1.4.2008 | 09:29
Ég vil peningana mína strax...
Í gær skilaði ég fyrsta framtali eldri erfingjans. Snótin vann sér inn nokkrar krónur í fyrra og nú var komið að því að staðfesta það við Skattmann. Gamla brýnið gerði auðvitað bráðabirgðaútreikning og þá kom í ljós að erfinginn átti nokkrar krónur inn reyndar heilar 13 þúsund og staurblanka námsmenn munar um minna. Ég átti alveg eins von á eftir viðbrögðin að hún myndi panta sér leigubíl í hvelli og ganga á fund skattstjóra klukkan hálftíu í gærkvöldi til að heimta sínar krónur og engar refjar. En ekkert annað er í boði en að bíða fram í ágúst. Þessar krónur liggja vaxtalaust hjá Skattmann þangað til.... er ekki hægt að telja fram í evrum.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.