu foreldrarnir sem láta börnin haga sér illa.  Nú og ef útí það er farið þá eru nú blessaðir kennararnir með margra ára nám á bakinu og ættu að geta ráðið við nokkra "óagaða gríslinga".

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sigurbjörg. Jú ég á börn sjálf, systir mín á börn, ég á systkini o.s.frv. Ég veit líka að kennarar eru misjafnir eins og annað fólk en foreldrar ala börn sín misjafnlega upp.

Erna Bjarnadóttir, 2.4.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Dæmisaga úr nútímanum - þetta er orðrétt frá skólastjórnendum: 

Í gærmorgun, þriðjudaginn 1. apríl, fór viðvörunarkerfi skólans í gang vegna þess að nemandi var að fikta með eld við skynjara. Starfsfólk skólans og nemendur eiga hrós skilið fyrir hversu hratt og fumlaust gekk að rýma skólann. Atvikið er með öllu upplýst

og voru nemendur kallaðir á fund í xxx þar sem útskýrt var hvað hafði gerst. Þar var brýnt fyrir nemendum að koma alls ekki með eldfæri í skólann og virða allan þann búnað sem lýtur að öryggi okkar allra, slökkvitæki, skynjara, brunaboða og merkingar.

Jafnframt því sem við sendum ykkur þetta til upplýsingar viljum við biðja um að þið ræðið við ykkar unglinga um notkun eldfæra og hversu mikilvægt það er að umgangast öryggisbúnað af virðingu.

Erna Bjarnadóttir, 2.4.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband